Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Arnar Már Eyfells Davíðsson stundaði nám við FjölbrautaskólaSuðurnesja og starfar í dag sem sölu- og þjónustufulltrúi hjáNOVA. „Ég er tiltölulega nýbyrjaður að vinna hjá NOVA, byrjaði fyrir þremur mánuðum. Starfið er einstaklega skemmtilegt, en eins og segir í auglýsingunni er þetta stærsti skemmtistaður í heimi,“ segir Arnar í gamansömum tón. Arnar hefur mikinn áhuga á leiklist og dansi og tók þátt í upp- færslu nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á Dirty Dancing sem sýnd var í Andrews Theater í Reykjanesbæ fyrr á árinu. „Upp- færslan tókst einstaklega vel hjá okkur svo það mætti segja að ég sé kominn með æði fyrir söng og dansi í dag,“ segir Arnar. Hann mun taka sér smá frí frá vinnu í haust og ætlar að skella sér með kærustu sinni, Þóreyju Þórsdóttur, til New York. „Við ætlum að dvelja þar í eina viku. Ég er mjög spenntur að fara enda hef ég aðeins millilent í borginni en aldrei fengið að njóta þess að vera þar,“ segir Arnar. Afmælisdagurinn verður hefðbundinn vinnudagur hjá Arnari en hann ætlar að skella sér í sumarbústað um leið og honum lýkur. „Við kærastan ætlum að stinga af í bústað rétt hjá Blönduósi. Þar ætlum við að grilla og njóta þess að vera til,“ segir Arnar. pfe@mbl.is Arnar Már Eyfells Davíðsson er 21 árs í dag Ljósmynd/Arnar Már Eyfells Davíðsson Lífið Arnar hefur mikinn áhuga á leiklist og dansi. Hann ætlar að njóta lífsins í faðmi kærustunnar í sumarbústað fyrir norðan í dag. Stingur af í bústað eftir vinnu Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Árnað heilla 50 ára Brynja Pála Helgadóttir er 50 ára í dag, 8. ágúst. Brynja ólst upp í Árbæj- arhverfi í Rvk. Hún stundaði nám við Menntaskólann við Sund og HÍ, er menntuð ljósmóðir og starfar við Landspítalann. Jóna Rós og Sunna Kristín héldu tom- bólu fyrir utan Bónus á Egilsstöðum. Þær seldu leikföng sem þær eru hætt- ar að nota fyrir 3.700 kr. sem þær gáfu í hjálparstarf Rauða krossins. Hlutavelta Margrét St. Nielsen og Sveinn Sveinsson fagna gullbrúðkaupi sínu í dag, 8. ágúst. Þau munu fagna þessum merka viðburði í faðmi fjölskyldu og vina á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Þeir sem vilja koma og gleðjast með þeim eru hjartanlega velkomnir á Kaffi Norðurfjörð að kveldi. Gullbrúðkaup M ikael Torfason fædd- ist í Reykjavík 8. ágúst 1974 og ólst upp í Reykjavík. „Fyrst var ég á Laugaveginum, svo í Árbænum en pabbi er úr Árbænum og einn af stofnendum Fylkis og við erum því sturlaðir Fylkismenn. Svo bjó ég í Breiðholti og loks Vogahverfinu og því gekk ég í Vogaskóla. Ég eyddi líka miklum tíma á Barnaspítala Hringsins og var svokallað langveikt barn. Þá fór ég í Menntaskólann við Sund, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég hef setið á skólabekk í West Los Ang- eles College og HÍ.“ Starfsferill Mikael hefur starfað við blaða- mennsku síðan 1996. „Mitt fyrsta gigg var þegar ég var pistlahöfundur á Helgarpóstinum sáluga. Síðan þá hef ég verið blaðamaður á DV, rit- stjóri Fókuss, sem var fylgirit DV, og ritstjóri DV var ég um tíma auk þess sem ég hef starfað sem aðalritstjóri Birtíngs, ritstjórnarfulltrúi Frétta- Mikael Torfason, aðalritstjóri fréttamiðla 365 – 40 ára Fjölskyldan Brúðkaupsmynd í tilefni af giftingu Mikaels og Elmu Stefaníu, f.v.: Gabríel Darri Mikaelsson, Jóel Torfi Mikaelsson, Mikael Torfason, Ísold Barðadóttir, Kristín Una Mikaelsdóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir. Fjölmiðlamaður og skáld Í Washington Leikararnir í Harmsögu, Snorri Engilbertsson og Elma Stef- anía, leikstjórinn Una Þorleifsdóttir og höfundurinn Mikael Torfason. falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.