Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 46
Úttekt 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 T eiknimyndin Frozen eða Frosinn frá Disney hefur fangað hug og hjarta barna og slegið í gegn um allan heim. Frozen er tekjuhæsta teiknimynd allra tíma en hún hef- ur halað inn rúman milljarð dollara. Áður var Toy Story 3 tekjuhæst með um milljarð doll- ara en Frozen er nú komin yfir þau mörk, eða upp í 1,2 milljarða dollara á heimsvísu. Auk þess hefur lagið Let it go, sem er titillag myndarinnar, fengið tæplega 315 milljón smelli á Youtube. Ábreiðungar og annað hækka áhorfstölur líklega um tugi milljóna. Teiknimyndin hefur farið fram úr björtustu vonum og misreiknaði Disney algjörlega eft- irspurnina og hefur til dæmis ekki haft undan við framleiðslu á leikföngum og öðrum varn- ingi eftir persónum Frozen. Sumir hafa geng- ið svo langt að kalla persónur Frozen Bítlana, því í rauninni eiga þær álíka stóran aðdá- endahóp og fjórmenningarnir ódauðlegu áttu. Disney hefur gengið vel á hlutabréfamark- aðnum í Bandaríkjunum og hefur hagnaður fyrirtækisins fjórfaldast frá því í fyrra. Mun ástæða velgengni Disney vera Frozen. Barátta góðs og ills Frozen er byggð á sögu Hans Christians Andersens um Snjódrottninguna en eins og mörgum er kunnugt samdi hann einnig æv- intýrin um Litlu hafmeyjuna, Nýju fötin keis- arans, Hnotubrjótsprinsinn og fleiri. Sagan um snjódrottninguna hefur lengi verið í píp- unum hjá Disney en hingað til ekki tekist að koma ævintýrinu í nýjan búning. Útgáfa HC Andersens er fremur ólík öðrum ævintýrum hans en þar eru sögupersónur í meirihluta kvenkyns. Hins vegar voru kvenkyns auka- hlutverkin tekin út úr sögunni fyrir Frozen og önnur sett í staðinn, snjókarlinn Olaf, fjallagarpurinn Kristoff og hreindýrið hans Sven. Einnig er ævintýri HC Andersens mun drungalegra. Frozen segir hins vegar frá systrunum Elsu og Önnu sem eru prinsessur í konungs- ríkinu Arindelle. Það sem er sérstakt við Elsu er að hún fæddist með óvenjulega hæfi- leika sem gera henni kleift að búa til frost og snjó. Þegar systurnar eru litlar leika þær sér saman að hæfileikum Elsu og búa til snjókarl og fleira en í eitt skiptið slasast Anna óvart af völdum Elsu. Eftir slysið er Elsu kennt alla tíð að fela hæfileika sína og fyrir vikið vaxa systurnar í sundur. Þegar systurnar verða eldri og kemur að því að krýna Elsu drottningu yfir ríkinu koma frystihæfileikar hennar í ljós, sem hrekur hana lengst upp í fjöll. Við það fellur snjóbölvun á allt ríkið og nístingskuldi umvefur það. Anna og fjalla- garpurinn Kristján hefja leit að Elsu til þess að aflétta bölvuninni og fá hana til að snúa aftur. Systraást vakti athygli Endirinn á myndinni hefur vakið athygli og er talinn fremur óhefðbundinn. Konungsríkið er undir álögum Elsu, þar sem frost og snjór ráða ríkjum á annars fremur sólríku svæði. Þegar Anna verður fyrir frostskoti systur sinnar kemur í ljós að það eina sem getur af- létt álögunum er hrein og sönn ást. Persón- urnar halda að sú ást sé milli karls og konu en í ljós kemur að sú er ekki raunin. Systra- ást milli Önnu og Elsu verður til þess að álögunum er aflétt, sem er fremur óhefð- bundið miðað við önnur ævintýri á borð við Mjallhvíti og dvergana sjö, Þyrnirós, Fríðu og Dýrið og Shrek. Frozen hefur hins vegar rómantískan endi, eins og svo margar Disn- ey-myndir, og því er endirinn og myndin sem slík ekki svo frábrugðin öðrum prinsessu- ævintýrum frá Disney. Gagnrýnendur á öndverðum meiði Gagnrýnendur og blaðamenn eru ekki allir á sama máli um Frozen. Margir hafa haft orð á því að teiknimyndin hafi brotið ákveðið gler- þak sem hefur verið nokkuð einkennandi fyrir margar teiknimyndir Disney á meðan aðrir telja að enn séu teiknimyndir Disney litaðar af staðalímyndum. Dæmi hver fyrir sig. Til að mynda hefur teiknimynd í fullri lengd frá Disney aldrei áður verið stýrt af kvenkyns leikstjóra. Bent er á að ekkert brúðkaup sé í myndinni og auk þess sé það systraást sem sigrar, ekki rómantísk ást. Frozen stenst einnig Bechdel-prófið, próf sem kom til í kringum 1985. Til að standast Bech- del-próf þurfa þrír þættir að vera fyrir hendi. Í fyrsta lagi þarf kvikmyndin að innihalda tvær konur sem báðar hafa nafn. Í öðru lagi þurfa konurnar að eiga í samræðum í mynd- inni og í þriðja lagi þarf samtalið að snúast um annað en karlmenn. Þessir þrír þættir eru uppfylltir í Frozen. Hins vegar heyrast gagnrýnisraddir sem telja að Frozen sé enginn vendipunktur í sög- um Disney. Þrátt fyrir að myndin eigi að sýna fram á systraást og þannig velta ákveðnum staðalímyndum um prinsessur frá Disney er Anna mestalla myndina trúlofuð manni sem hún hefur aðeins þekkt í skamma stund. Þá er einnig gagnrýnt að sögu- persónur HC Andersens úr hinu upprunalega ævintýri um snjódrottninguna, sem margar eru kvenkyns, séu klipptar út. Aðalpersónan Gerda, sem er í rauninni Anna í Frozen, átti góða ömmu og einnig komu þar fram ræn- ingjastúlka, gömul galdranorn, förukona, prinsessa og kráka. Athygli vekur að í Fro- zen skuli ekki vera fleiri kvenkyns sögu- persónur eins og í ævintýri Danans. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir verður ekki horft framhjá því að teiknimyndin Frozen hefur haft gríðarleg áhrif og hreyft við börn- um um allan heim. Ljóst er að Frozen er skref í rétta átt og auk þess ákveðin umbylt- ing bæði innan höfuðstöðva Disney en einnig fyrir konur í bransanum í Hollywood yfirhöf- uð. Þróun í rétta átt. Frosið er brosið á börnum TEKJUHÆSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA HEFUR FARIÐ FRAM ÚR BJÖRTUSTU VONUM. BÖRN VILJA HORFA Á TEIKNIMYNDINA FROZEN AFTUR OG AFTUR OG KUNNA LÖG MYNDARINNAR UT- AN AÐ. LEIKFÖNG SELJAST JAFNÓÐUM UPP OG ANNA VÖRUHÚS VART EFTIRSPURN. ÞÁ ER SÖGUÞRÁÐUR MYNDARINNAR TALINN HAFA BROTIÐ ÁKVEÐIÐ GLERÞAK Í TEIKNIMYNDUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Um þessar mundir er unn- ið að því að gera persónur Frozen sýnilegri í skemmti- görðum Disney um víða veröld, enda er Frozen orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum Disney. Konur í kvikmyndum Þrátt fyrir sigra Frozen eru konur þó enn í minnihluta í kvikmyndum „Ástandið er mjög dapurlegt að mínu mati. Við erum stödd á 21. öldinni en samt er ennþá mjög sjaldgæft að frásagnir sem beint er að stúlkum séu sagðar út frá kvenlægu sjónarhorni,“ segir Brenda Chapman, aðstoðarleikstjóri teiknimyndarinnar Brave frá Disney. Heimild: Geena Davis Institute on Gender in Media / Miss Representative Í fjölskyldumyndum eru þrír af hverjum fjórum einstaklingum í aðalhlutverki karlar 29% aðalpersóna teiknimynda eru kvenkyns Konur eru 6% leikstjóra teiknimynda og þá aðstoðarleikstjórar Aðeins 10% höfunda teiknimynda eru konur Kynjahlutfall þeirra sem starfa við kvikmyndir er fimm á móti einum, körlum í vil 29% 6%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.