Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Qupperneq 49
il vinna liggur að baki útgáfu bókarinnar og uppsetningu heimasíðunnar en fjölskylda Gísla hefur séð um þá vinnu. Heimasíðan og bókin eru afmælisgjöf til Gísla frá börnum hans. „Ég veit minnst um þetta, ég er í list- inni,“ segir Gísli en hann hóf listamannsferil sinn af alvöru eftir að hann hætti dagvinnu sinni sem vélfræðingur. „Listin hafði hins vegar lengi blundað í mér, bæði málun og eins að sjóða saman listaverk úr járni og gleri,“ segir Gísli. „Ég hafði áhuga á þessu sem ungur maður og bjó til skúlptúra þegar ég var að læra. Járn og gler fannst mér mjög spennandi. Ég var auðvitað að vinna á þessum tíma og gat því ekki einbeitt mér að listinni, en löngunin til listarinnar greip mig og ég sinnti því kalli.“ Reynslan nýtist í listinni Í afmælishófi í Iðnó á laugardag verður heimasíðan kynnt gestum og útgáfa bók- arinnar sömuleiðis en einnig verða til sýnis, í u.þ.b. viku, álplötur sem á eru ljósmyndir af verkunum. „Plöturnar eru blásnar með gleri og lakkaðar, þannig að það kemur svo- lítill fiðringur í þær,“ segir Gísli kíminn. Sem fyrr sagði er Gísli menntaður vél- fræðingur og starfaði sem slíkur alla starfs- ævina. Hann segir þá reynslu nýtast í glímu sinni við þau efni sem hann hefur valið í skúlptúrana. Járnið er þar ávallt í forgrunni en hann notar önnur efni með járninu, t.d. gler og tré. „Kunnáttan nýtist. Maður verð- ur t.d. að vita hversu mikinn hita efnin þola, hvernig þau spila saman og hvernig nota má tæki til vinnslunnar. Þessi kunn- átta verður öll að vera til staðar í lista- manninum sjálfum. Annars segja sumir að það sé ekkert endilega betra að vera menntaður þegar maður skapar list. Það er nefnilega svo merkilegt að þeir sem eru ólærðir gera oft eitthvað sem enginn lærður listamaður myndi láta sér detta í hug að gera. Útkoman úr slíku verður oft mjög skemmtileg.“ Gísli vinnur enn að list sinni þrátt fyrir að standa brátt á níræðu. Vinna með járn er oft erfiðisvinna og blaðamanni er spurn hvort listsköpunin taki ekki á? „Jú, hún get- ur gert það. Sérstaklega er erfitt að setja járnið í gegnum gler. Oft má litlu muna að maður brjóti allt verkið við þær tilfær- ingar,“ segir Gísli en kveðst þó sem betur fer ekki hafa lent í því enn. „Maður myndi þá bara byrja upp á nýtt.“ Lætur listina ögra sér Listamaðurinn hefur gaman af vinnu sinni. „Þetta er ofsalega gaman. Að láta eitthvað ögra mér sem enginn hefur áður gert og leysa það síðan,“ segir Gísli og á þar við sérstakar aðferðir sem hann notar er hann vinnur saman járn og gler, sem eru ólík efni að eiginleikum og því ekki hlaupið að því að blanda þeim saman í skúlptúr. „Ég hef ekki haft hátt um aðferðirnar,“ segir Gísli og hlær en bætir því við að hann ætli ekki með þær í gröfina. Hann hefur síðustu ár kennt gamlar aðferðir við járnsuðu í Myndhöggvarafélaginu. Spurður að því hvernig hann hafi upp- haflega fengið þá hugmynd að blanda sam- an járni og gleri, svarar Gísli einfaldlega: „Það kitlaði mig.“ Hugmyndir að verkum sínum segist Gísli einkum fá úr umhverfinu. „Gott dæmi um þetta er Ráðhúsið sem ég gerði skúlptúr um. Maður sér oft eitthvað sem verður manni innblástur. Ég gerði til dæmis skúlptúr af Ingólfi Arnarsyni. Það getur verið að enginn sjái að fyrirmyndin sé Ingólfur en fyrir mér er það ekki aðalatriði. Skúlptúrinn stendur sjálfur og þarf ekki að æpa af hverju hann er. Þegar ég skapa er mér fyrst og fremst í mun að skúlptúrinn sé fallegur og að fólk hafi ánægju af að horfa á hann,“ segir Gísli að lokum. Skannið QR-kóðana að neðan með snjallsíma til að skoða verk Gísla. Ráðhúsið Ingólfur ArnarsonRósavasinn 3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari kemur fram á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins 3. ágúst. Hún mun flytja Sónötu í a-moll nr. 2 fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir hefjast kl. 16. 2 Sunnudaginn 3. ágúst opnar Gréta Berg Bergsveins- dóttir myndlistarsýningu í anddyri Perlunnar. Sýningin ber yfirskriftina „Leyndardómar steinanna“. Á sýningunni eru 20 olíu- málverk sem flest túlka það sem Gréta sér í steinum sem hún hefur fundið úti í náttúrunni. 4 Ástæða er til að minna á tón- listarhátíðina Innipúkann, sem fram fer öll kvöld helg- arinnar á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin er sérlega metnaðarfull. 5 Listagleðin, árlegur Lista- mannadagur Álfagarðsins í Hellisgerði, hefst kl. 13, laugardaginn 2. ágúst. Um fjölskylduhátíð er að ræða en meðal viðburða verða álfaganga, lýru- og sekkjapípuleikur, söngur og dans. Boðið verður upp á spáspilalestur og ungir sem aldnir listamenn verða að störfum hér og þar í Hellisgerði. 3 Á næstu tónleikum sumarjazz- tónleikraðar veitingahússins Jómfrúarinnar, laugardaginn 2. ágúst, kemur fram söngkonan Kristjana Stefánsdóttir ásamt kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Tónleikarnir hefjast kl. 15. MÆLT MEÐ 1 stáli af blöðruhundi – er það metverð fyrir verk eftir lifandi listamann. Gagnrýnandi The New York Times segir sýninguna hrífandi, þrátt fyrir að hún sé ójöfn og inn á milli séu „meistaraverk“. Rýn- ir The New Yorker tekur enn dýpra í árinni. Hann segir að kalla mætti þá peningadrifnu tíma sem við höfum lifað í listinni „Koons- tímann“ og segir að sýningin sanni að ekki sé hægt að hæðast að verkum listamannins, þau búi yfir mikilli fagurfræðilegri dýpt og sýni hvers vegna safnarar þrái að eignast verk eftir hann. Og víst er áhugavert að ganga um sali Whitney-safnins og velta þess- um einstaka, á köflum háðulega og oftast nær furðulega ögrandi sköpunarheimi fyrir sér. Af því má enginn listunnandi sem held- ur til New York á næstu mánuðum missa. Listamaðurinn Jeff Koons við nýjasta verkið á yfirlitssýningunni, hið stóra „Play-Doh“ sem gagnrýnandi The New York Times segir „meistaraverk“. AFP Við upphaf ferilsins stillti Koons ryksugum upp í plexiglerkössum og vöktu verkin þegar athygli. Vörður við „Lobster“, verk úr plasthúðuðu áli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.