Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 51
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Skáldsagan Myrkravél eftir
Stefán Mána, sem hann sendi
frá sér snemma á ferlinum, hef-
ur verið endurútgefin í kilju.
Sögusviðið er fangaklefi ill-
mennis og geðsjúklings. Úr
huganum streyma fram myndir
úr lífi hans, allt frá því hann var
barn á leikskóla til þess atburð-
ar sem olli langtímavistun hans
í fangelsi.
Skáldsagan fékk góða dóma
við útkomu. „Stefán Máni hefur
skrifað magnaða sögu,“ sagði
Hávar Sigurjónsson í dómi í
Morgunblaðinu. „Bók sem
heldur áfram að leita á mann
að lestri loknum.“ „Athygl-
isverð skáldsaga ungs höf-
undar,“ sagði Jón Yngvi Jó-
hannsson í gagnrýni í DV.
Athyglisverð
skáldsaga
Skáldsaga Harper Lee, To Kill a Mockingbird var valin
áhrifamestan skáldsagan eftir konu í könnun í Bretlandi. For-
svarsmenn Bailey’s bókmenntaverðlaunanna fyrir konur stóðu
að þessari könnun meðal karla og kvenna, um það hvaða skáld-
sögur eftir konur hefðu haft mest áhrif á þau og hugsanlega
breytt lífi þeirra.
To Kill a Mockingbird trónar í fyrsta sæti og ætti ekki að
koma á óvart því bókin er hreint stórkostleg og aðalpersónan,
Atticus Finch, er þar holdgervingur umburðaryndis, mann-
úðar og fordómaleysis. Skáldsagan er uppáhaldsskáldsaga
margra og fræg kvikmynd var gerð eftir henni með Gregory
Peck í aðalhlutverki. Bækurnar í næstu sætum eru flestar vel
þekktar og sumar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Í öðru sæti
var Saga þernunnar eftir Margaret Atwood, í þriðja sæti
Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, Harry Potter eftir JK
Rowling í því fjórða og í fimmta sæti Fýkur yfir hæðir eftir
Emily Brontë. Þar á eftir komu Hroki og hleypidómar eftir
Jane Austen, Rebekka eftir Daphne du Maurier, Yngismeyjar
eftir Louisu May Alcott, The Secret History eftir Donnu
Tartt, I Capture the Castle eftir Dodie Smith, Glerhjálm-
urinn eftir Sylviu Plath, Ástkær eftir Toni Morrison, Á hverf-
anda hveli eftir Margaret Mitchell, We Need To Talk Abo-
ut Kevin eftir Lionel Shriver, The Time Traveller’s Wife
eftir Audrey Niffenegger, Middlemarch eftir George Eliot, Ég
veit af hverju fuglinn í búrinu syngur eftir Maya Angelou,
The Golden Notebook eftir Doris Lessing, Purpuraliturinn
eftir Alice Walker og Kvennaklósettið eftir Marilyn French.
To Kill a Mockingbird, eina skáldsaga Harper
Lee, er bók sem hefur haft áhrif á líf fjölmargra.
ÁHRIFAMESTU SKÁLDSÖGURNAR EFTIR KONUR
Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen var ofarlega á lista yfir áhrifa-
mestu skáldsögurnar eftir konur.
Umhverfis Ísland í 30 tilraunum
er bók eftir Ævar vísindamann
(Ævar Þór Benediktsson). Æv-
ar setur Ísland undir stækkun-
arglerið, ferðast hringinn í
kringum landið og rannsakar
allt sem fyrir augu ber. Þetta er
skemmtileg bók fyrir forvitna
krakka. Ævar fræðir þá um
ýmsar áhugaverðar staðreynd-
ir, segir þeim hvernig bregðast
eigi við ef allt fer á versta veg
og sýnir þeim ýmsar tilraunir.
Skemmtileg
ferðabók fyrir
forvitna krakka
Myrkravél
og vísað
til vegar
NÝJAR BÆKUR
HIN SÍVINSÆLA VEGAHANDBÓK ER KOMIN ÚT Í
NÝRRI ÚTGÁFU OG ÆVAR VÍSINDAMAÐUR
FERÐAST HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ OG
FRÆÐIR FORVITNA KRAKKA. EITT AF FYRSTU
VERKUM STEFÁNS MÁNA, MYRKRAVÉL, HEFUR
VERIÐ ENDURÚTGEFIÐ. BJARKI BJARNASON
SENDIR FRÁ SÉR LJÓÐABÓK.
Ástríður er ljóðabók eftir Bjarka
Bjarnason. Í bókinni setur hann sig í
spor Gísla Brynjúlfssonar skálds
(1827-1888) en nú á tímum er hann
þekktastur fyrir opinskáa dagbók
sem hann ritaði í Kaupmannahöfn,
rúmlega tvítugur. Bjarki dregur í
ljóðabókinni upp mynd af samfélagi
Íslendinga í Kaupmannahöfn um
miðja 19. öldina og sýnir okkur ung-
an mann fullan af þversögnum.
Bjarki yrkir
um Gísla
Vegahandbókin hefur verið í bílum landsmanna í
rúm 40 ár. Þessi sívinsæla bók hefur verið í stöð-
ugri uppfærslu og endurnýjun frá fyrstu útgáfu og í
ár kemur ný útgáfa. Í máli, myndum og með kort-
um er ferðalangnum vísað til vegar og hann frædd-
ur á ferð sinni um landið. Í tilefni þessarar nýju út-
gáfu fylgir snjallsímaútgáfa með bókinni á þremur
tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.
Vinsæl ferðahandbók í
nýrri útgáfu
* Fólk verður leiðinlegt ef það trúir ekkiá neitt skemmtilegt. Einar Már Guðmundsson BÓKSALA 23.-29. JÚLÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
2 Amma biður að heilsaFredrik Backman
3 Frosinn - þrautirWalt Disney
4 NicelandKristján Ingi Einarsson
5 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson
6 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson
7 Vegahandbókin 2014Steindór Steindórsson
8 I Was HereKristján Ingi Einarsson
9 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Santiago
10 Skrifað í stjörnurnarJohn Green
Kiljur
1 Amma biður að heilsaFredrik Backman
2 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Santiago
3 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen
4 DægradvölBenedikt Gröndal
5 Bragð af ástDorothy Koomson
6 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes
7 AfbrigðiVeronica Roth
8 SnjókarlinnJo Nesbo
9 FrelsarinnJo Nesbo
10 Maður sem heitir OveFredrik Backman
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Lengi býr að fyrstu gerð.