Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hefur þú skoðun á málinu? Kastljósið beinist að þér um leið og þú opnar munninn. Atvinnutækifæri og frami eru allt möguleg uppspretta aðstoðar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vandræðum sínum. Gakktu úr skugga um að þér sé ekkert að vanbúnaði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fólk hefur mikla þörf fyrir að telja aðra á sitt band í dag þar sem allir telja sig hafa á réttu að standa. Misstu ekki af tæki- færinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Ef skyggnst er undir yfirborðið eru viðkomandi einstaklingar náð- argjafir í lífi þínu, sama hversu erfiðir þeir eru stundum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Bjartsýni þín og jákvæðni laða að þér fólk í dag. Treystu því og þá muntu gera það sem rétt er þótt allt orki tvímælis þá gert er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert svo vinsæl(l) núna að þér verð- ur kannski hrósað fyrir eitthvað sem þú átt ekki heiðurinn að. Reyndu bara að forðast þá hluti sem í raun og veru koma þér ekki við. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú þarftu að leggja mál þitt fyrir og þótt þú sért full(ur) sjálfstrausts skaltu muna að kannski eru aðrir litlir í sér. Settu það hærra en síðast og leyfðu hæfileikum þínum að njóta sín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert ánægð(ur) með sjálfa(n) þig, en á skemmtilegan og vinalegan hátt. At- vinnutækifæri, frami og tillögur frá fyrir- mönnum eru allt möguleg uppspretta að- stoðar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugarangri. Nú er rétti dagurinn til þess að vera opnari og gaumgæfa hvort tvær ólíkar skoðanir geta lifað hlið við hlið í þinni veröld. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notaðu daginn til þess að ræða við maka, nána vini og aðra sem á vegi þínum verða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú eru þau öfl uppi að þú verður að gaumgæfa framtíð þína. Svona gerist ekki bara í bíó. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú nærð árangri í vinnunni í dag, ekki síst vegna þess að þú hefur trú á sjálfri þér núna. Losaðu þig við það sem miður er og temdu þér aðrar og betri venjur. Af Súlutindi á Glerártorg og síðaná Litlu-Sveinsstaði. Ármann Þorgrímsson beið eftir konunni á meðan hún leit í búðir á Glerártorgi: Margt er hér sem magann seður meðan frammi beðið er og ýmislegt sem augað gleður ef að maður leyfir sér. Björn Ingólfsson gat ekki setið á sér: Held ég viti hvað hann er að fara. Hann hefur sett sig í stellingar, fengið sér heitan hamborgara og horft á annarra kellingar. Aðalsteinn Svanur Sigfússon leggur sitt mat á hlutina: Hvort sem ég yppi eða yppti öxlum – og brúnunum lyfti – þá er það nú svo (í einlægni sko) mér er andskotans sama hver skipti. Þessi limra Sigurlínar Her- mannsdóttur gæti vel borið yf- irskriftina: frændur eru frændum sínum verstir: Jón var sko félegur frændi, frá fjölskyldu sinni hann rændi. Undan frændunum stakk hann, frá frænkunum drakk hann og í spariskó allra hann sprændi. Hann er karl í krapinu, var einu sinni sagt. Bjorn Ingólfsson kveður fastar að og segir: Hann er „þriggja kvenna maður“: Konan hans Kjartans er Heba en kántrýsöngkonan Reba er hans áhugamál og alla hans sál á Miriam heitin Makeba. Magnús Ólafsson er nú búinn að vera viku í sumarhúsi sínu á Litlu- Sveinsstöðum. – „Það heitir svo þar sem húsið var byggt þar sem eitt sinn stóð lítið býli með þessu nafni. Það er að vísu í eyði farið fyrir löngu og þegar Árni Magnússon skráði jarðabók sína 1703 sagði hann að elstu menn myndu ekki hvenær þar var búið síðast. Eins og áður hefur komið fram sé ég vítt úr bústaðnum, einkum yfir hina fornu sveit Þing. Sé einnig allt norður á Skagastrandarfjöll og sól- setrið einkar fallegt með Þingeyra- kirkju fyrir miðjum sjóndeild- arhring. Vatnsdalsáin er einnig mjög falleg að sjá þar sem hún liðast norð- ur Eylendið. Í kvöldkyrrðinni er hún oft sem ljós rák þegar húmar yfir. Í sumar húsi sælu nýt, síst ég er á lofið spar. Þaðan yfir Þingið lít, þarna búa höfðingjar. Aldrei fegurð okkur svíkur, undir gengin sólin skín. Himinninn af roða ríkur, rosa falleg áin mín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Frá Glerártorgi og loks á Litlu-Sveinsstaði Í klípu BEGGI LAGÐI MIKIÐ Á SIG TIL AÐ ÞURFA EKKI AÐ VERA Í SVIÐSLJÓSINU. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ ÞURFUM AÐ FARA EFTIR FJÓRA TÍMA. HÉR ER VARALITURINN ÞINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara sérstaklega varlega þegar hún er farþegi. ÞÚ VIRÐIST SORG- MÆDDUR, HRÓLFUR! HVAÐ ER AÐ? ÉG HEF VERIÐ AÐ HUGSA UM LÍFIÐ SEM ÉG LIFI ... ... OG MÉR FINNST BARA VANTA EITTHVAÐ Í ÞAÐ! ÞAÐ VANTAR ALLAVEGA EKKI TÓMAR ÖLKRÚSIR! HVAÐ EF LÍSA HÆTTIR MEÐ MÉR? ÉG TEK HÖFNUN MJÖG ILLA! GAGNRÝNI OG HÖFNUN ERU AUÐVELD, EN EKKI HÖFNUN. ÞÚ ERT LÍKA FÍNN Í FYRIR- LITNINGU. Nýverið fékk Víkverji tilboð umað kaupa sig inn á sýningu um villt hreindýr á Íslandi á kosta- kjörum, tveir fyrir einn. Svo sem ekki í frásögur færandi nema að sýningin er í Hörpu, sem Víkverji hélt að hefði verið byggð fyrir litla þrjátíu milljarða til þess að koma til móts við ört stækkandi hóp óperu- og sinfóníuunnenda. x x x Ekki vill Víkverji gera lítið úr ís-lenskum hreindýrum. Hann hef- ur reyndar aldrei skotið hreindýr og ef út í það er farið hefur Víkverji aldrei handleikið vopn nema einu sinni í vernduðu umhverfi í skotsal í keppni hjá lögreglunni í Júgóslavíu forðum. En íslensk hreindýr eru ekki bara hreindýr heldur er hrein- dýrakjöt með því besta sem Vík- verji fær á diskinn. Þess vegna hugsar hann með hlýhug til hrein- dýranna, því þau hafa veitt honum nokkrar gleðistundir. x x x Þrátt fyrir þetta ætlar Víkverjiekki að notfæra sér kostaboðið minnugur sýningarinnar á upp- stoppuðum dýrum í Breiðfirð- ingabúð á árum áður. Þar mátti meðal annars sjá uppstoppaðar ær og lömb og eftir að hafa skoðað gripina átti Víkverji lengi erfitt með að borða lambakjötið, sem yfirleitt var á borðum í hádeginu á sunnu- dögum. Fyrir þá sem ekki þekkja var Breiðfirðingabúð samkomustaður í bakhúsi við Skólavörðustíg, heldur minni en Harpan. x x x Í frétt í Morgunblaðinu fyrirskömmu kom fram að gerður hefði verið leigusamningur til sjö ára um 600 fermetra rými í Hörpu fyrir hreindýrasýninguna. Víkverji hefur alla tíð staðið í þeirri trú að reisa hafi þurft þetta tónlistar- og ráðstefnuhús fyrir lifandi menningu en annað hefur komið á daginn og sennilega hefur aldrei verið byggt eins dýrt hús og Harpa er fyrir hreindýrasýningu. En safnið er sagt nýstárlegt og það réttlætir auðvitað þrjátíu milljarðana og rekstrar- kostnaðinn að auki. víkverji@mbl.is Víkverji Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálmarnir 36:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.