Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
!
!
"!
#$#
"%#
%$
"
$#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
$
!%%
"!$
#%#
"#
"$#
%
$
$#
!$
"!!
#$%"
#
"!%
"#
"
$%#
"!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður Landsnets dróst saman á
fyrstu sex mánuðum ársins og nam
1.231 milljón króna. Til samanburðar
var hagnaðurinn 1.488 milljónir króna á
sama tímabili í fyrra.
Rekstrarhagnaður félagsins fyrir fjár-
magnsliði og afskriftir (EBITDA) nam
4.446 milljónum króna samanborið við
4.850 milljónir króna og lækkaði um
rúmar 400 milljónir króna á milli ára.
Þá var eiginfjárhlutfall félagsins í lok
júnímánaðar 21,4% samanborið við
19,9% í lok ársins 2013.
Í tilkynningu frá félaginu segir jafn-
framt að eigið fé þess í lok tímabilsins
hafi numið 16.678 milljónum króna.
Hagnaður Landsnets
dróst saman milli ára
● Gistinætur á hótelum í júnímánuði
voru 239.700 talsins, sem er þriggja
prósenta aukning frá því í júnímánuði í
fyrra.
Fram kemur í frétt á vef Hagstofu Ís-
lands að gistinætur erlendra gesta hafi
verið níutíu prósent af heildarfjölda
gistinátta í mánuðinum.
Þá hafi gistinóttum erlendra gesta
jafnframt fjölgað um sex prósent frá
sama tíma í fyrra en gistinóttum Ís-
lendinga hafi fækkað um fimmtán pró-
sent.
Gistinóttum á hótelum
fjölgaði um 3% í júní
STUTTAR FRÉTTIR ...
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutabréfaverð alþjóðlegra álfyrir-
tækja með starfsemi á Íslandi hefur
hækkað mikið á síðastliðnum tólf
mánuðum. Gengi Century Alumin-
um, sem m.a. á Norðurál, hefur
hækkað um 149% og gengi Alcoa,
sem m.a. á álver á Reyðarfirði, hefur
hækkað um 106%. Á sama tíma hef-
ur verð á áli, sem er annar mest not-
aði málmur í heimi, hækkað um 10%.
Lengi vel frá fjármálahruni 2008
hefur álverð verið á fallandi fæti
vegna mikilla umframbirgða og of-
framleiðslu en það hefur farið hækk-
andi á síðustu 17 mánuðum.
Hlutabréfaverð álfyrirtækjanna
er samt sem áður fjarri þeim hæðum
sem það náði fyrir fjármálahrunið. Á
síðustu tíu árum hafa bréf Century
Aluminum lækkað um 10% og Alcoa
um 45%.
Ragnar Guðmundsson, formaður
Samáls, samtaka álfyrirtækja, og
forstjóri Norðuráls, segir að almennt
fari horfur í áliðnaði batnandi. Ál-
verð hafi hækkað, birgðir séu að
minnka sem hlutfall af sölu og
eftirspurn fari vaxandi.
Bílaframleiðendur nýti til að
mynda ál og önnur léttari efni í vax-
andi mæli í stað stáls. Í nýja Ford
F-150, sem sé mest seldi bíll í Banda-
ríkjunum, séu notuð tæp 300 kíló af
áli að meðaltali. Miðað við söluna í
fyrra fari yfir 200 þúsund tonn í að
framleiða pallbíllinn. „Það er á við
ársframleiðslu góðs álvers,“ segir
hann. „Það munar miklu fyrir sölu á
áli þegar bílaframleiðendur nýta það
í mest seldu bílana sína. Ál er jafn-
framt mikið notað í rafmagnsbíla til
að hafa þá jafn létta og mögulegt er
og vega á móti þungum rafhlöðum.
Bílarnir frá Tesla eru nánast allir úr
áli.“
Eftirspurn vaxi um 6% á ári
Citi-bankinn telur að eftirspurn
eftir áli muni vaxa um 6% á ári þar til
áratugnum lýkur. Eftirspurnin verði
knúin áfram af því að bílaframleið-
endur noti ál í auknum mæli. Alcoa
telur að álmarkaðurinn muni vaxa
um 7% í ár, að því er fram kemur í
erlendum fjölmiðlum.
Century Aluminum hagnaðist um
20,3 milljónir dollara, jafnvirði 2,3
milljarða króna, á öðrum fjórðungi
samanborið við 29,4 milljóna dollara
tap á sama tíma fyrir ári. Í tilkynn-
ingu með uppgjörinu er sagt að
bættan rekstur megi rekja til hærra
álsverðs og lægra raforkuverðs í
Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á
öðrum fjórðungi hagnaðist Alcoa um
138 milljónir dollara samanborið við
119 milljóna dollara tap á sama tíma
fyrir ári.
Fram kom fyrir skömmu í Fin-
ancial Times að álverð hefði ekki
verið hærra í 17 mánuði á sama tíma
og birgðir færu minnkandi, álverum
hefði verið lokað og að horfur væru á
að eftirspurn verði mikil. Fyrirtæki
á borð við Alcoa, Rio Tinto og Rusal
hafi lokað álverum á síðustu tveimur
árum til að takast á við offramboð af
áli. Citi telur að ekki verði dregið úr
álframleiðslu það sem eftir lifir árs
heldur reiknar mun frekar með því
að framleiðslan verði aukin.
Century Aluminum hefur
hækkað um 149% á einu ári
Morgunblaðið/Þorvaldur Örn Kristmundsson
Álframleiðsla Bílaframleiðendur nýta ál og önnur léttari efni í vaxandi mæli í stað stáls.
Álverð hefur hækkað um
10% á tólf mánuðum
» Hlutabréf Century Alumin-
um og Alcoa hafa hækkað mik-
ið á síðastliðnum tólf mán-
uðum. Á sama tíma hefur
álverð hækkað um 10%.
» Lengi vel frá fjármálahruni
2008 hefur álverð verið á fall-
andi fæti vegna mikilla um-
frambirgða og offramleiðslu.
» Álverð fer hækkandi og hef-
ur ekki verið hærra í 17 mán-
uði.
Hlutabréfaverð álfyrirtækisins er þó fjarri því að ná sömu hæðum og fyrir hrun
Vöruskipti við útlönd hafa ekki skap-
að neitt nettóinnflæði gjaldeyris það
sem af er ári, ef marka má nýjar töl-
ur Hagstofu Íslands, og er það í
fyrsta sinn frá falli bankanna sem
slíkt gerist á fyrstu sjö mánuðum
ársins.
Greiningardeild Íslandsbanka
segir í umfjöllun sinni um málið að
viðsnúningurinn í vöruskiptunum
hafi verið talsvert brattari en hún
hafði búist við.
Á sama tímabili í fyrra hafi verið
ríflega þrjátíu milljarða króna af-
gangur af vöruskiptum við útlönd.
Ljóst sé að hraður vöxtur í ferða-
þjónustunni hafi komið krónunni til
bjargar „og ef hans nyti ekki við er
hætt við að til veikingar krónu hefði
komið undanfarið,“ segir í umfjöll-
uninni.
Samkvæmt bráðabirgatölum Hag-
stofunnar, sem birtar voru í gær, var
1,2 milljarða króna halli á vöruskipt-
um við útlönd í júlímánuði.
Greiningardeildin bendir á að á
fyrstu sjö mánuðum ársins hafi verið
3,6 milljarða króna halli á vöruskipt-
unum. Til samanburðar var, eins og
áður sagði, 30,5 milljarða króna af-
gangur á sama tíma í fyrra og 26,4
milljarða króna afgangur árið 2012.
Nokkrar ástæður eru fyrir versn-
andi vöruskiptajöfnuði, að sögn
greiningardeildarinnar. Má þar
nefna að útflutningur sjávarafurða
var nærri 10% minni í magni mælt á
fyrri helmingi ársins og þá hefur ál-
verð jafnframt haldist lágt. Töluverð
aukning hafi einnig verið á innflutn-
ingi frá sama tíma í fyrra, sér í lagi
hvað varðar innflutning á bifreiðum.
kij@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Vöruskipti 1,2 milljarða króna halli
var á vöruskiptum við útlönd í júlí.
Halli á vöruskipt-
um í júlímánuði
Ekkert gjald-
eyrisinnflæði
vegna vöruskipta