Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 2

Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sveppurinn ullblekill er ætur meðan hann er ungur en það er best að safna honum þar sem landið er laust við mengun frá umferð bíla, segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Ullblekill vex í veg- köntum og í grasflötum og spretta aldinin upp síðsumars. Þeir finnast víða á umferðareyjum borgarinnar um þessar mundir. Hún telur að margir hafi náð ágætis sveppaforða þetta árið. Ullblekill breiðir úr sér á grasbölum Morgunblaðið/Ómar Sveppurinn ullblekill er ætur en best er að safna honum fjarri bílaumferð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikla fjármuni vantar til fjárfest- inga sem snúa að viðhaldi flugvalla og leiðsögubúnaðar við þá. Þetta er mat öryggisnefndar Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna sem fjallar um málið í nýjasta fréttabréfi félagsins. Nefndin hefur að undan- förnu yfirfarið drög að endurkoðaðri samgönguáætlun og telur miður að aðstaða í innanlandsfluginu sé ekki nógu góð. Egilsstaðaflugvöllur og Akureyr- arflugvöllur eru helstu varaflugvellir fyrir innan- og utanlandsflugið og stendur Isavia að rekstri þeirra. Með aukinni flugumferð er mikilvægt, segja atvinnuflugmenn, að þessir vellir séu í stakk búnir til að taka við þessari umferð ef svo skyldi fara að flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík lokuðust samtímis. Í eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi mikilvægi Akur- eyrarflugvallar komið í ljós. Og nú þarf að gera bragarbætur á Egilsstöðum segja flugmenn. Er bent á að umdæmisstjóri Isavia á Austurlandi hafi nýlega sent bréf til umhverfis- og samgöngunefndar Al- þingis. Þar segir að þörf sé á að mal- bika flugbrautina á Egilsstöðum því að erfitt sé við núverandi aðstæður að tryggja þar viðunandi bremsu- skilyrði á veturna. Þá þurfi að stækka flughlaðið því æ fleiri noti nú Egilsstaði sem varaflugvöll. Starfsmenn standa sig vel Flugfélag Íslands flýgur á Egils- staði allt að fimm sinnum á dag. „Við höfum ekki fundið fyrir því að bremsuskilyrði á flugvellinum vegna slitins malbiks séu farin að versna. Starfsmenn Isavia fyrir austan standa sig vel við að tryggja að ástand vallarins sé sem allra best. Við notendurnir verðum ekki alltaf varir við hvar úrbóta er þörf. Þeir sem eru á vaktinni og þekkja að- stæðurnar og búnaðinn geta best sagt til um slíkt,“ segir Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri FÍ. Öryggi flugvalla minnkar  Atvinnuflugmenn hafa áhyggjur af innanlandsvöllum  Bagalegt ef vellir lokast  Akureyri sannaði gildi sitt  Lélegt malbik skapar hálkuhættu á Egilsstöðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Egilsstaðir Mikilvægur flugvöllur þar sem gera þarf ýmsar bragarbætur. Ákvæði um að fólksflutningar í af- þreyingarskyni verði ekki undan- þegnir virðisaukaskatti í framtíðinni líkt og aðrir fólksflutningar í frum- varpi fjármálaráðherra um breyting- ar á virðisaukaskatti er gagnrýnt í umsögn laganefndar Lögmanna- félags Íslands (LMFÍ) til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Afmörkun þeirrar starfsemi, sem á ekki lengur að falla undir fram- angreinda undanþágu, er mjög óskýr, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir í umsögn Lögmanna- félagsins. Í greinargerð frumvarpsins kem- ur fram að undanþágan nái ekki til fólksflutninga ef „… megintilefni ferðar er afþreying“. Gert er ráð fyr- ir að sú þjónusta verði í lægra skatt- þrepinu ef þetta ákvæði frumvarps- ins verður lögfest. Í umsögn laganefndar LMFÍ er á það bent að í gildistíð söluskattslaga og síðar laga um virðisaukaskatt sé komin löng hefð fyrir því að skil- greina skattskyldusvið og hafi verið leitast við að líta til hlutlægra þátta, eins og þeir líta út frá sjónarhóli rekstraraðila, en forðast að líta til huglægra þátta, svo sem þess hvert tilefni einhverra ferða er, einkum ef vísað er til tilefnis þess sem nýtur þjónustunnar. „Vafalaust er að orðalag þetta mun kalla á mörg álitaefni og deilu- mál, ekki aðeins vegna íslenskra rekstraraðila heldur einnig erlendra aðila sem koma hingað til lands með eigin farartæki til afnota fyrir skjól- stæðinga þeirra, eftir atvikum í af- þreyingarskyni,“ segir í umsögn LMFÍ. omfr@mbl.is „Mjög óskýr, svo ekki sé fastar að orði kveðið“ Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Skoðunarferðir verða virðisaukaskattsskyldar.  LMFÍ gagnrýnir afnám undanþágu Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í tilkynningu sem ríkissaksóknari birti á heimasíðu sinni í gær kemur fram að sérstakt tilefni sé til þess að gera athugasemd við nokkur atriði sem fram koma í áliti umboðsmanns barna, vegna niðurfellingar á máli tengdu leikskólanum 101. Ríkis- saksóknari segist líta það alvar- legum augum að umboðsmaður barna skuli draga þær ályktanir af afgreiðslu þessa tiltekna máls að börnum sé ekki veitt refsivernd gegn líkamlegri valdbeitingu starfs- fólks leikskóla og að ætla megi að það teljist ekki refsivert að beita barn ofbeldi, svo lengi sem það hafi ekki sýnilegar afleiðingar. Slíkar ályktanir segir ríkissak- sóknari að eigi ekki við nokkur rök að styðjast. Röng nálgun umboðsmanns Ríkissaksóknari rekur í upphafi þær reglur sem gilda um sönnun- arkröfu í sakamálum. Segir í til- kynningunni að þetta séu reglur sem fulltrúar ákæruvaldsins þurfi að hafa í huga við afgreiðslu mála auk þess sem kveðið sé á um skyldu ákærenda til að gæta hlutleysis í 3. mgr. 18. gr. laga um meðferð saka- mála nr. 88/2008. Sönnunarbyrðin um sekt sakbornings og atvik sem telja megi honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laganna. Í þessu felist að ákæruvaldið þurfi ekki einungis að sanna að sakborn- ingur hafi gerst sekur um háttsemi sem honum er gefin að sök, heldur jafnframt að sanna að háttsemin feli í sér brot á refsiákvæði. Allan vafa beri þannig að skýra sakborningi í hag. Að þessu sögðu rekur ríkissak- sóknari feril málsins og segir um- boðsmann barna halda því ranglega fram í þrígang í áliti sínu að rík- issaksóknari telji það ekki líkamlega refsingu að slá barn á afturendann. Ríkissak- sóknari svar- ar fyrir sig Sigríður J. Friðjónsdóttir Margrét María Sigurðardóttir  Athugasemdir við álit umboðsmanns barna Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í dag rennur út frestur sem fyrir- tæki á Grænhöfðaeyjum hefur til þess að leggja inn greiðslu fyrir kaup á ferjunni Baldri sem sinnt hefur siglingum um Breiðafjörð og er í eigu Sæferða. Er um að ræða aukafrest frá því í fyrradag en ef fyrirtækið leggur ekki inn greiðslu í dag verða samningar lausir. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að verið sé að meta hagkvæmni kaupa á ferj- unni ef tækifæri gefst til. „Vega- málastjóri heldur utan um málið í samstarfi við okkur. Við höfum vilj- að skoða þetta og fara nákvæmlega yfir það hvort það geti verið hag- kvæmt fyrir okk- ur að kaupa Bald- ur. Það ferli er í gangi og ekki komin niðurstaða í það. Það er al- gjörlega óljóst á þessari stundu hvort þetta gengur upp,“ segir Hanna Birna. Hún segir að hún hafi átt í samskiptum við vegamálastjóra vegna málsins undanfarna daga og að niðurstöðu sé að vænta innan fárra daga. Málið í höndum vegamálastjóra  Frestur vegna Baldurs rennur út Hanna Birna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.