Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Ég fjalla mikið um vatn og fjöl-
breytileika þess. Hringrásin í vatn-
inu er hringrásin í lífinu og ef ekki
væri fyrir vatnið þá væri ekkert líf,“
segir listakonan Mireya Samper
sem opnar sýninguna Flæði á morg-
un, laugardaginn 9. ágúst, klukkan
15, í efri sölum Gerðarsafns í Kópa-
vogi. Á sýningunni eru innsetningar
með tví- og þrívíðum verkum sem
unnin voru á árunum 2013 og 2014.
„Þetta eru því á sama tíma um-
hverfispælingar að því leyti að vatn-
ið er það dýrmætasta sem við eigum
á jörðinni, það er engin dýrmætari
auðlind í heiminum en vatn og auð-
lindin er undirstaðan í hringrásinni.
Ég vinn líka mikið með ljósið í hring-
rásinni, þar með tilvísun í óend-
arleikann. Á sama tíma hef ég líka
unnið með dropaformið. Dropinn
getur bæði verið uppspretta lífs-
vatnsins, eins og lífsljósið, en getur
líka verið tákn uppsprettu tilfinn-
inga, samanber tár. Þá erum við
komin í innri kosmós, hitt er ytri
kosmósinn,“ segir hún.
Sýningin gott tækifæri
„Þetta er einkasýning í báðum efri
sölum Gerðarsafns í Kópavogi. Fyrir
utan safnsýningu sem er í kjall-
aranum er ég því ein í safninu. Flæði
samanstendur af tveimur stórum
innsetningum og tvívíðum verkum,
veggmyndum og skúlptúr,“ segir
hún. Mireya segir jafnframt sýn-
inguna vera miklu stærri en flestar
þeirra sýninga sem hún hefur haldið
áður. Hún hélt þó stóra sýningu í
Litháen fyrir skemmstu en Flæði er
í raun framhald af þeirri sýningu.
„Hugmyndafræðilega taka verkin
á umhverfispælingum, bæði hvað
varðar umhverfisvernd sem og kraft
náttúrunnar í heild. Ég vinn kannski
ekki með hefðbundin tákn en ég bý
til mína eigin útfærslu af þeim sem
henta minni túlkun, hvort sem það
er túlkun á tilfinningum eða hug-
myndum,“ segir Mireya. Spurð að
því kveðst hún hafa vaxið sem lista-
kona síðasta áratuginn þrátt fyrir að
rauður þráður sé í gegnum öll þau
verk sem hún hefur unnið að frá
upphafi.
„Ég er að fá tækifæri til þess að
halda stærri sýningar en það gefur
mér kost á að gera verk sem hefðu
aldrei annars litið dagsins ljós. Mað-
ur leggst ekki í risastórar innsetn-
ingar á vinnustofunni án þess að
geta komið þeim einhvers staðar
fyrir. Það er því gífurlegt tækifæri
fyrir listamann að fá að halda svona
stóra sýningu þar sem tækifæri
gefst til að stökkva áfram í sinni eig-
in þróun, taka stærri skref heldur en
hefðu ella verið tekin. Sýningin í
Litháen var rosalega stór og hún gaf
mér tækifæri á því að taka stóra
framsveiflu,“ segir Mireya.
Öðruvísi að sýna hér heima
„Sýningarstjórnun, það sem ég
hef verið að fást við í Ferskum vind-
um, er allt öðruvísi en að sýna sín
eigin verk,“ segir Mireya en hún
stofnaði listahátíðina Ferskir Vindar
í Garði suður með sjó árið 2010 og
hefur stjórnað henni síðan.
„Það er vissulega pressa í slíkri
vinnu þar sem þú ert að fara með
verk og hugverk annarra, það er
mjög vandmeðfarið. Það er því öðru-
vísi vinnuferli. Núna, þegar ég held
mína einkasýningu, þá er ég nátt-
úrlega bara að strípa mig. Þetta er
spurning um að standa og falla með
sýningarstjórnuninni eða standa og
falla með sínum eigin listaverkum.
Það er persónulegra og tilfinn-
ingalegra að standa og falla með sín-
um eigin verkum,“ segir hún ákveð-
in. Mireya hefur haldið sýningar um
allan heim, þar á meðal Indlandi,
Síle og Japan en hún segir sérstaka
tilfinningu að setja upp sýningar hér
á Íslandi.
„Ég er að fara til Japans bráðum
að halda nokkrar sýningar. Ég er
auk þess að senda sýningu til Ind-
lands, það er því allt á fullu. Það er
ekki eins að halda sýningu hér
heima og út í heimi. Þetta er alltaf
sama áskorunin en það fylgir því
önnur tilfinningahrúga ef svo mætti
að orði komast. Það er allt jafn per-
sónulegt sem maður gerir en það
verður persónulegra út á við þegar
maður sýnir verk sín hérna heima.
Maður horfist meira í augu við
áhorfandann og mætir honum meira
þar sem þeir eru miklu nær manni,“
segir hún. Hún bætir því við, kímin,
að þrátt fyrir að sýning hennar í
Gerðarsafni taki á óendanleikanum
þá muni sýningin ekki standa að ei-
lífu. Flæði mun verða til sýnis í safn-
inu til 5. október.
Stendur og fellur með verkunum
Mireya Samper opnar sýninguna Flæði í efri sölum Gerðarsafns í Kópavogi Stærsta einkasýn-
ing sem hún hefur haldið hingað til Tekur á óendanleikanum, hringrásinni og uppsprettunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sýning Mireya opnar sýningu í Gerðarsafni klukkan 15 á morgun. Listakonan er margreynd en hún hefur meðal annars sýnt í Japan, Síle og Indlandi.
Benni Hemm Hemm heldur sóló-
tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 í
kvöld kl. 21.
„Á tónleikunum verða meðal
annars leikin lög af plötunni Elim-
inate Evil, Revive Good Times auk
laga af Makkvírakk, lagasafni sem
gefið var út á nótnaformi. Benni
kemur fram einn og óstuddur og
verða tónleikarnir algjörlega óupp-
magnaðir,“ segir m.a. í tilkynningu.
Þar kemur fram að um sé að ræða
síðustu tónleika Benna í þónokkurn
tíma.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Tónleikar Benni Hemm Hemm leik-
ur óuppmagnaða tónlist í kvöld.
Benni Hemm
Hemm í Mengi
Fjórir íslenskir grínistar munu sjá um að hita upp fyrir
erlenda gesti á uppistandshátíðinni Reykjavík Comedy
Festival sem Sena stendur fyrir í Hörpu dagana 23.–26.
október.
Ari Eldjárn, Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Þor-
steinn Guðmundsson hafa verið valin til að hita upp fyrir
erlendar stjörnurnar á hátíðinni. Meðal gesta sem stað-
fest hafa komu sína á hátíðina eru Jim Breuer, Whitney
Cummings og Stephen Merchant, en hann skrifaði og
leikstýrði þáttunum The Office ásamt Ricky Gervais og
verður uppistand hans lokaatriði hátíðarinnar.
Reykjavik Comedy Festival (RCF) er hluti af Europe
Comedy Fest, sem haldin verður í Svíþjóð, Noregi, Belg-
íu og fleiri löndum.
Fjórir sjá um upphitun
Saga Garðarsdóttir
Fæst í helstu apótekum
brokkoli.is
15. stk. freyðitöflur í stauk – skellt út í vatn þegar þér hentar!
Heilsusamlegur
sumardrykkur
– alla daga!
Jarðaberjabragð Grape og sítrónubragð
Á góðu verði á næsta sölustað:
Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land alltbrokkoli.is
C VÍTAMÍN/1000 mg
+ BROKKOLÍ
+ GRÆNT TE
+ BIOFLAVONOIDS
+ ZINK
C-VITA +
BRAGÐGÓÐUR
OG FRÍSKANDI
Öflug samsetning
viðurkenndra innihaldsefna
fyrir heilsubætandi áhrif