Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014 konan til að ljúka doktorsprófi. Kvennasögusafnið tendraðist upp við hugmynd Kaufman og ári síðar kom út lítill bæklingur um söguslóðir kvenna í Reykjavík. Var honum fylgt úr hlaði með göngu 19. júní það ár og hefur slík ganga verið farin reglulega síðan í sam- vinnu Kvennasögusafns og Kven- réttindafélagsins. Það var svo á síðasta ári að Mannréttindanefnd Reykjavíkur- borgar hafði samband við Auði og óskaði eftir samstarfi um veglegan bækling um efnið. Auður brást að vonum ljúflega við þeirri beiðni og lagði nýtt og uppfært handrit til grundvallar. Borgin útvegaði ljós- myndirnar í samstarfi við Ljós- myndasafn Reykjavíkur. Textinn í bæklingnum er bæði á íslensku og ensku. Auður segir framtakið skipta miklu máli enda finni hún fyrir vaxandi áhuga og skilningi á sögu kvenna, hjá ungum sem öldnum hér á landi. „Það er ekki síst yngra fólkið sem sýnir sögu kvenna áhuga enda fæðumst við ekki með þessa þekkingu. Fyrir vikið þarf að miðla henni og þetta er ein leiðin til þess,“ segir hún. Auður segir mikilvægt að merkja og jafnvel tileinka konum staði og nefnir Bríetarbrekku og Perlufestina í því sambandi. Þann- ig sé merkra kvenna minnst með afgerandi hætti. Berst þá talið aftur að stytt- unum. Spurð hvaða konur eigi skilið að fá af sér styttur í höfuð- borginni nefnir Auður strax þrjár: Téða Hallveigu Fróðadóttur land- námskonu, Ingibjörgu H. Bjarna- son, fyrstu þingkonuna, og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, baráttukonu fyrir réttindum kvenna. „Þetta eru augljósir kostir. Það sárvantar styttur af þessum konum. Og fleir- um,“ segir Auður og bætir við að gaman yrði að sjá styttu af Ingi- björgu afhjúpaða á næsta ári, þeg- ar eitt hundrað ár verða liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Svo er það auðvitað Hallveig. Hvers vegna fékk hún ekki styttu, bara Ingólfur? Margt bendir til þess að hún hafi verið betur inn- rætt en bóndi hennar. Hallveig var alltént ekki á flótta undan skuld- um og ódæðisverkum í Noregi ... ÚT ER KOMINN BÆKLINGUR UM SÖGUSLÓÐIR KVENNA Í KVOSINNI OG NÁGRENNI OG ER HANN UPPLÝSANDI UM ÞÁTT KVENNA Í MÓT- UN BORGARINNAR. Í BÆKL- INGUNUM ER KORT SEM ÆTLAÐ ER AÐ HVETJA FÓLK TIL AÐ RÖLTA UM ÞESSAR SLÓÐIR. GANGAN GETUR TEKIÐ HÁLFTÍMA EÐA ÞRJÁ KLUKKUTÍMA, ALLT EFTIR ÁHUGA GÖNGUMANNA. „Ó, ó, ó, stelpur," söng Guðrún Á. Símonar óperusöngkona á kvennafrídaginn 1975. Morgunblaðið/Ólafur K. MagnússonHvers vegna er Ingólfi Arn-arsyni reist stytta áArnarhóli en ekki Hall- veigu Fróðadóttur sem kom sam- tímis honum til landsins og byggði með honum bæ í Reykjavík?“ spyr Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, í inn- gangi að nýjum bæklingi, Kvenna- söguslóðir í Reykjavík, sem safnið hefur gefið út í samstarfi við Reykjavíkurborg. Bæklingnum er ætlað að hvetja Reykvíkinga og gesti þeirra til að ganga um þess- ar slóðir og anda að sér sögunni. „Þurfum við að ganga til að finna sögu kvenna? Getum við ekki fundið hana í bókum eða í sjónvarpinu eða á Netinu?“ spyr Auður líka. „Kannski. En senni- lega ekki. Það er með sögu kvenna eins og sögu karla, eða sögu heillar þjóðar, að hún verður aldrei sögð til fulls. Hún er í raun- inni ekki annað en þær heimildir sem hver kynslóð skilur eftir sig – að því gefnu að næsta kynslóð eyði þeim ekki, sem því miður gerist stundum, meðvitað eða ómeðvitað. Kynslóðirnar móta sög- una með þeim áherslum sem þær leggja á tiltekið fólk og tiltekna atburði. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt til þess að sjá að áherslan hefur nær öll verið á karlmenn.“ Ein stytta af konu Hugmyndin að bæklingnum er runnin undan rifjum bandarísks sagnfræðings, Polly Kaufman, sem heimsótti Kvennasögusafnið fyrir þrettán árum. Sjálf hafði hún, ásamt fleiri konum, gert slíkan bækling handa gestum Boston- borgar, þar sem áhersla var lögð á söguslóðir kvenna sem barist höfðu fyrir auknu kvenfrelsi og mannréttindum almennt. „Kauf- man hafði verið á ferð um Reykja- vík og gekk illa að átta sig á sögu- slóðum kvenna. Sá bara styttur af körlum,“ segir Auður. Skyldi eng- an undra. Eina styttan af nafn- greindri konu utandyra í Reykja- vík er af Björgu C. Þorláksson fyrir framan Odda, hús Háskóla Íslands. Björg var fyrsta íslenska Hvar er Hallveig? Minnismerki um Björgu C. Þorláksson við Odda. * Kvennasöguslóðir opna að einhverju leyti heim genginna kvennaaf öllum stigum þjóðlífsins. Reykjavík verður tæplega söm á eftir.Auður Styrkársdóttir.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Guðrún Björnsdóttir flutti til Reykjavíkur árið 1900 og hóf mjólkursölu af miklum dugnaði, en hún var þá orðin ekkja. Hún skrif- aði mikið í blöðin um mjólk- ursölumál og sýndi meðal annars fram á nauðsyn þess að koma á betra skipulagi til þess að tryggja hreinlæti og heilbrigði bæjarbúa. Hún var einn stofnenda Kvenrétt- indafélags Íslands 1907 og kjörin af kvennalista í bæjarstjórn Reykjavík- ur 1908 og sat þar til 1912 að hún flutti úr bænum. Þingholtsstræti 16 Morgunblaðið/Ómar Ríkisstjórnin fól Kvennasögusafni Íslands árið 2004 að gangast fyrir því að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og íslenskri kvennabaráttu yrði reistur minnisvarði. Í góðri samvinnu við borgarstjóra, garðyrkjustjóra og forstöðumann Listasafns Reykja- víkur var í Þingholtsstræti 9 útbú- inn minningarreitur um íslenska kvennabaráttu. Þann 7. nóvember 2007 var Bríetarbrekka eftir Ólöfu Nordal afhjúpuð. Bríetarbrekka Morgunblaðið/Ómar Styttuna, sem er við Lækjargötu, gerði listakonan Nína (Jónína Sæ- mundsdóttir) í París 1924 og hlaut hún heiðurssess á Haustsýningunni á Grand Palais það ár. Árið 1928 lét Listvinafélagið kaupa myndina og setja upp í almenningsgarði í Reykjavík, Mæðragarðinum. Var hún fyrsta myndin sem sett var upp utandyra í Reykjavík án þess að vera minnisvarði. Móðurást Morgunblaðið/Jim Smart Reykjavíkurborg heiðrar sex formæður íslenskrar högg- myndalistar með þessum garði. Hann var opnaður á kvenrétt- indadeginum 19. júní 2014. Perlufestin á að undirstrika stöðu listakvennanna sem for- mæður sameiginlegrar listhefðar allra landsmanna. Ferill þeirra og aðstæður voru ólíkar, en allar eiga það sameiginlegt að vera frumkvöðlar á mótunarskeiði myndlistar á Íslandi og að hafa haft þann styrk sem þarf til þess að stunda list sína við erfiðar að- stæður. Á myndinni er Ólöf Páls- dóttir við verk sitt Sonur. Perlufestin Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.