Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Mánudaginn 16. júní átti ég bókað far með Icelandair frá Boston til Íslands fyrir mig og ein- hverfan son minn. Ég hafði ferðast til Detroit til að sækja drenginn minn sem ég hafði ekki séð í 18 mánuði vegna óbil- girni föður hans. Á leiðinni til flugvallarins bárust mér þau skilaboð símleiðis frá Icelandair að ég kæmist ekki til Íslands um kvöldið vegna verk- falls flugvirkja. Var mér boðið að fljúga heim 18. júní. Mér brá við tíðindin og tók þá skyndi- ákvörðun að bíða í Detroit í stað þess að fljúga til Boston. Taldi ég að auðveldara yrði fyrir son minn að dvelja á heimaslóðum. Fulltrúi Icelandair tjáði mér að félagið myndi endurgreiða nýja miða til Boston. Næstu tvo tímana var ég í panik að útvega mér lán frá Ís- landi fyrir nýjum flugmiðum með Delta. Verst var þó að útskýra fyrir einhverfum syni mínum að við þyrftum að bíða í tvo daga til að komast til Íslands. Þeir sem þekkja til einhverfu vita að rask- anir á fyrirhuguðum áætlunum orsaka kvíða og þráhyggjuspurn- ingar. Að fimm vikum liðnum til- kynnti þjónustueftirlit Icelandair mér að félagið hygðist greiða kostnað af töfinni í Detroit, sam- tals 66 þúsund, en ekki farmiða fyrir mig og son minn með Delta að fjárhæð 77 þúsund. Í sárabæt- ur fyrir óþægindin bauð þjón- ustueftirlitið upp á 20 þúsund króna gjafabréf. Er ég leitaði svara var mér tilkynnt að flug- miðarnir frá Detroit til Boston væru „óskyld vara“ þar sem ég ferðaðist á tveimur aðskildum farseðlum. Icelandair sinnir hins vegar ekki þeirri nútíma- kröfu að bjóða upp á netbókanir á vefsíðu sinni til Detroit. Ég óskaði eftir endur- skoðun á ákvörð- uninni, en Icelandair sat fast við sinn keip. Samanlagt fjárhags- legt tjón mitt vegna verkfallsins nam 143 þúsundum miðað við útreikninga Ice- landair og nýja flugmiða sem ég greiddi til Boston. Gisting á flug- vellinum í Boston í tvo daga kost- ar 92 þúsund sem er mun dýrari borg en Detroit. Kostnaður Ice- landair við það tjón sem verk- fallið olli mér var engu meiri við það að endurgreiða mér 77 þús- und fyrir nýja miða til Boston, en hefði ég eytt tveimur dögum þar. Hagnaður félagsins á síðasta ári var 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert launungarmál að stór- felldur hagnaður Icelandair var kveikjan að verkföllum flug- manna og flugvirkja sem olli ómældum skaða fyrir ferða- mannaiðnaðinn á Íslandi. Í ár eru horfur á að ferðamenn nái einni milljón. Icelandair er að stærst- um hluta í eigu banka og lífeyr- issjóða. Miðað við þá reynslu sem landsmenn hafa af stjórn þessara stofnana fyrir hrun er ekki laust við að óhug setji að manni þegar gróðavíma lætur á sér kræla. Í áratugi héldu Íslendingar félag- inu uppi með því að greiða hærra verð fyrir flugmiða en erlendir ferðamenn. Ég þori ekki að full- yrða hvort svo sé ennþá. Vegna EES-tilskipana má ekki mismuna erlendum ferðamönnum með gjaldtöku. Það virðist hins vegar í lagi að mismuna Íslendingum með einokun á Ameríkuflugi. Það er að sjálfsögðu í andstöðu við heilbrigða viðskiptahætti að leyfa einokun eins flugfélags á flugleið til annarrar heimsálfu. Skúli Mo- gensen, forstjóri WOW, stendur nú í málaferlum við Isavia og Icelandair. Vegna samræmdra evrópskra reglna sem lögfestar eru hér á landi er úthlutun af- greiðslutíma í Keflavík í höndum óháðs samræmingarstjóra. Ís- lendingar hafa sumsé ekkert um það að segja hvort annað flug- félag en Icelandair fær að fljúga til Bandaríkjanna, það er á valdi einhverrar stofnunar í Danmörku sem enginn Íslendingur veit haus né sporð á. Síðastliðin 22 ár hef ég átt víðtæk viðskipti við Ice- landair í Ameríkuflugi. Sam- kvæmt reikningum sendum á net- fang mitt hef ég greitt samtals 1.731.399 krónur til Icelandair síðustu tvö árin í farmiðakaup fyrir mig og börnin mín. Eina komma sjö milljónir á tveimur árum. Þessar tíðu ferðir eru til komnar vegna dómsúrskurða í Michigan um umgengnisrétt á Ís- landi og í Bandaríkjunum. Það gefur auga leið að ég hef skuld- sett sjálfa mig upp í rjáfur til að virða úrskurðina. Í eintómum barnaskap trúði ég því að ég hefði viðskiptavild hjá Icelandair. Ánægja viðskiptavina er í fyr- irrúmi hjá fyrirtækjum sem eiga í samkeppni. Einokunarfyr- irtækið Icelandair veit hins vegar að ég verð að fljúga með því áfram, hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég trúði því líka að Ice- landair hefði skilning á aðstæðum móður sem er strand í tvo daga með fatlaðan son sinn, ekki síst þar sem félagið styður langveik börn. Ég hef að mestu unnið lág- launastörf með einhverfum börn- um og unglingum frá því ég flutti til Íslands. Það tekur mig marga daga að vinna fyrir þeim 77 þús- undum sem ég skulda ættingjum fyrir nýja farmiða til Boston. Fyrirsvarsmönnum Icelandair væri hollt að hafa í huga að þeg- ar þeim er treyst fyrir einok- unaraðstöðu á stórum markaði ber þeim að beita valdi sínu af varúð og varast hroka. Ég ætla að bjóða stjórn Ice- landair Group í hádegisverð fyrir 20 þúsund króna gjafabréfið mitt. Gjafabréfið dugir hvort sem er engan veginn til að bæta mér og einhverfum syni mínum 48 klukkustunda erfiða bið og þann ómælda tíma og hugarangur sem farið hafa í samskipti mín við Icelandair síðustu vikurnar. Valdníðsla Icelandair í skjóli einokunar Eftir Margréti Jónsdóttur » Í sárabætur fyrir óþægindin bauð þjónustueftirlitið upp á 20 þúsund króna gjafa- bréf. Margrét Jónsdóttir Höfundur er lögfræðingur, M.Ed í sérkennslufræðum og atferlisfræð- ingur (BCBA). Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is GARÐATORGI 7 210 GARÐABÆ Sími 545 0800 Glæsilegt og mjög vandað einbýlishús (lögbýli) á 1,83 ha eignalóð í landi Torfastaða í Fljótshlíð, samtals 177,3 fm. Eignin skiptist í 119,0 fm íbúðarahús, 47,3 fm gestahús og 11 fm gufubað auk sólskála sem er ekki inní fermetratölu. Timburhús með steyptum sökklum. Sölumaður: Þóroddur s. 868 4508 TIL SÖLU - HLÍÐARBAKKI Í FLJÓTSHLÍÐ Opið hús sunnudaginn 17. ágúst kl. 14-15 OP IÐ HÚ S ÍSALIND – KÓPAVGUR Til sölu glæsilegt einbýlishús við Ísalind í Kópavogi. Húsið er timburhús, stærð 159,7 fm auk þess 41,9 fm bílskúrs. Vandaðar innréttingar, glæsilegur garður. Frábær staðsetning . Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, sjá einnig fasteignamidstodin.is HLÍÐARBAKKI – FLJÓTSHLÍÐ Til sölu Hlíðarbakki, lögbýli Fljótshlíð. Glæsilegur vandaður húsakostur sem gefur ýmsa möguleika. Óvenju fagurt umhverfi með glæsilegu útsýni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. HRAFNAGIL Fasteignamiðstöðinn er með til sölu lögbýlið Hrafnagil í Ölfusi staðsett rétt austan við Hveragerði. Góður húsakostur, hitaveita og þriggja fasa rafmagn. Landstærð tæpir fjórir hektarar af frjósömu landi. Landið að stórum hluta ræktuð tún. Allt landið rafgirt. Möguleiki á meira byggingarmagni á landinu ef það hentar. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. Sjá einnig fasteignamidstodin.is - með morgunkaffinu Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Skógarás 3, 204-6560, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Hrefna Sigurðar- dóttir og Hilmar Jón Kristinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjavíkurborg, Skógarás 3,húsfélag, ogTrilla ehf, miðvikudaginn 20. ágúst 2014 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 15. ágúst 2014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.