Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Page 44
Þ
að er fimmtudagur og Annie Mist Þórisdóttir er kom-
in frá Los Angeles, þar sem hún varð í öðru sæti á
heimsmeistaramótinu í crossfit, til New York, þar
sem hún hefur verk að vinna. Hvert viðtalið hefur
rekið annað í vikunni, mest við miðla í Bandaríkj-
unum og Evrópu, þannig að það er eflaust notalegt að skipta um
gír og tala hið ástkæra ylhýra þegar Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins hringir. Annie þarf að hugsa sig aðeins um þegar ég
spyr hvort hún sé í einhverjum öðrum blaðaviðtölum á Íslandi
um helgina.
„Nei, það held ég ekki. Nei, nei, alveg örugglega ekki,“ segir
hún og hlær dillandi hlátri. Ekki í síðasta sinn í þessu viðtali.
Lífsgleðin geislar af þessari ungu afrekskonu.
Það fór ekki framhjá neinum að heimsmeistaramótið var til-
finningaleg þeysireið fyrir Annie. Því fylgdi mikil sæla að vera
aftur komin í fremstu röð eftir löng og ströng meiðsli í baki.
Hvernig ætli Annie líði, nokkrum dögum eftir mót?
„Mér líður bara mjög vel, þakka þér fyrir. Ég fann ekkert til
í bakinu á mótinu og var fljót að jafna mig. Það er líka stór sig-
ur. Ég er mjög ánægð með að hafa tekið þátt og náð öðru sæti.
Rétt á eftir fór ég samt að hugsa: Af hverju gat ég ekki staðið
mig örlítið betur og unnið,“ segir hún hlæjandi. Keppnisskapið
lætur greinilega ekki að sér hæða.
Kemur tvíefld til leiks að ári
En þegar samhengi hlutanna er skoðað kveðst Annie ekki geta
leyft sér að vera ósátt við þennan árangur. Venjulega stefnir
hún á sigur á mótum en að þessu sinni setti hún sér engin sér-
stök markmið, önnur en að gera sitt besta. „Sumt gekk upp,
annað hefði mátt fara betur. Það er bara gott enda vísbending
um að ég hafi svigrúm til að bæta mig og koma tvíefld til leiks
á næsta ári. Það er góð tilfinning.“
Hún segir líkamann 100% eftir meiðslin en æfingarnar fyrir
mótið hafi þó ekki verið alveg eins og að var stefnt. „Frá og
með janúar hef ég getað æft á fullu út af bakinu en síðan togn-
aði ég aðeins á hné sem þýddi að ég gat ekki beygt í töluverðan
tíma. Einn af mínum veikleikum er styrkurinn í fótunum og þar
get ég bætt mig mikið. Ég er betri í ýmsu en ég var 2012 og
með sama styrk en á móti kemur að helstu keppinautar mínir
hafa haft svigrúm til að bæta sig.“
Bakmeiðslin létu fyrst á sér kræla í nóvember 2012 en Annie
náði sér fljótlega á strik aftur. Það var svo í mars 2013 að hún
meiddist aftur. „Ég var að lyfta þegar annar fóturinn dofnaði
með þeim afleiðingum að ég fékk aftur í bakið. Þetta var seint
um kvöld og fáir í salnum í Crossfit Reykjavík. Mér tókst að
ganga inn á klósett en þar hneig ég niður og gat eiginlega ekki
hreyft mig fyrir sársauka, auk þess sem ég fann varla fyrir
vinstri fætinum. Ég fylltist skelfingu og fyrsta hugsunin var sú
að ég væri búin að eyðileggja mig. Ég hringdi strax í mömmu
og pabba sem hringdu á sjúkrabíl. Þegar hann kom fann ég að
ég gat aðeins hreyft mig og leið strax betur. Á þeim tíma kveið
ég því mest að geta ekki keppt og æft, jafnvel í langan tíma.“
Varð sjúklingur á einni nóttu
Fyrsta vikan var langerfiðust en þá fólust æfingar hennar í því
að fara í gönguferð í tíu mínútur – innandyra. Sumsé algjör kú-
vending. „Á einni nóttu var ég orðin sjúklingur.“
Taugaklemma í bakinu varð til þess að Annie var dofin í
vinstri fætinum í hálft ár. Hún fór ekki í aðgerð, hvíld og end-
urhæfing átti að skila henni fullum styrk á ný. Það gekk eftir en
tók mun lengri tíma en Annie óraði fyrir, átta mánuði. „Lækn-
arnir voru strax bjartsýnir á að ég myndi jafna mig að fullu en
sumir efuðust um að ég myndi ná fyrri styrk. Eins og mér líður
í dag er ég með alveg sama styrk og áður og get gert allar
sömu æfingarnar. Ég þarf hins vegar að passa vel upp á bakið á
mér en það hef ég þurft að gera síðan ég hætti í fimleikum fyr-
ir tíu árum. Læknum þykir líklegast að fimleikarnir hafi valdið
þeim skaða en það er þó ekki víst. Það er svo merkilegt að ég
fann mest til í bakinu fyrstu sex mánuðina eftir að ég hætti í
fimleikunum en þá æfði ég mjög lítið.“
Annie gat vitaskuld ekki beitt sér að fullu meðan hún var
meidd en þó gert ýmsar smærri æfingar til að viðhalda styrk.
„Þetta eru æfingar sem manni þykja alla jafna ekki skipta miklu
máli en gera það sannarlega,“ segir hún.
Annie tók sér alveg frí fyrsta daginn eftir mótið og slökkti
meira að segja á símanum. „Þess vegna var mjög erfitt að ná í
mig,“ segir hún hlæjandi en Mbl.is náði tali af henni gegnum
Með keppnina í blóðinu
ANNIE MIST ÞÓRISDÓTTIR ER KOMIN Á FULLA FERÐ EFTIR LANGVARANDI MEIÐSLI OG FÉKK SILFUR Á HEIMSMEISTARAMÓTINU Í CROSSFIT UM SÍÐUSTU
HELGI. AUÐVITAÐ LANGAÐI HANA AÐ VINNA EN KVEÐST EKKI GETA VERIÐ ÓSÁTT. STÓRI SIGURINN HAFI VERIÐ AÐ KOMAST HEIL GEGNUM MÓTIÐ.
VIÐ TAKA NÚ KREFJANDI VERKEFNI Í BANDARÍKJUNUM, BÆÐI Í KEPPNI OG UPPBYGGINGU NÝRRAR CROSSFIT-STÖÐVAR EN ÞÆR SPRETTA NÚ UPP EINS
OG GORKÚLUR. HUGURINN ER SAMT OG VERÐUR HEIMA Á ÍSLANDI ENDA LÍÐUR ANNIE HVERGI BETUR EN HÉR Í FÁSINNINU.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Annie Mist varð önnur
á heimsmeistara-
mótinu. Í fyrsta sæti
varð Camille Leblanc-
Bazinet frá Kanada og í
þriðja sæti varð Julie
Foucher frá Bandaríkj-
unum.
Ljósmynd/Reebok
Reebok notar Annie Mist
grimmt í auglýsingum sín-
um. Þessi mynd var tekin í
Kaliforníu á dögunum.
*Á einninóttu varég orðin sjúk-
lingur.“
Taugaklemma í
bakinu varð til
þess að Annie
var dofin í
vinstri fætinum
í hálft ár.
Viðtal
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.8. 2014