Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 27
blaðsins, ritstjóri Fréttablaðsins og í
dag er ég aðalritstjóri fréttamiðla
365. Ég hef einnig starfað við útvarp
og sjónvarp. Ég hef alltaf unnið fyrir
mér og fór í sveit í tíu sumur, vann í
Plastos með menntaskóla, flutti að
heiman átján ára og hef líka unnið í
Gutenberg og auðvitað kjúklinga-
sláturhúsi. Það var reynsla.“
Fimm skáldsögur eftir Mikael hafa
komið út á Íslandi og víðar um Evr-
ópu. Þær eru Falskur fugl, 1997,
Saga af stúlku, 1998, Heimsins
heimskasti pabbi, 2000, Samúel, 2002
og Vormenn Íslands, 2009. Hann hef-
ur þýtt bækur og leikrit og einnig
skrifað leikrit, síðast Harmsögu sem
var frumsýnt í október 2013 við frá-
bærar undirtektir og var tilnefnt til
Grímunnar. Leikritið var einnig sýnt
á leiklistarhátið í Washington. Árið
2002 leikstýrði hann bíómynd eftir
eigin handriti, Gemsar hét hún og var
tilnefnd til nokkurra verðlauna í út-
löndum. Bækur Mikaels hafa verið
tilnefndar til Bókmenntaverðlauna
Íslands, Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs og Menningarverðlauna
DV.
Áhugamál
„Áhugamál mín eru nátengd
menningu og listum. Ég les eins og
enginn sé morgundagurinn og hef
mikinn áhuga á heimildarmyndum og
tímaritinu The New Yorker auk þess
sem ég stunda líkamsrækt fimm sinn-
um í viku, hugleiði og sæki námskeið í
hugleiðslu og veiði villibráð með fé-
lögum mínum. Ég er reyndar ekki
gráðugur veiðimaður en á hreindýr
og gæs í frystinum. Þá hef ég starfað
þónokkuð fyrir SÁÁ og er mjög hrif-
inn af því mannræktarstarfi sem
rekið er þar.“
Fjölskylda
Eiginkona Mikaels er Elma Stef-
anía Ágústsdóttir, f. 12.7. 1986, leik-
kona. Foreldrar hennar eru Ágúst
Kristjánsson, f. 11.2. 1961, sölumaður
á Hvolsvelli, og Gunnhildur Edda
Kristjánsdóttir, f. 11.6. 1959, for-
stöðumaður á Hvolsvelli. Fyrri eig-
inkona Mikaels er María Una Óla-
dóttir, f. 23.2. 1972, kennari.
Börn Mikaels eru Gabríel Darri, f.
27.4. 1995, nemi í HR, Kristín Una, f.
2.4. 1997, nemi í Borgarholtsskóla, og
Jóel Torfi, f. 5.9. 2006. Stjúpdóttir
Mikaels er Ísold Barðadóttir, f. 26.2.
2009.
Systkini Mikaels eru Ingvi Reynir
Berndsen, f. 19.9. 1970, hugbún-
aðarsérfræðingur í Reykjavík; Knút-
ur Rafn Ármann, f. 14.9. 1970, bóndi í
Friðheimum í Biskupstungum; Lilja
Torfadóttir, f. 9.6. 1976, hársnyrtir í
Reykjavík; Vincent Crockford, f. 26.6.
1985, hermaður á Englandi; Ísak Vil-
hjálmsson, f. 29.7. 1988, kokkur í
Reykjavík; Tryggvi Geir Torfason, f.
6.5. 1993, nemi í Reykjavík.
Foreldrar Mikaels eru Torfi Geir-
mundsson, f. 19.12. 1950, rakari í
Reykjavík, og Hulda Fríða Berndsen,
f. 15.12. 1951, matráðskona í Reykja-
vík. Stjúpmóðir Mikaels er Dóróthea
Magnúsdóttir, f. 12.10. 1950, hár-
snyrtir í Reykjavík.
Úr frændgarði Mikaels Torfasonar
Mikael Torfason
Þórunn Friðriksdóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Ingvar Þórólfsson
húsasmiður í Vestmannaeyjum
Hulda Berndsen
verkakona í Reykjavík
Ingvi Reynir Berndsen
málari í Reykjavík
Hulda Fríða Berndsen
matráður í Reykjavík
Herborg Björnsdóttir
verkakona í Reykjavík
Fritz Berndsen
málari í Reykjavík
Hafsteinn Ingvarsson
tannlæknir í Reykjavík
Jón Óskar Hafsteinsson
myndlistarmaður
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
forsetafrú
Högna Sigurðardóttir
arkitekt í Reykjavík
Þorbergur Friðriksson
skipstjóri í Reykjavík
Móses Geirmundsson
yfirverkstjóri í Reykjavík
Lilja Mósesdóttir
hagfræðingur og
fyrrv. þingmaður
Ingibjörg Finnsdóttir
húsmóðir að Garðsenda
Torfi Hjaltalín Illugason
bóndi að Garðsenda
í Eyrarsveit
Lilja Torfadóttir
verkakona í Reykjavík
Geirmundur Guðmundsson
verkamaður í Reykjavík
Torfi Geirmundsson
rakari í Reykjavík
Sesselja Sigurrós Gísladóttir
húsmóðir í Grundarfirði
Guðmundur Magnússon
sjómaður í Grundarfirði
Sigurður Friðriksson
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
Hjónin Elma Stefanía og Mikael.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
Doktor
90 ára
Hildur Jónasdóttir
Soffía Ólafsdóttir
Valdís Daníelsdóttir
85 ára
Margrét R. Jóhannsdóttir
Vigfús B. Jónsson
80 ára
Símon Sigurmonsson
Stefán Pálsson
75 ára
Garðar Hallgrímsson
Jónína Jónasdóttir
Sigfríð Elín Sigfúsdóttir
Torfhildur Eyrún
Ragnarsdóttir
Þórður Þórarinsson
Þröstur Þorgrímsson
70 ára
Ágústa Ágústsdóttir
Halldór S. Kristjánsson
Jónína I. Melsted
Kristbjörn Albertsson
Valgerður Ásmundsdóttir
60 ára
Ágúst Sigurðsson
Árnþór Magnússon
Ásta Lárusdóttir
Baldvin Kristinsson
Erla Magnúsdóttir
Finnur Ingólfsson
Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Jón
Guðmundsson
Guðný Rannveig
Reynisdóttir
Hartmann Bragason
Katrín Stefánsdóttir
Sigurður Líndal
Arnfinnsson
Stefán Ingi Hermannsson
50 ára
Aðalheiður Bjarnadóttir
Brynja Pála Helgadóttir
Einar Ólafsson
Fanney Hreinsdóttir
Gunnar S. Gottskálksson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Irena Zvirblis
Jóhann Hólm Ríkarðsson
Kristrún E.
Arinbjarnardóttir
Orri Árnason
Ragnheiður G.
Ástvaldsdóttir
40 ára
Arnar Árnason
Einara Lilja Kristjánsdóttir
Ingólfur Jónsson
Ragnar Freyr Rúnarsson
Ragnheiður Helga
Jónsdóttir
Róbert Guðmundsson
Sigfús Pétursson
Þorbjörn Jóelsson
30 ára
Anna Wisniewska-Peta
Claes Michael Jeuthe
Daníel Kristjánsson
Drífa Mjöll Sigurbergsdóttir
Egill Þór Níelsson
Elínborg Björnsdóttir
Garðar Garðarsson
Halldóra Eydís Jónsdóttir
Halldóra Janet Ívarsd.
Webster
Hjördís Rós Egilsdóttir
Kristján B. Kristbjörnsson
Magdalena Ewa Midor
Margrét Ósk V. Proppé
Sebastian Cieszynski
Sólrún Bragadóttir
Stefán Björn Borgþórsson
Telma Huld Þrastardóttir
Yngvi Guðmundsson
Til hamingju með daginn
30 ára Ásta Björk er fædd
og uppalin í Garðinum en
býr í Njarðvík og er lög-
maður á Lögfræðistofu
Suðurnesja.
Maki: Oddur Jónasson, f.
1981, slökkviliðsmaður.
Börn: Tómas Ingi, f. 2006,
og Jökull Kári, f. 2010.
Foreldrar: Eiríkur Her-
mannsson, f. 1951, sögu-
nemi í HÍ og fv. fræðslu-
stjóri, og Oddný Harðar-
dóttir, f. 1957, þingmaður
og fv. ráðherra.
Ásta Björk
Eiríksdóttir
30 ára Sandra er Reyk-
víkingur og leikskólakenn-
ari á Seljaborg í Breið-
holti.
Maki: Andri Reyr Vign-
isson, f. 1982, múrari.
Börn: Alexander Ágúst, f.
2005, Oliver Aron, f.
2007, og Camilla Guðrún,
f. 2008.
Foreldrar: Magnús Eirík-
ur Jakobsson, f. 1954,
kjötvinnslumaður, og
Kristín Snorradóttir, f.
1963, húsmóðir.
Sandra
Waagfjörð
30 ára Jón Hilmar er
Súðvíkingur en býr á Ísa-
firði og vinnur við sorp-
hirðu.
Maki: Agnieszka Mal-
gorzata Tyka, f. 1982,
vinnur í grunnskólanum í
Bolungarvík.
Börn: Krystian Jónbjörn,
f. 2004, og Elísabet
Katrín, f. 2009.
Foreldrar: Jónbjörn
Björnsson, f. 1948, og
Ásthildur Jónasdóttir, f.
1950, bús. í Súðavík.
Jón Hilmar
Jónbjörnsson
Guðmundur Ævar Oddsson, lektor við
félags- og mannfræðideild Norður-
Michigan-háskóla, hefur útskrifast með
doktorspróf í félagsfræði frá Missouri--
háskóla. Ritgerðin „Classlessness as
Doxa: Late Modernity and Changing
Perceptions of Class Division in Ice-
land“ fjallar um breytingar á viðhorfum
Íslendinga til stéttaskiptingar samfara
örum þjóðfélagsbreytingum. Rann-
sóknarnámssjóður styrkti.
Útgangspunktur Guðmundar er að
skipulag velferðarkerfa skilyrði þjóð-
félagsbreytingar. Hann heldur því fram
að íbúar sósíal-demókratískra velferð-
arríkja (Norðurlandanna) upplifi sig síð-
ur í stéttskiptu þjóðfélagi en þeir sem
búa í annars konar velferðarríkjum.
Ástæðan er m.a. sú að sósíal-
demókratíska kerfið dregur meira úr
ójöfnuði. Þetta leiðir til meiri fé-
lagslegrar samheldni, sem í bland við
jöfnuð og einsleitni gefur þeirri hug-
mynd byr að allir þegnar, burtséð frá
stéttarstöðu, séu hluti af sama reynslu-
heimi.
Aðalsmerki síð-nútímans er nýfrjáls-
hyggjudrifin hnattvæðing, sem greiðir
götu „stéttar þverþjóðlegra kapítalista“
og eykur efnahags-
legan ójöfnuð og
innflutning lág-
launa-vinnuafls.
Sökum þessa held-
ur Guðmundur því
fram að téðar
breytingar hafi
frekar aukið þá
upplifun fólks í
sósíal-demókratískum velferðarríkjum
að það búi í stéttskiptu þjóðfélagi en í
annars konar velferðarríkjum. Umrædd
þróun hafi ekki haft jafn afdrifarík áhrif
í margleitum ójafnaðarþjóðfélögum.
Nýfrjálshyggjudrifin hnattvæðing leiddi
til „velmegunarkrísu“ hérlendis fyrir
efnahagshrun. Krísan kom til vegna
þess að þjóðfélagsbreytingar voru örari
en svo að hinn íslenski veruháttur,
sprottinn úr jarðvegi jafnaðar og eins-
leitni, gæti lagað sig að breyttum að-
stæðum. Þetta leiddi til rofs og krísu
sem gróf undan þeim „sjálfsögðu sann-
indum“ að Ísland sé tiltölulega stétt-
laust, sem jók á þá tilfinningu fólks að
Ísland væri stéttskipt þjóðfélag. Efna-
hagshrunið leiddi svo til enn gagnrýnni
endurskoðunar.
Guðmundur Oddsson
Guðmundur fæddist á Akureyri 1. október 1978, sonur Ásdíar Bjarkar Ásmunds-
dóttur framkvæmdastjóra og Odds Ævars Guðmundssonar grunnskólakennara.
Hann lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1998, B.Sc. prófi í
viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri 2002, kennsluréttindum 2005, B.A. í
samfélags- og hagþróunarfræði 2006 og M.A. í félagsfræði frá Missouri-háskóla
2009. Eiginkona Guðmundar er Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, heilsu- og
markþjálfi. Saman eiga þau Odd Atla og Árna Hrafn. Stjúpsonur Guðmundar er
Jakob Máni Jóhannsson.
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sýnum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn