Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Page 34
Á ttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Mér þykir alltaf gott að kaupa það sem gengur við fleira en eina flík sem ég á fyrir. Átt þú þér einhverja tískufyrirmynd? Nei, í rauninni á ég enga sérstaka fyrirmynd en mér finnst allir flottir sem eru með sinn eigin persónulega stíl. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Það mun vera skoskt ullarsjal sem ég keypti mér eitt sinn í London. Sjalið gengur við allt sem kemur fyrst upp í hugann. Svo er ýmislegt skart og tösk- ur sem eru í uppáhaldi og ég nota mikið. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ég hugsa að bestu kaupin séu án efa leðurbuxur mínar sem ég er búin að nota mjög mikið. Hverju er mest af í fataskápn- um? Gallabuxum og eiginlega öllu, hann er að springa! Hvert er þitt eftirlætistísku- tímabil og hvers vegna? Mér þykir 50s - 60s alltaf flott. Mad men er í miklu uppáhaldi; þar eru línurnar kvenlegar og elegant. Hver er uppáhaldsverslunin þín? Þær eru margar og ólíkar, ég leitast við að finna það sem mér þykir fallegt hverju sinni. Annars versla ég mest í út- löndum. Hvaðan sækir þú innblástur? Alls staðar, lífið er tíska! Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Ég átti Buffalo-skó, á sínum tíma virkaði það eins og góð hugmynd. Áttu þér einhvern uppá- haldsfatahönnuð? Það er mikið til af flottum hönnuðum og fremur erfitt að gera upp á milli þeirra. Elma segir fataskápinn við það að springa vegna offramboðs fatnaðar og þá sér- staklega gallabuxna. Elma Lísa Gunnars- dóttir leikkona er alltaf glæsileg til fara. Morgunblaðið/Árni Sæberg LEÐURBUXURNAR Í MIKLU UPPÁHALDI Lífið er tíska ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR LEIKKONA ER ALLTAF FLOTT TIL FARA. ELMA ER MEÐ FÁGAÐAN OG PERSÓNULEGAN FATASTÍL EN HÚN SÆKIR INNBLÁSTUR ALLS STAÐAR AÐ. ELMA SEGIST EIGA GRÍÐARLEGT MAGN AF FATNAÐI OG FATASKÁPURINN SÉ VIÐ ÞAÐ AÐ SPRINGA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Elma heldur upp á ára- tuginn 1950 og 1960 og þá sérstaklega stílinn í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Elma heldur upp á leðurbux- urnar sínar sem hún segir hafa verið mikið notaðar undanfarið. Elma segir skoskt ullarsjal sem hún keypti í London eina af sínum uppáhaldsflíkum. Tíska Nýr listrænn stjórnandi Hermès AFP *Franska tískuhúsið Hermès hefur ráðið nýjan listrænanstjórnanda yfir kvenfatalínu hússins. Nadège Vanhee-Cybulski, 36 ára, tekur við af Christophe Lemaire sem starf-að hafði sem listrænn stjórnandi kvenfatalínunnar frá árinu2010. Þrátt fyrir að Vanhee-Cybulski sé lítt þekkt innantískuheimsins hefur hún starfað fyrir tískuhús á borð viðThe Row, Céline og Maison Martin Margiela. Fyrsta lína Vanhee-Cybulski fyrir Hermès verður sýnd í mars og er það vetrarlínan 2015/2016.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.