Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 16
S íðasta mánudag ágústmán- aðar hefst hin árlega Burn- ing Man-listahátíð í Nevada-eyðimörkinni í Bandaríkjunum og stendur yfir í viku. Hátíðarsvæðið er 14 ferkíló- metrar að stærð, hámarksfjöldi þátttakenda er 50.000 manns, og þar er hægt að njóta ótrúlegrar listar, fylgjast með skrautlegu fólki í búningum og mannlífi og bregða sér á margbreytileg námskeið. Listamenn verja mörgum mán- uðum í að búa til stórbrotna skúlp- túra sem settir eru upp í eyði- mörkinni, „listabílar“ sem líta út eins og hjónarúm eða ísbirnir eða hvaðeina á hjólum aka um og taka fólk upp í, danspartí standa yfir allan sólarhringinn og fólk bregður sér á námskeið til að læra að snúa Hula-hring eða búa til absint eða tala við ókunnuga eða kasta hníf- um svo fá dæmi séu tekin. Gjafa-hagkerfi í stað peninga Eyðimörkin þar sem hátíðin er haldin nefnist Black Rock og sam- félagið sem reist er í kringum há- tíðina kallast Black Rock City. 20 manns mættu á fyrstu hátíðina sem haldin var árið 1986 en í fyrra voru þátttakendur 68.000 talsins. Þá var ákveðið að tak- marka aðgang við 50.000 miða. Ólíkt hefðbundnum lista-/ tónlistarhátíðum eru engir opin- berir dagskrárliðir heldur er það þátttakenda að skapa hátíðina sjálfa með atriðum og uppá- komum. Þekktar hljómsveitir dúkka þó oft upp á ólíklegustu stöðum og halda tónleika. Þátttakendum ber að koma með allt sem þeir þurfa fyrir vikulanga dvöl í eyðimörkinni og óþarfi er að koma með peninga með sér. Bann er lagt við því að selja og auglýsa og sterk hefð er fyrir hvers kyns gjöfum og segja má að gjafa- hagkerfi sé við lýði. Þátttakendur eru hvattir til að gefa af sér og því tíðkast að fólk gefi hvert öðru mat og drykk, ljóð, vinnu, tíma eða hvaðeina. Allir hjálpast að. Hápunktur hátíðarinnar er svo á laugardeginum þegar risavaxinn 15 metra hár viðarskúlptúr af manni er brenndur. Skúlptúrinn breytist á hverju ári og í fyrra var hann geimvera sem stóð uppi á ógn- arstóru viðargeimskipi. Ljósmynd/Sue Holland SKÚLPTÚRAR, VIÐARGEIMSKIP OG DANSPARTÍ Logandi maður í eyðimörk BURNING MAN ER STÓR- MERKILEG OG ÖÐRUVÍSI LISTAHÁTÍÐ SEM ER HALDIN Í NEVADA-EYÐIMÖRKINNI Í LOK ÁGÚST Á HVERJU ÁRI ÞAR SEM STÓRBROTNIR SKÚLPTÚRAR, BÚNINGAR OG LISTASÝNINGAR ERU Á HVERJU STRÁI EN PEN- INGAR FYRIRFINNAST EKKI. Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Ferðalög og flakk Engin spor skilin eftir *Burning Man-hátíðin fer fram á svæði sem eróbyggt allan ársins hring. Eitt af ein-kennisorðum hátíðarinnar er að hátíðar-gestir skilji ekki eftir sig nein ummerki ásvæðinu þegar henni lýkur. Ætlunin er aðsjálfsögðu að vernda umhverfið og koma íveg fyrir mengun á svæðinu. Engu að síður hefur úrgangur á svæðinu aukist töluvert undanfarin ár enda gestirnir margir. Í agnarsmáum og óspennandi bæ í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna er áhugavert bókasafn. Safnið er stútfullt af bókum, ritgerðum og greinum um hinn löngu dauða Søren Kierkegaard frá Danmörku. Á hverju sumri sækja fræðimenn hvaðanæva að úr heiminum bókasafnið heim og dvelja þar allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Einhverjir sækja meira að segja vatnið yfir lækinn og koma alla leið frá Danmörku, eins fáránlega og það hljómar. Þeir fræðimenn sem hingað koma eiga það sameiginlegt að hafa lifibrauð sitt af því lesa og uppfræða aðra um skrif Kierkegaards, og deila því líklega einhverskonar ástríðu fyrir hugverkum hans. En það eru bæði kostir og ókostir sem fylgja því að „vinna“ með texta sem er svo ná- tengdur daglegum veruleika mannsins, og ástríðan getur dofnað ef ekki er gætt að sér. Hvernig á maður að skrifa fræðitexta um endurtekningu og endurminningu þegar maður örvæntir sjálfur yfir því að vera ekki sjálf? Því er það þakkarefni að hér myndast vinatengsl handan fræðanna. Á kvöldin opnast bjórar og þá er rætt um pólitík, byssueign og Íslend- ingasögurnar. Stundum spilum við fótbolta, nú eða höldum tónleika. Þá má Kierkegaard má bíða til morguns. Kær kveðja, Guðmundur Björn Stund milli stríða hjá Kierkegaard-nemum í Minnesota. Pása tekin frá Kierke gaard og efa- semdum um sjálfið. Kierkegaard í morgunsárið Fræðimenn streyma til Minnesota- safnsins hvaðanæva að. PÓSTKORT F RÁ MINNESO TA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.