Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Page 38
Fjármál heimilanna Lítill ójöfnuður á Íslandi *Borið saman við önnur Evrópulönd er tekju-jöfnuður mikill á Íslandi. Á vef Hagstofunnar máfinna samanburð á Gini-stuðli Evrópulanda fyr-ir árið 2012. Gini-stuðullinn mælir tekjudreif-ingu, þar sem gildið 0 jafngildir algjörum jöfnuðiog gildið 100 algjörum ójöfnuði. Ísland er meðstuðulinn 24 og aðeins Noregur og Slóvenía eru með meiri tekjujöfnuð. Mestur er ójöfn- uðurinn í Lettlandi, 35,7 stig og á Spáni 35 stig. Bjarni Thor Kristinsson mun verja seinni hluta sumarsins í Hörpu. Þar kynnir hann ferðamönnum íslenska tónlist með röð tónleika sem fengið hafa yfirskriftina Perlur íslenskra sönglaga. Er dagskráin að sjálf- sögðu opin fleirum en ferðamönnum og ekki úr vegi fyrir lesendur að líta inn ef þeir eiga erindi niður í bæ. Hvað eruð þið mörg í heimili? Það er nú svolítið breytilegt, allt frá mér einum upp í fimm og fer eftir því hvort kærastan er líka á landinu og börnin í heimsókn. Oftast eru það nú samt bara tveir. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Venjulegast er eitthvað af bjór í ísskápnum og þegar ég er á landinu þá bætast þessar hefðbundnu mjólkurvörur við. AB- léttmjólk er t.d. alveg ómissandi. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Það er ansi breytilegt og fer eftir því hve margir eru í mat og hvort ég er yfirhöfuð á landinu. Í vor var ég t.d. að syngja í Varsjá og eyddi töluvert minna í mat þar en ég hef gert hingað til. Hvar kaupirðu helst inn? Það er skemmtilegast að versla í matinn á Ítalíu, en þar er allt hráefni svo sjúklega gott. Hér á Íslandi fer ég sennilega oftast í Krónuna. Hvað freistar mest í matvörubúðinni? Ég er afskaplega veikur fyrir sætindum og reyni að sneiða hjá girnilegu súkkulaði og spennandi lakkrísmolum. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þessi þörf fyrir sætindi minni í útlöndum. Í Þýskalandi freista mín öll æðislegu kjötáleggin sem boðið er upp á. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Á ferðalögum erlendis er helsta sparnaðar- ráðið að borða þar sem maður býr. Það er oft ansi freistandi að borða úti eftir æfingar eða sýningar. Svo spara ég háar fúlgur í bensín þegar ég er ekki á landinu; það gefur augaleið. Hvað vantar helst á heimilið? Meiri tíma til að elda. Eyðir þú í sparnað? Ekki meðvitað. Skothelt sparnaðarráð? Besta sparnaðarráðið er að fylgjast með neyslunni hjá sér, skrá í hvað peningarnir fara og gera plön út frá því. Þegar maður hefur tölurnar fyrir framan sig hugsar mað- ur sig frekar um næst þegar freistingarnar láta á sér kræla. BJARNI THOR KRISTINSSON Skemmtilegast að kaupa inn á Ítalíu Bjarni segir sælgætishillurnar einhverra hluta vegna freista meira heima á Íslandi en í útlöndum. Aurapúkinn er mjög tortrygginn í garð punktasöfnunarkerfa. Hann hefur fyrir löngu reiknað það út að hver punktur er yfirleitt ekki mikils virði. Er ávinningurinn þá meiri af að versla annars staðar, punkta- laust, en að borga meira fyrir vör- una og raka saman verðlitlum punktunum með takmarkað nota- gildi. En ef punktar eru í boði er um að gera að þiggja þá. Sumir punktar virðast líka nánast koma af sjálfu sér, án þess að þurfi nokkuð að breyta neyslumynstrinu eða hafa á annan hátt fyrir punktasöfnuninni. Kom það púkanum t.d. skemmti- lega á óvart þegar hann sá á dög- unum að ágætis punktafjöldi hafði safnast upp í gegnum greiðslukort- ið hans. Punktarnir voru langt frá því að duga fyrir flugferð eða einhverju álíka skemmtilegu, en í gegnum vef- inn Points.com gat púkinn skipt punktunum fyrir inneign á Ama- zon.com og keypt sér þar smávegis glaðning. púkinn Aura- Sakar ekki að fá punkta Þ ví er ekki hægt að neita að það er gam- an að kaupa glænýja hluti, ónotaða og brakandi ferska, beint af búðargólfinu. Ilmurinn af nýjum bíl er einstakur og að taka umbúðirnar utan af nýju raftæki minnir næstum á jólin. En að kaupa nýtt er ekki alltaf nógu sniðugt fyrir budduna og hagsýnir neytendur taka ekki í mál að kaupa ákveðnar vörur öðruvísi en not- aðar. Milljóna afföll Fjármálaráðgjafar virðast t.d. almennt vera sammála um að notaðir bílar séu betri kostur en nýir bílar. Ef fólk er ekki þeim mun ríkara borgar sig yfirleitt að þræða bílasölurnar og finna hentugan notaðan bíl, hvorki of gamlan né of nýjan. Reikna má með að afföllin af verði nýrra bíla fyrsta árið séu um 20% og í kringum 15% næstu árin þar á eftir. Ef bíllinn kostar fimm milljónir nýr má því reikna með að spara allt að milljón ef keypt er ársgamalt módel í staðinn. Fjármálavefurinn Clark Howard minnir á að þegar keyptur er notaður bíll þarf að gera ít- arlegan verðsamanburð og athuga hvort bíllinn hefur tjónasögu. Best er ef bílnum fylgir enn verksmiðjuábyrgð og ekki vitlaust að láta skoða bílinn vel m.t.t. leyndra bilana og galla. Sófar og snjallsímar Einnig má spara heilmikið með því að velja not- uð húsgögn. Það getur kallað á töluverða leit að finna falleg notuð húsgögn til sölu, en með smá þolinmæði og nokkrum heimsóknum í Góða hirðinn og á uppboðsvefi ætti rétta mublan að koma í ljós. Sama gildir um raftæki. Tæknifíklar eru stöð- ugt að uppfæra hjá sér tækjasafnið og reyna að koma gömlu græjunum í verð. Ef tækin eru vel með farin og eins eða tveggja ára gömul ættu þau ekki að vera mikið síðri en nýjustu módelin en kosta mun minna. Ræktaðu síðan sambandið við fornbókasala og kíktu í Kolaportið endrum og sinnum ef þig langar að kaupa bækur, tölvuleiki eða kvik- myndir. Viðskiptavefur Time bendir á að náms- menn spari stórar fjárhæðir með því að kaupa notaðar kennslubækur, en sparnaðurinn sé ekki minni fyrir bókaorma og kvikmyndaunnendur sem vantar skemmtilegt og fræðandi efni fyrir bíó- og bókasafn heimilisins. Loks er rétt að muna að notuð föt eru oft til sölu á góðu verði. Vandinn er að oft getur verið snúið að finna falleg föt í réttri stærð og í góðu ástandi. Tímanum og erfiðinu er samt vel varið í leitina að réttu flíkinni, því eins og fjár- málavefur MSN bendir á getur sparnaðurinn numið allt að 90%. NÝTT ER EKKI ALLTAF BETRA Þegar borgar sig að kaupa notað HÚSGÖGN, BÍLAR OG BÆKUR MEÐAL ÞESS SEM GOTT ER AÐ REYNA AÐ KAUPA NOTAÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA NOTAÐAN, VEL MEÐ FARINN FATNAÐ MÁ SPARA STÓRAR FJÁRHÆÐIR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bækur eru gott dæmi um vöruflokk þar sem óhætt er að kaupa notað til að spara. Myndin er tekin í forn- bókabúð í miðborginni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.