Morgunblaðið - 16.08.2014, Side 1

Morgunblaðið - 16.08.2014, Side 1
                                    !  "       $                                             %  !                & & L A U G A R D A G U R 1 6. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  190. tölublað  102. árgangur  TÓMAS MEÐ ÚT- GÁFUTÓNLEIKA Á JAZZHÁTÍÐ ÁRLEGUR ÚTIMARKAÐUR SNARFARAHÖFN 10MANNABÖRN 38 Morgunblaðið/Kristinn Aukin landvinnsla Skipakaupin endur- spegla m.a. breyttar áherslur við veiðar.  Samanlagt nemur fjárfesting ís- lenskra fyrirtækja í nýsmíðuðum fiski-, flutninga- og þjónustuskipum rúmum 50 milljörðum króna á síð- ustu tveimur árum. Þetta kemur fram í greiningu Íslenska sjávar- klasans. Við bankahrunið 2008 var fjár- festingarþörf útgerða í nýjum skip- um orðin töluverð. Í kjölfar banka- hrunsins var eiginfjárstaða banka neikvæð um 80 milljarða króna í árslok 2008. Hún hefur batnað verulega og nam 107 milljörðum við árslok 2012. Fjárfestingarnar endurspegla ekki aðeins aukna fjárfestingar- getu heldur einnig breyttar áherslur fyrirtækjanna, sem nú draga úr vægi sjófrystingar en efla í staðinn landvinnslu sína. »18 Fjárfest fyrir 50 milljarða í skipum Erfið ár fyrir ríkissjóð » Stærstur hluti tímabilsins sem samantektin nær til var afar erfiður í rekstri ríkissjóðs. » Skv. ríkisreikningi 2012 var uppsafnaður halli ríkissjóðs 2008–12 alls 604 milljarðar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárheimildir til fjölda ríkisstofnana hækkuðu í mörgun tilfellum um meira en 50% á árunum 2007 til 2012. Tímabilið spannar 72 mánuði og heyrir þar af 51 mánuður undir sam- dráttarskeiðið mikla frá því að efna- hagshrunið varð haustið 2008. Þetta má lesa út úr samantekt Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins og eins fjögurra fulltrúa í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Hann segir þetta sýna að ekki hafi verið eingöngu for- gangsraðað í þágu grunnþjónustu eins og haldið hafi verið fram. „Það kom manni á óvart þegar maður fór yfir þessar tölur að sjá sérstaka áherslu á utanríkisþjón- ustuna og vissar undirstofnanir umhverfisráðuneytisins og eftirlits- stofnanirnar. Þær koma oft mun betur út úr þessu heldur en heil- brigðisþjónustan,“ segir Guðlaugur Þór. Má í því efni nefna að hækkun fjárheimilda vegna ýmissa verkefna utanríkisráðuneytisins nam 287% á tímabilinu frá 2007 til 2012. Þá nam hækkunin hjá Jafnréttisstofu 94%. MJuku umsvifin »14 Ríkisstofnanir þöndust út  Fjárheimildir til fjölmargra ríkisstofnana jukust um yfir 50% árin 2007–2012  Þingmaður segir tölurnar sýna að heilbrigðismálin hafi ekki verið í forgangi Morgunblaðið/Ómar Salat Hafberg Þórisson í Lamb- haga er með mörg járn í eldinum. Hafberg Þórisson er að tvöfalda gróðrarstöðina Lambhaga í Reykja- vík. Það gerir hann með því að byggja nýtt 7.000 fermetra gróður- hús. Á síðasta ári stækkaði hann stöðina um 3.000 fermetra, þannig að flatarmál undir gleri hefur marg- faldast á stuttum tíma. Nýju gróðurhúsin verða tekin í notkun í október. Þá hyggst Haf- berg hefja ræktun á nýjum teg- undum blaðsalats, en auk hins hefð- bundna Lambhagasalats eru ýmsar tegundir matjurta ræktaðar í stöð- inni. Hann telur að markaður sé fyrir aðrar tegundir, meðal annars af öðrum litum en þeim græna. Einnig skapist betri aðstaða fyrir starfsfólk að skipuleggja ræktunina. Hafberg er með fleira á prjón- unum. Hann er í samstarfi við hol- lenskt fyrirtæki að þróa nýja aðferð til að rækta grænmeti utanhúss. Er hann þegar byrjaður að undirbúa uppbyggingu aðstöðu fyrir ræktun- ina í gróðrarstöðinni Lundi í Mos- fellsdal. Hann segist myndu vera lengra kominn með þetta verkefni ef hann hefði haft auka orku og fleiri klukkustundir í sólarhringnum. »12 Tvöfaldar matjurtahúsin  Stórhuga uppbygging í Lambhaga  Ný ræktunaraðferð Eftir höfðinu dönsuðu limirnir á kaffihúsinu Kaffitári í Bankastrætinu og var ekki annað að sjá en að gestirnir lifðu sig inn í dansinn þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Fullt tilefni er til að stíga dansinn þessa dagana í borginni því Jazzhátíð Reykjavíkur hófst síðast- liðinn fimmtudag og danshátíðin Reykjavik Dance Festival er á næstu grösum. Aðrir kaffi- húsagestir voru uppteknir í tækniheimum. Dansinn stiginn í kringum tölvurnar á Kaffitári Morgunblaðið/Eggert Lifandi mannlíf í miðborg Reykjavíkur  Nú sinna 112 manns samfélags- þjónustu í stað afplánunar í fang- elsi. Til samanburðar eru 146 manns í fangelsum ríkisins. „Kosturinn við samfélagsþjón- ustu er að dómþolinn fær að vera með fjölskyldu og vinum, auk þess að geta stundað vinnu eða nám,“ segir Brynja Rós Bjarna- dóttir, umsjónarmaður samfélags- þjónustu hjá Fangelsismála- stofnun. „Við erum tveir starfsmenn sem vinnum við að útvega dóm- þolum vinnu í þágu samfélagsins. Á meðan er heilt fangelsiskerfi utan um hina sem ekki geta fengið þennan kost.“ »6 Samfélagsþjónusta þykir góður kostur Rækjuskipið Sigurborg SH frá Grundarfirði er nú við rannsóknir á úthafsrækju fyrir Norðurlandi. Út- gerðarfyrirtækið Soffanías Cecils- son leggur til skipið til þessa verk- efnis í samráði við aðrar rækju- útgerðir. Fram hafði komið að Hafrannsóknastofnun myndi ekki geta sinnt því í ár vegna fjárskorts. Stofnunin auglýsti fyrr í sumar eftir skipum í árlegt haustrall. Þessa dagana er verið að ganga frá samn- ingum um leigu á tveimur skipum og koma aflaheimildir sem greiðsla fyrir leiguna. Úthaldsdögum rannsóknaskip- anna fækkar úr rúmlega 320 dögum í fyrra í innan við 200 daga á þessu ári og verkefni hafa verið felld niður. „Allt sem við fellum niður getur haft fjárhagsleg áhrif á útveginn með lægra aflamarki eða meiri áhættu,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann segir stöðuna þrönga og afleitt að þurfa að fella niður loðnuleiðangur í haust. Útlit er fyrir að Árni Friðriksson verði bundinn við bryggju það sem eftir er af þessu ári og öðru skipanna verði lagt allt næsta ár. »16 Lögðu til skip í rann- sóknir á úthafsrækju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.