Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Íslenska sjávarútvegssýningin var opnuð í Smáranum í Kópavogi í gær- morgun og stendur þangað til síð- degis á morgun. Viðstaddir opn- unina voru meðal annars Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra og Ármann Ólafs- son, bæjarstjóri í Kópavogi. Marianne Rassmusen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar, sagði í ræðu sinni að á sýningunni gerðu menn viðskiptasamninga sem myndu koma til með að hafa áhrif á sjávarútveg um allan heim á næstu árum. Veitti hún því einnig athygli hvernig íslenskur sjávarútvegur hef- ur risið úr erfiðleikum sem ein- kenndu greinina fyrir þremur árum. Fram kemur á heimasíðu sýning- arinnar að búist sé við yfir 13 þús- und gestum og að sýnendur séu fleiri nú en nokkru sinni áður eða um 500, innanhúss og utan. Þátttak- endur koma frá fimm heimsálfum. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti en hún var fyrst haldin fyrir 30 árum. Henni er ætlað að ná til allra hliða í sjávarútvegi og fiskvinnslu, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og umbúða, markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða. Í gærkvöldi voru íslensku sjávar- útvegsverðlaunin afhent í sextán flokkum. Að auki voru veitt heild- arverðlaun til þess birgis sem þótti skara mest fram úr og féllu þau Marel í skaut. Auk þess verða haldnar þrjár ráð- stefnur, ein um fullnýtingu sjávar- afurða, önnur um samstarf og deilu- mál í sjávarútvegi og sú þriðja um strandveiðar og strandsamfélög við N-Atlantshaf. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fastus Björn Björnsson, Unnþór Halldórsson, Guðmundur Halldórsson, Oddur Halldórsson og Bjarni Halldórsson. Sjávarréttarsúpa Veitingar eru snar þáttur í stórum sýningum. Elín Þór- unn Eiríksdóttir og Björn Ásgeir Guðmundsson við pottinn í bás Sjóvár. Mikil tækni Íslenskur sjávarútvegur byggir á háþróaðri tækni á öllum stigum veiða, vinnslu og markaðsmála og er hún kynnt á sýningunni. Á myndinni eru Jónatan Gíslason frá Friðriki A. Jónssyni og Ketil Dahl frá Olex í Noregi. Allar hliðar veiða og vinnslu Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík leggur til að deiliskipulag á Ný- lendureit, þar sem rússneska rétt- trúnaðarkirkjan hefur fengið kirkju- lóð við Mýrargötu 21, verði óbreytt. Hann telur að flutningur kirkjunnar á lóð við horn Seljavegar og Mýrar- götu hafi ekki ótvíræða kosti í för með sér. „Kirkjan yrði mun stærri á nýjum stað og líklegt að ekki yrði mikil sátt um það, einkum má búast við því að ný staðsetning verði umdeild meðal lóðarhafa nálægra lóða,“ segir í niðurstöðu umsagnar skipulagsfull- trúans. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti umsögnina. Breyting á deiliskipulagi Nýlendu- reits var á dagskrá umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 24. sept- ember sl. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram tillögu í borg- arráði í nóvember sl. um að skoðað yrði hvort unnt væri að koma kirkj- unni fyrir á nýjum og rúmbetri stað, á horni Mýrargötu og Seljavegar, í því skyni að ná meiri sátt um kirkju- bygginguna. Í framhaldi af því ósk- aði borgarráð eftir upplýsingum um- hverfis- og skipulagsráðs. Höfundur deiliskipulags Nýlendu- reits, Richard Briem hjá VA arki- tektum, var fenginn til að teikna til- lögur að nýrri staðsetningu kirkj- unnar. Einnig var líkani breytt til að bera mætti saman staðsetningarnar. Haldinn var fundur 1. apríl sl. með fulltrúum rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar og rússneska sendi- ráðsins. Í framhaldi af því bárust tvær tillögur frá aðstandendum kirkjunnar. Í síðari tillögunni var gert ráð fyrir að kirkjan risi innan um aðrar byggingar á horni Selja- vegar og Nýlendugötu. M.a. kom fram í tillögu Rússanna að þeir fóru fram á að kirkjan yrði hækkuð yrði hún flutt á lóð við Seljaveg. Skipulagsfulltrúinn mat kosti og ókosti við báðar umræddar mögu- legar staðsetningar kirkjunnar. Meðal kosta núverandi staðsetn- ingar var að við Bræðraborgarstíg yrði opið svæði aðgengilegt almenn- ingi. Þá var það talið til kosta við að færa kirkjuna að Seljavegi að að- koma að kirkjunni yrði einfaldari þar og líklega yrði minna rask í Nýlendugötu vegna umferðar að kirkjunni. gudni@mbl.is Tillaga um óbreytt skipu- lag á Nýlendureitnum Rússneska rétttrúnaðarkirkjan Útlit fyrir að hún rísi á Nýlendureit.  Rússneska rétt- trúnaðarkirkjan við Mýrargötu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.