Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 25

Morgunblaðið - 08.08.2014, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Smáauglýsingar 569 1100 Dýrahald Maltese-rakki til sölu Maltese til sölu. Þeir eru með ættbók hjá HRFÍ, heilsuskoðaðir, bólusettir og með örmerki, svo fylgir 1 árs trygging hjá VÍS. laudia92@hotmail.com S. 846 4221. Sumarhús Sumarhúsalóðir í Grímsnesi Eignarlóðir Lóðirnar eru frá 0,7 hekt. og upp í 1,6 hekt. Stutt er í alla þjónustu. Mikið og fallegt útsýni, meðal annars til Heklu. Búið er að leggja veg um svæðið og afmarka lóðirnar. Heitt og kalt vatn komið að lóðamörkum. Ekið inn á Kiðjabergsveg af Biskups- tungnabraut og beygt til vinstri við Höskuldslæk. Uppl. í síma 8673569. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt NÝTT NÝTT Teg 31016 - rosalega mjúkur með fyllingu, fæst í 70-85B, 75-85C á kr. 5.800,- buxur á kr. 1.995,- Teg 8115 - létt fylltur og fæst í 70- 85B, 75-85C á kr. 5.800,- buxur á kr. 1.995,- Teg. 11001 - gamli góði í nýjum lit fæst 80-95CDE á kr. 5.800,- buxur á kr. 1.995,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.–föst. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Húsviðhald         Þjónustuauglýsingar 569 1100 Teg: 316203 12 840 Mjúkir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 39 - 47 Litir: blátt og brúnt Verð: 15.485.- Teg: 316202 12 565 Mjúkir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 41 - 47 Litir: rautt og brúnt Verð: 15.485.- Teg: 316304 12 343 Mjúkir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 41 - 47 Litir: Brúnt og blátt Verð: 17.685.- Teg: 315301 249 Þessir sívnsælu herraskór komnir aftur, léttir og þægilegir út leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 41 - 47 Verð: 14.985.- Teg: 458409 35 Mjúkir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Extra breiðir (K-breidd) Stærðir: 41 - 48 Verð: 19.785.- Teg: 503603 254 Mjúkir og þægilegir herrasandalar úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 40 -48 Verð: 13.585.- Teg: 505602 254 Mjúkir og þægilegir herrainniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 40 - 44 Verð: 12.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– föst. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Aðalstræti 19, íb. 01-0101 (214-4652), Akureyri, þingl. eig. Betri stofan ehf, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður ogTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 10:00. Eyjafjarðarbraut 147551, eignarhl., flugskýli 01-0105 (214-5802), Akur- eyri, þingl. eig. Þb. Magnús Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Akureyrar- kaupstaður, miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 10:00. Helgafell land 193511, annað land 01 (233-8950), Svalbarðsstrandar- hreppi, þingl. eig. Haukur Laxdal Baldvinsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 14:10. Keilusíða 9, íbúð I, 05-0303 (214-8175), Akureyri, þingl. eig. Stefán Ragnar Garðarsson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., mið- vikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 10:25. Langamýri 3, einb. 01-0101 (214-8591), Akureyri, þingl. eig. Valgerður Ósk Ómarsdóttir og Bjarni H. Reykjalín Héðinsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 10:40. Miðhúsavegur 2, gamall braggi 02-0101 (214-9114), Akureyri, þingl. eig. HGT ehf., gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Vátrygginga- félag Íslands hf., miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 10:50. Óseyri 1A, iðnaðarhús 01-0101 (214-9770), Akureyri, þingl. eig. Óseyri 1a ehf., gerðarbeiðendur Arion banki hf., Byggðastofnun og Íslands- banki hf., miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 11:00. Smáratún 9, íb. 01-0201, bílsk. 01-0202 (216-0521), Svalbarðsstrandar- hreppi, þingl. eig. Hlín Bolladóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, miðvikudaginn 13. ágúst 2014 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 7. ágúst 2014, Halla Einarsdóttir, ftr. Félagsstarf eldri borgara Gott grip allt árið BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði Sími 565 1090 | www.bjb.is Fólksbíla dekk Jeppadek k Sendibíla dekk Keppnisd ekk Sportbíla dekk Sportjep padekk Ölfusverk ehf. – Stoðverk, Grásteini, Ölfusi Tökum að okkur alla trésmíða- og raflagnavinnu. Áratugareynsla í smíði sumarhúsa, 70 hús afgreidd sl. 10 ár. Höfum teikningar og teiknum einnig eftir óskum kaupenda. Sjáum um byggingastjórn og umsjón fasteigna. Þorsteinn húsasmíðameistari, gsm 660 8732. Kjartan rafverktaki, gsm 892 8661. Sumarhúsalóðir í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi, ca. 45 km frá Rvk. Allar nánari upplýsingar í síma 896 1864. Rotþrær – vatnsgeymar – lindarbrunnar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir – réttar lausnir. Heitir pottar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Bílaþjónusta NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Smáauglýsingar varst oft í bleikum peysum eða bleikum pólóbolum. Þú fluttir á Sóltún fyrir einu og hálfu ári. Þangað var alltaf gaman að koma og heimsækja þig. Þú tókst alltaf á móti okkur brosandi og við vissum að þér leið vel þar. Glæsileikinn var enn í fyrirrúmi hjá þér og það var alltaf svo gam- an að spjalla við þig enda stutt í húmorinn hjá þér. Okkur finnst erfitt að hugsa til aðfangadags og vita af því að þú verður ekki þar, því þú, afi og Elli hafið alltaf verið með okkur á að- fangadag og það var alltaf jafn yndislegt. En við vitum að þú vak- ir yfir okkur og verður með okkur í anda. Við munum hugsa til þín og allra þeirra góðu minninga sem við eigum saman. Við vitum að nú ertu í faðmi foreldra þinna og bræðra sem þú saknaðir. Þú varst fyrirmynd okkar og við þökkum þér fyrir alla þá leiðsögn sem þú veittir okkur í gegnum tíðina, allt frá því að þvo sér alltaf um hendur áður en maður fer að borða og yfir í að taka skynsamar ákvarðanir í lífinu. Við erum líka mjög stolt yfir því að vera skírð í höfuðið á ykkur afa. Þó að þetta sé kveðjustund ertu alltaf í hjarta okkar og finn- um við fyrir hlýjum straumum frá þér. Takk amma fyrir allt, við stöndum öll fjölskyldan saman og heiðrum minningu þína. Þetta eru erfiðir tímar en við fjölskyldan styðjum hvert annað og höldum áfram að hittast reglulega eins og þú myndir vilja að við gerðum. Kær kveðja frá þínum barna- börnum. Katrín og Kári Jón. Katrín Ásmundsdóttir, föður- systir mín, var einstök kona. Þessi fallega, brosmilda kona var alltaf í góðu skapi og svo hlý og notaleg. Kata og Kári, eigin- maður hennar, bjuggu sér fallegt heimili í Mávahlíðinni þar sem þau ólu upp börnin sín, Ella og Ásgerði. Þar naut amma Eyja, móðir Kötu, skjóls síðustu æviár sín. Fjölskyldan var það sem líf Kötu snerist um. Í Mávahlíðinni sá þessi tónelska kona vel um sína og stress var þar ekki á dag- skrá því „það líður ekki yfir upp- vaskið“ eins og hún komst að orði. Systkinin Kata, Oddný og faðir minn Guðbrandur voru ákaflega samrýmd. Í uppvexti mínum naut ég mikilla samvista við Kötu og fjölskyldu hennar því vikulega komu fjölskyldur okkar saman á heimilum okkar en einnig var far- ið í sameiginlegar ferðir innan- lands og einu sinni til útlanda. Af þessu leiddi að ég og Ásgerður, dóttir Kötu, urðum miklar vin- konur og heimsóknir mínar til Kötu og Kára í Mávahlíðina því tíðari. Allar götur síðan hafa fjöl- skyldur okkar haldið mjög góðu sambandi. Þegar ég lít til baka finn ég hvað öll þessi sjálfsögðu þægindi í kringum Kötu voru mikil forrétt- indi. Hennar létta skap var eitt en það að hún skyldi aldrei skipta skapi var annar eiginleiki sem ég hef ekki kynnst hjá nokkurri ann- arri manneskju. Kata gaf mér og fjölskyldu minni mikið og allar góðu minn- ingarnar um hana munu lifa með okkur. Eygerður Guðbrandsdóttir. Við erum á Týsgötunni í Reykjavík, árið 1928. Á gang- stéttinni valhoppar stelpa sem er svolítið stærri en ég. Ég spyr: „Hvar áttu heima?“ „Hérna“ sagði hún og benti á Týsgötuna mína 5 eins og ég kallaði húsið sem ég var nýflutt í. Við vorum aðeins 3 og 4 ára hnátur. En þannig er í minningunni upphafið að 85 ára löngum kynnum okkar Kötu vinkonu minnar. Kata var gamansöm, ákaflega góðhjörtuð, samviskusöm og músíkölsk; hún gat spilað á orgel eftir eyranu og jóðlað þó að hún gerði það nú ekki fyrir hvern sem var. Hún sagði oft ég er þessi nervösa týpa. En þegar á reyndi kom hún sjálfri sér og öðrum á óvart með þrautseigj- unni. Þær eru margar og yndis- legar minningarnar eftir langa og góða vináttu. Alltaf var Kata vin- kona mín til staðar. Við gengum báðar í Austurbæjarskólann, fór- um í ferðir í sumarbústað fjöl- skyldunnar hennar ofan við Lax- nes, í Kvennaskólann þar sem Kata varð umsjónarmaður bekkj- arins þvert á vilja sinn. En eftir skólann fór Kata að vinna í gler- augnaverslun þar sem hæfileikar hennar blómstruðu. Seinna voru Guðni og Kári kynntir til leiks og við vorum svo heppnar að þeim varð líka vel til vina. Við fórum í skíðaferðir, sumarútilegur, svo tók við lífsins gangur, trúlofanir, brúðkaup og barneignir, sauma- klúbburinn sem breyttist í eins konar hjónaklúbb með tímanum. Árið 1956 sigldum við með Gull- fossi til Danmerkur og Þýska- lands þar sem við vinirnir siluð- umst áfram um hraðbrautirnar á gamla Skódanum okkar Guðna á meðan aðrir þutu fram úr okkur eins og blá strik. Allt var svo nýtt og stórfenglegt í okkar augum og ákaflega skemmtilegt að fara með okkar góðu vinum í þessa fyrstu utanlandsferð okkar allra. Við Kata bjuggum fyrst í sama húsi á Týsgötunni minni 5 og síð- ar á ævinni oftast í göngufæri. Samgangurinn varð töluverður og oft var skotist í bíó eða kvöld- kaffi eða hist á miðjum degi. Og börnin okkar eiga góðar minning- ar sem tengjast t.d. Mávahlíðinni og heimsóknum í Skorradalinn. Við getum þakkað fyrir langa og góða ævi, en henni fylgja grá hár og stirðir liðir, og harði diskurinn fyllist smám saman svo ekki er alltaf pláss fyrir nýjustu upplýs- ingar. Það hrjáði Kötu síðustu misserin. Þau Kári hafa dvalið um tíma á Sóltúni og heilsan því mið- ur verið hindrun í heimsóknum milli vina. En það var alltaf jafn gaman að tala við Kötu í símann, rétt eins og við hefðum hist í gær. Fyrir skömmu var Elli svo elsku- legur að koma því í kring að Kata og Kári komust í heimsókn til okkar, þótt þyrfti nánast að bera þessa góðu vini okkar upp stig- ann. En það er ekkert nýtt að börnin þeirra séu tilbúin að leggja mikið á sig fyrir þau og um- hyggja, natni og hlýja þeirra Ella og Ásgerðar hefur vakið mikla að- dáun fjölskyldu okkar. Og nú, 85 árum eftir samtalið á Týsgötunni, kveðjum við Kötu í hinsta sinn með innilegu þakklæti fyrir sam- fylgdina. Elsku Kári góði vinur, Elli, Ásgerður, Hannes, Kári Jón, Katrín, Oddný, Gestrún og aðrir ástvinir, Við Guðni og fjölskyldan sendum ykkur samúðarkveðjur. Við söknum hennar öll. Ingibjörg Þorkelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.