Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 10
* Við vorum ekki búin að búa tíu daga í þorpinuþegar kallinn var kominn með vinnu … ogeftir mánuð … fékk hann verkstjórastöðu. Linda Björg Arnheiðardóttir í Kvennablaðinu. Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is HEIMURINN síns, Bush, Bill Clinton Hvert einasta hús hér í bæn-um á sína sögu sem fólkiðhefur skapað,“ segir Brynjar Pálsson á Sauðárkróki. Hann er einn liðsmanna Rót- arýklúbbs Sauðárkróks sem nú gefur út Króksbók II. Þetta er lítið kver í vasabroti þar sem stiklað er á stóru um sögu Króksins, það er elsta hluta byggðarinnar en þétt- býli tók að myndast á Króknum undir lok 19. aldarinnar. Samfélagið er opið Það var árið 1993 sem rótarýmenn nyrðra gáfu út Króksbók hina fyrri sem fékk góðar viðtökur og seldist upp. Síðan þá hefur margt breyst og sjónarhornið á söguna er orðið annað. Það var af þeim sökum sem tímabært þótti að gefa Króksbók út að nýju, sem að verulegu leyti er byggð á hinni fyrri, en ritnefnd skipuðu Árni Ragnarsson arkitekt og Ágúst Guðmundsson auk Brynj- ars. Segir Brynjar hliðstæðulítið að rótarýklúbbur standi að útgáfu þessari líkri, sem sé þó ekki úr vegi enda kjarni rótarýstarfsins að leggja góðum og menningareflandi málum lið. Árni Ragnarsson er meginhöf- undur texta Króksbókar og segir í einum kaflanum að vöxtur bæj- arins hafi yfirleitt verið hraður. Af því leiði að samfélagið sé opið þeim sem flytja í bæinn. „Má til dæmis benda á að algengt er að fólk kom- ist hratt til áhrifa í félagsmálum, t.d. í bæjarstjórn. Bæjarbragurinn er léttur og fólkið opið fyrir nýj- ungum,“ segir í kafla sem ber yfir- skriftina Fólkið. Eldri frásagnir eru þessu samtóna. Þá er nefnt að konur hafi jafnan haft mikil áhrif í framfaramálum bæjarins, til dæmis á vettvangi sjúkrahúss og kirkju. Og talandi um trúarlífið og kirkjugarðinn. Brynjar Pálsson, sem fyrr er nefndur, var lengi for- maður sóknarnefndar á Króknum. Eftir honum er haft í kverinu að kirkjugarðurinn sé á svo ágætum stað að „…sumir bíði þess í röðum að flytja þangað,“ eins og komist sé að orði. Þá séu líka þess dæmi um að brottfluttir Skagfirðingar og Króksarar vilji láta grafa sig nyrðra og séu fluttir þangað um langan veg. Tíu daga gamall á Krókinn „Auðvitað er margt í Króksbók sem rímar vel við frásagnir frá fyrri tíð. Saga Sauðárkróks í þrem- ur bindum, sem Kristmundur Bjarnason skráði og kom út fyrir allmörgum árum, er góð heimild. Þá eru frásagnir Hannesar Péturs- sonar til dæmis í hans nýjustu bók, Jarðlag í tímanum, skemmtilegar og mikill fengur í þeim. Þá get ég einnig nefnt ágætar bækur Björns Jóhanns Björnssonar með gaman- sögum héðan úr Skagafirði,“ segir Brynjar sem er 78 ára að aldri. Hann kom 10 daga gamall á Krók- inn og ólst upp hjá móðurafa sín- um og -ömmu og hefur búið í bæn- um alla tíð. Var í tugi ára for- stöðumaður Bifreiða- og vélaverkstæðis KS en rak seinna bókabúð um langt árabil. Hann er því vel kunnugur bæjarlífinu og hefur þar lengi verið virkur þátt- takandi. Í Króksbók II segir að Árni Árnason klénsmiður sé í raun faðir Sauðárkróks. Hann hafi árið 1871 fengið leiguland hjá Einari hrepp- stjóra á Sauðá til þess að byggja sér þurrabúð og þá fór boltinn að rúlla. Snéri sér seinna að veitinga- og greiðasölu, það er eftir að bær- inn fór að stækka og fólkinu að fjölga. Og þar sem er fólk, þar ger- ist sagan, og það er einmitt kjarni Króksbókar sem fæst í ýmsum góðum bókabúðum, syðra sem nyrðra. SAUÐÁRKRÓKUR Krókur í vasabroti BÆJARINN ALLUR Í LÍTILLI BÓK. RÓTARÝMENN ÁN HLIÐSTÆÐNA EFLA MENNINGARLÍFIÐ. NÝTT SJÓNAR- HORN Á SÖGUNA. KIRKJUGARÐURINN ER VINSÆLL. „Auðvitað er margt í Króksbók sem rímar vel við frásagnir frá fyrri tíð,“ segir Brynjar Pálsson hér með bókina góðu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Saga byggðar á Sauðárkróki nær aftur til ársins 1871 þegar Árni klésmiður og síðar vert settist þar að. 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.