Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
Tími fyrir þig
Pössum upp á að hafa alltaf tíma til að púsla og spila, tíma
til að teikna myndir t.d. úr sumarfríinu og gefa hugmyndafluginu lausan
tauminn. Blýantar og litir bruna í strætó um herbergið þitt ásamt sólknúnum
pöddum og sirkusdýrum og mörgu fleiru á 300, 600 eða 900 kr.
Leiktu þér!
Fréttavefurinn EUobserverfjallaði í fyrradag um endan-
legar niðurstöður kosninganna til
Evrópuþingsins sem fram fóru í
lok maí. Þar segir að þingið hafi
„hljóðlega sett uppfærðar tölur
inn á vef Evrópuþingsins“ tveim-
ur mánuðum
eftir kosn-
ingar. Þess-
ar lokatölur
sýni að
kosn-
ingaþátt-
takan hafi haldið áfram að drag-
ast saman, ólíkt því sem fyrstu
tölur bentu til.
Kosningaþátttaka til Evrópu-þingsins hefur
undantekningalaust farið minnk-
andi á milli kosninga, frá því að
vera tæp 62% árið 1979 og niður
í 42,5% í nýafstöðnum kosn-
ingum. Fyrstu tölur bentu til að
lítilsháttar aukning hefði orðið
frá kosningunum 2009. Þá kusu
43% kosningabærra íbúa Evrópu-
sambandsins, en fyrstu tölur
bentu til að þátttakan hefði þok-
ast upp um 0,09%.
Af því tilefni sagði talsmaðurEvrópuþingsins, Jaume
Duch, að niðurstaðan væri „sögu-
leg“ fyrst tekist hefði að snúa
óheillaþróuninni við. Fleiri tóku í
sama streng, en nú ríkir meiri
þögn.
Í sjálfu sér skiptir litlu málihvort kosningaþátttakan er
42,5% eða 43,09%. Staðreyndin er
sú að lýðræðið er lítið og óskil-
virkt innan Evrópusambandsins
og þessar tölur eru aðeins ein
birtingarmynd þess.
Þrátt fyrir það liggur nú fyrirað hin sögulega framvinda
um minnkandi kosningaþátttöku
hafi haldið áfram í síðustu kosn-
ingum. Jafnvel hörðustu „við-
ræðusinnar“ hér á landi hljóta að
eiga erfitt með að fagna því.
Söguleg úrslit
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.8., kl. 18.00
Reykjavík 15 alskýjað
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 14 alskýjað
Nuuk 10 heiðskírt
Þórshöfn 14 skýjað
Ósló 22 heiðskírt
Kaupmannahöfn 22 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 21 heiðskírt
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 20 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 27 heiðskírt
París 22 alskýjað
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 20 léttskýjað
Berlín 23 skýjað
Vín 27 léttskýjað
Moskva 17 skýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 35 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 28 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 22 skýjað
Montreal 20 alskýjað
New York 26 heiðskírt
Chicago 25 skýjað
Orlando 32 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:58 22:10
ÍSAFJÖRÐUR 4:45 22:32
SIGLUFJÖRÐUR 4:28 22:16
DJÚPIVOGUR 4:23 21:44
Á þessu ári eru 400 ár liðin frá
fæðingu prestsins og sálmaskálds-
ins Hallgríms Péturssonar og af því
tilefni er boðið til hátíðar sunnu-
daginn 10. ágúst í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd.
Hátíðin hefst með messu kl.
13.30 í Hallgrímskirkju í Saurbæ
en þar mun sóknarpresturinn, sr.
Kristinn Jens Sigurþórsson, pré-
dika og þjóna fyrir altari ásamt
prófastinum, sr. Þorbirni Hlyni
Árnasyni.
Í messunni mun Kór Saurbæjar-
prestakalls syngja sálma eftir sr.
Hallgrím.
Að messu lokinni verður kirkju-
kaffi í boði sóknarnefndar á Hótel
Glym.
Um klukkustundarlöng hátíðar-
dagskrá hefst svo um kl. 16.15 í
kirkjunni. Þar mun dr. Einar
Sigurbjörnsson flytja erindi um sr.
Hallgrím í Saurbæ, Steindór
Andersen kvæðamaður fara með
kveðskap eftir Hallgrím og Kór
Saurbæjarprestakalls syngja.
Einnig munu óperusöngvararnir
Alexandra Chernyshova og Ásgeir
Páll Ágústsson flytja dúett og aríur
úr óperu Alexöndru „Skáldið og
biskupsdóttirin“ sem frumflutt var í
Saurbæ þann 11. apríl síðastliðinn.
Undirleikari er Zsuzsanna Budai.
Allir hjartanlega velkomnir, segir
í tilkynningu frá skipuleggjendum
hátíðarinnar.
Afmælishátíð sálmaskálds í Saurbæ
Þess verður minnst að 400 ár eru lið-
in frá fæðingu Hallgríms Péturssonar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hátíð Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Skráðum kynferðisbrotum á höfuð-
borgarsvæðinu hefur fækkað um
helming síðan í fyrra en það sem af
er ári hefur verið tilkynnt um 80
kynferðisbrot. Á sama tíma í fyrra
voru þau 161.
Í júlímánuði voru 122 fíkniefna-
brot á skrá lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu sem er 44% yfir
meðaltali sama tímabils síðastliðinna
þriggja ára.
Brotum vegna aksturs undir
áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði
um 57% miðað við sama tímabil síð-
ustu þrjú ár á sama tíma og brotum
vegna aksturs undir áhrifum áfengis
fjölgaði um 3%.
Kemur þetta fram í skýrslu Lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
en þar kemur einnig fram að hegn-
ingarlagabrotum hefur fækkað um
13% miðað við júlímánuði síðastlið-
inna þriggja ára en þau voru 593.
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Skýrsla lögreglunnar
sýnir tölur um öll skráð brot.
Færri kyn-
ferðisbrot
80 brot skráð í ár