Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Síða 41
„hlutlaus ríkisfjölmiðill“ í lýðræðisríki hafi beitt slíku bragði til að stuðla að því að ríkisstjórn, sem var stofnuninni hugleikin, næði fram einu af sínum mestu óhappaverkum. Fróðlegt er að bera eindreginn og óskoraðan stuðn- ing „RÚV“ við hina lánlausu ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms saman við sífelldan beinan og óbeinan áróður gegn núverandi ríkisstjórn. Allt er það með miklum ólíkindum. Viðeyjarstjórn Ríkisstjórnin sem sat hér á landi árin 1991-1995 fór mjög lágt í skoðanakönnunum á miðjum starfsferl- inum. Hún hélt þó velli í kosningunum á eftir. En þar sem annar stjórnmálaflokkurinn missti töluvert fylgi, m.a. vegna innbyrðis sundurlyndis og brotthlaups ráðherra, varð meirihlutinn tæpur og því lauk sam- starfinu. Hefðu menn misst móðinn við vondar kann- anir á miðju tímabili hefði stjórnin kolfallið í lok kjör- tímabilsins. Þá hefðu stjórnarflokkarnir sjálfir „sannað“ hina vondu kannanir. Það er sjaldnast hægt að ætlast til þess að fylgi við ríkisstjórn eða flokka í könnunum taki ekki dýfu ein- hvern tíma á fjórum árum. Það má beinlínis búast við slíku. Tilvera stjórnmálaflokka lýtur lögmálum. Menn sá, þeir hlúa að og þeir uppskera. Ef þeir gefast upp á sáningartímanum vegna mótvinds eiga þeir sér ekki viðreisnar von. Ef þeir slá af þegar nýgræðingur er veikastur mun ekki fara nægilega vel. En ef góð sannfæring tryggir úthald og þrótt á þessum tveimur skeiðum þá er von góðrar uppskerutíðar og sennilega fremur tveggja en einnar: Uppskeru þess sem vel var sáð og uppskeru á kosninganótt. Þjóðaratkvæði og skoðanakönnun Hinn kunni breski stjórnmálamaður, Kenneth Clarke, sem lengi hefur gegnt ráðherraembætti þar syðra, telur að þjóðaratkvæðagreiðslur hafi mörg einkenni skoðanakannana. „Að ætla sér að ákvarða þýðingarmiklar og flóknar spurningar með einni at- kvæðagreiðslu, á einum degi, er ekki eins góð (að- ferð) og samfella í vinnslu máls með umræðu og ákvörðunum þingsins,“ segir Clarke. Hann er þá að fjalla um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu Skota, um hvort slíta eigi ríkjasambandinu við aðra hluta Stóra-Bretlands. En ekki er ólíklegt að Clarke, sem hefur lengi verið ákafur Evrópusambandssinni, hafi hugsanlega atkvæðagreiðslu Breta um veru þar einn- ig í huga. Hann segir að með atkvæðagreiðslunni 18. september nk. „erum við í raun að setja allt undir (gamble) með skoðanakönnun, sem tekin er á einum degi, um framtíð Stóra-Bretlands“. Röksemdafærsla gamla ráðherrans er auðvitað ekki skotheld. At- kvæðagreiðslu sem hefur margra mánaða aðdrag- anda og þar sem stofnað hefur verið til víðtækrar um- ræðu með og á móti allan þann tíma verður vart líkt við skoðanakönnun sem tekin er á einum degi, jafnvel á sérvöldum degi, sem talinn er líklegur til að skila eftirsóknarverðri niðurstöðu, fyrir þann sem pantar könnunina. En viðhorfið til skoðanakannana sem skín í gegn í orðum hans er eftirtektarvert, þótt það hafi ekki ver- ið meining Kenneths Clarke. Skoðanakannanir eru hvorki vondar né góðar. Það er sjálfsagt að hafa auga á þeim á meðan þær eru ekki látnar trufla neitt. Menn ráða ekki við sig og gleðjast ef þær eru hagfelldar. Og það má gleðjast pínulítið ef um er að ræða könnun þegar mjög skammt er til kosninga. Könnun sem er óeðlilega já- kvæð þegar langt er í kosningar er ekki endilega sér- stakt gleðiefni. Hún gæti þýtt að menn hafi frestað „óvinsælum“ hlutum of lengi. Og hinar slæmu kann- anir á þeim tíma þurfa ekki að boða neitt illt, ef menn halda höfði. Haldi menn ekki höfði yfir könnunum á miðju kjör- tímabili eiga þeir ekki skilið að halda höfði á kosn- inganótt. Morgunblaðið/Kristinn 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.