Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRinnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Hin árvissa Ólafsdalshátíð verður haldin í sjöunda skipti í Ólafsdal í Gilsfirði sunnudaginn 10. ágúst kl. 13–18. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Hátíðin hefst með ávörpum. Leikhópurinn Lotta flytur leikritið Hróa hött og boðið verður upp á tónlist og önnur skemmtiatriði. Á staðnum verða handverks- og grænmetismarkaður. Hestar verða teymdir undir börnum í boði hús- bænda í Hvítadal. Kaffi, djús, kleinur og flatkökur verða seld á sanngjörnu verði. Net- samband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá hátíðarinnar er að finna í heild á www.olafsdalur.is. Ólafsdalur Hátíðin hefur jafnan verið fjöl- sótt þau ár sem hún hefur verið haldin. Ólafsdalshátíðin haldin á sunnudag Sunnudaginn 10. ágúst verður boðið upp á áhugaverða garðagöngu um Laugardal og Laugarás. Gangan er skipulögð í sam- starfi Grasa- garðs Reykja- víkur, Garðyrkjufélags Íslands og Íbúasamtaka Laugardals. Þátt- taka er ókeypis og allir eru vel- komnir. Kaffisopi og spjall í lok göngu. Mæting er við aðal- inngang Grasagarðs kl. 10. Geng- ið verður um svæðið, einstakir garðar skoðaðir og einnig holta- gróður. Hægt er að ganga alla leiðina en einnig má bætast inn í hópinn á leiðinni. Ganga um Laugar- dal og Laugarás Tvíund, nemendafélag tölv- unarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, heldur dagana 8.–10. ágúst árlegt LAN-mót sem kallast HR-ingurinn. Þátttakendum fjölgar með ári hverju. Í fyrra mættu rúm- lega 240 manns og miðað við skrán- ingarfjölda er búist við metfjölda í ár. Mótið er haldið í byggingu Há- skólans í Reykjavík. Spilaðir eru leikirnir DotA 2, Hearthstone, League of Legends og CS:GO. Áhorfendur eru velkomnir. Árlegt LAN-mót í HR STUTT Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hlýjasti dagur ársins á landinu á ár- unum 1949 til 2013 hefur að með- altali verið 8. ágúst. Munur á hita einstakra daga er þó svo lítill að til- viljun ein ræður hvaða dagur það er á tímabilinu frá því um 20. júlí til 10. ágúst sem fær þennan sess. Segir frá þessu á Hungurdiskum, blogg- síðu Trausta Jónssonar veðurfræð- ings. „Þetta er sú dagsetning þegar það fer að kólna að meðaltali. Hásumarið er búið og í staðinn tekur síðsumarið við,“ segir Trausti í samtali við Morgunblaðið og bendir á að telja megi tímabilið frá 17. júlí sl. til dags- ins í dag til hásumars. Tekur nú við tími síðsumars sem að sögn Trausta mun líða undir lok þegar meðalhiti fer undir sjö stig, að líkindum um miðjan septembermánuð. September leynir á sér - Er þá farið að halla til vetrar? „Hlýjustu dagar þessa sumars geta enn komið. Þó að sumarið í ár hafi verið óvenjuhlýtt hafa ekki komið margir hitabylgjudagar. Það hefur komið fyrir að fyrstu dagarnir í september séu hlýjustu dagar árs- ins.“ Aðspurður segir Trausti það hins vegar ekki mjög algengt. „Við getum sagt að það séu svona 30% líkur á því að hlýjasti dagur árs- ins sé í ágúst eða seinna. Þar sem ekki er við neitt sérstaklega hlýja daga að keppa fyrripart sumarsins getum við tekið þessum líkum sæmi- lega bókstaflega,“ segir hann. Hita- bylgja í júlímánuði hefði hins vegar minnkað líkurnar á því að hlýjasti dagur ársins væri handan við hornið. Spurður hvort hann treysti sér til þess að spá fyrir um veturinn kveður Trausti nei við. Bendir hann þó á að árstíðarspá evrópsku veðurmið- stöðvarinnar sé oft í takt við hita sjávar en hér við land hefur hiti sjáv- ar mælst hærri í ár en í fyrra. „Sérstaklega er hann hærri fyrir norðan. Úti af Suðvesturlandi er kannski minni munur en þar hefur samt verið hlýtt. Það er aðallega smáblettur við Austfirði þar sem hefur verið frekar kaldur sjór en hann er svo lítill að hann hefur ekki áhrif á svona vangaveltur fram í tím- ann,“ segir Trausti og bendir á að sé sjórinn hlýr í lok sumars sé líklegt að það endist eitthvað fram eftir vetri. Hlýjasti dagur ársins að með- altali 8. ágúst  Hlýjustu dagar þessa sumars geta enn komið, segir veðurfræðingur Morgunblaðið/Eggert Sumar Þegar vel viðrar getur verið gott að fara út og slaka á í sólinni. Síðsumar tekið við » Tímabilið frá 17. júlí til 8. ágúst er kallað hásumar. » Tími síðsumars tekur nú við en það líður að líkindum undir lok um miðjan september. » Líkur á hlýjasta degi ársins í ágúst eða seinna eru 30%. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkur kraftur er í uppbyggingu fjölbýlishúsa í nýja íbúðahverfinu í Garðabæ, Urriðaholti. Fram- kvæmdir eru hafnar við byggingu um 250 íbúða. Fyrstu íbúðirnar í fjölbýlishúsunum verða tilbúnar til afhendingar í haust. Á annan tug verktaka er að vinna í Urriðaholti þessa dagana og fjöldi byggingakrana setur svip á um- hverfið. Bygging fyrstu einbýlishúsanna hófst sumarið 2008 og hefur verið flutt inn í um tíu hús, að sögn Jóns Pálma Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Urriðaholts ehf. Bankahrunið hægði á öllum áformum um byggingu fjölbýlishúsa en nú er kominn nokkur kraftur í uppbygginguna. Allar þær fjölbýlis- húsalóðir sem skipulagaðar voru fyrir hrun eru seldar og nú er verið að undirbúa fleiri lóðir sem miðað er við að hægt verði að byggja á næsta sumar. Verktakar hafa auglýst til sölu íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum. Annað húsið á að verða tilbúið seint í haust og hitt seinna í vetur. Jón Pálmi segir að fleiri hús séu langt komin þótt íbúðirnar hafi ekki verið settar í sölu. Uppbygging hverfisins er sam- starfsverkefni bæjaryfirvalda í Garðabæ og Urriðaholts ehf. sem er að meirihluta í eigu Oddfellow-regl- unnar á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 1500 íbúðir verði í hverfinu full- byggðu og alls um 4500 íbúar. Verið er að hanna leikskóla og grunnskóla og hefst jarðvegsvinna við þá í haust. Reiknað er með að skólarnir verði tilbúnir til notkunar haustið 2016. Við skipulagningu hverfisins er sérstaklega hugað að umhverfismál- um, meðal annars til að vernda Ur- riðavatn og búsvæði þess. Náttúru- legu rennsli regnvatns í vatnið er viðhaldið í hringrás, í stað þess að leiða það um holræsi í sjó fram. Er þetta í fyrsta skipti hér á landi sem ofanvatn er nýtt með þessum hætti í heilu hverfi. Morgunblaðið/Eggert Urriðaholt Fyrsta fjölbýlishúsið hefur verið málað og skógur byggingakrana sýnir framkvæmdahug. Fyrstu fjölbýlishúsin í Urriðaholti að klárast  Framkvæmdir hafnar við 250 íbúðir  Flutt inn í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.