Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.08.2014, Blaðsíða 51
3.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Skáldsagan Myrkravél eftir Stefán Mána, sem hann sendi frá sér snemma á ferlinum, hef- ur verið endurútgefin í kilju. Sögusviðið er fangaklefi ill- mennis og geðsjúklings. Úr huganum streyma fram myndir úr lífi hans, allt frá því hann var barn á leikskóla til þess atburð- ar sem olli langtímavistun hans í fangelsi. Skáldsagan fékk góða dóma við útkomu. „Stefán Máni hefur skrifað magnaða sögu,“ sagði Hávar Sigurjónsson í dómi í Morgunblaðinu. „Bók sem heldur áfram að leita á mann að lestri loknum.“ „Athygl- isverð skáldsaga ungs höf- undar,“ sagði Jón Yngvi Jó- hannsson í gagnrýni í DV. Athyglisverð skáldsaga Skáldsaga Harper Lee, To Kill a Mockingbird var valin áhrifamestan skáldsagan eftir konu í könnun í Bretlandi. For- svarsmenn Bailey’s bókmenntaverðlaunanna fyrir konur stóðu að þessari könnun meðal karla og kvenna, um það hvaða skáld- sögur eftir konur hefðu haft mest áhrif á þau og hugsanlega breytt lífi þeirra. To Kill a Mockingbird trónar í fyrsta sæti og ætti ekki að koma á óvart því bókin er hreint stórkostleg og aðalpersónan, Atticus Finch, er þar holdgervingur umburðaryndis, mann- úðar og fordómaleysis. Skáldsagan er uppáhaldsskáldsaga margra og fræg kvikmynd var gerð eftir henni með Gregory Peck í aðalhlutverki. Bækurnar í næstu sætum eru flestar vel þekktar og sumar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Í öðru sæti var Saga þernunnar eftir Margaret Atwood, í þriðja sæti Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, Harry Potter eftir JK Rowling í því fjórða og í fimmta sæti Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë. Þar á eftir komu Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen, Rebekka eftir Daphne du Maurier, Yngismeyjar eftir Louisu May Alcott, The Secret History eftir Donnu Tartt, I Capture the Castle eftir Dodie Smith, Glerhjálm- urinn eftir Sylviu Plath, Ástkær eftir Toni Morrison, Á hverf- anda hveli eftir Margaret Mitchell, We Need To Talk Abo- ut Kevin eftir Lionel Shriver, The Time Traveller’s Wife eftir Audrey Niffenegger, Middlemarch eftir George Eliot, Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur eftir Maya Angelou, The Golden Notebook eftir Doris Lessing, Purpuraliturinn eftir Alice Walker og Kvennaklósettið eftir Marilyn French. To Kill a Mockingbird, eina skáldsaga Harper Lee, er bók sem hefur haft áhrif á líf fjölmargra. ÁHRIFAMESTU SKÁLDSÖGURNAR EFTIR KONUR Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen var ofarlega á lista yfir áhrifa- mestu skáldsögurnar eftir konur. Umhverfis Ísland í 30 tilraunum er bók eftir Ævar vísindamann (Ævar Þór Benediktsson). Æv- ar setur Ísland undir stækkun- arglerið, ferðast hringinn í kringum landið og rannsakar allt sem fyrir augu ber. Þetta er skemmtileg bók fyrir forvitna krakka. Ævar fræðir þá um ýmsar áhugaverðar staðreynd- ir, segir þeim hvernig bregðast eigi við ef allt fer á versta veg og sýnir þeim ýmsar tilraunir. Skemmtileg ferðabók fyrir forvitna krakka Myrkravél og vísað til vegar NÝJAR BÆKUR HIN SÍVINSÆLA VEGAHANDBÓK ER KOMIN ÚT Í NÝRRI ÚTGÁFU OG ÆVAR VÍSINDAMAÐUR FERÐAST HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ OG FRÆÐIR FORVITNA KRAKKA. EITT AF FYRSTU VERKUM STEFÁNS MÁNA, MYRKRAVÉL, HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIÐ. BJARKI BJARNASON SENDIR FRÁ SÉR LJÓÐABÓK. Ástríður er ljóðabók eftir Bjarka Bjarnason. Í bókinni setur hann sig í spor Gísla Brynjúlfssonar skálds (1827-1888) en nú á tímum er hann þekktastur fyrir opinskáa dagbók sem hann ritaði í Kaupmannahöfn, rúmlega tvítugur. Bjarki dregur í ljóðabókinni upp mynd af samfélagi Íslendinga í Kaupmannahöfn um miðja 19. öldina og sýnir okkur ung- an mann fullan af þversögnum. Bjarki yrkir um Gísla Vegahandbókin hefur verið í bílum landsmanna í rúm 40 ár. Þessi sívinsæla bók hefur verið í stöð- ugri uppfærslu og endurnýjun frá fyrstu útgáfu og í ár kemur ný útgáfa. Í máli, myndum og með kort- um er ferðalangnum vísað til vegar og hann frædd- ur á ferð sinni um landið. Í tilefni þessarar nýju út- gáfu fylgir snjallsímaútgáfa með bókinni á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Vinsæl ferðahandbók í nýrri útgáfu * Fólk verður leiðinlegt ef það trúir ekkiá neitt skemmtilegt. Einar Már Guðmundsson BÓKSALA 23.-29. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 2 Amma biður að heilsaFredrik Backman 3 Frosinn - þrautirWalt Disney 4 NicelandKristján Ingi Einarsson 5 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson 6 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson 7 Vegahandbókin 2014Steindór Steindórsson 8 I Was HereKristján Ingi Einarsson 9 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Santiago 10 Skrifað í stjörnurnarJohn Green Kiljur 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Santiago 3 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 4 DægradvölBenedikt Gröndal 5 Bragð af ástDorothy Koomson 6 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 7 AfbrigðiVeronica Roth 8 SnjókarlinnJo Nesbo 9 FrelsarinnJo Nesbo 10 Maður sem heitir OveFredrik Backman MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Lengi býr að fyrstu gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.