Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.09.2014, Qupperneq 11
Uppbygging Agi og skipulag skiptir að sögn Árna miklu hjá ungum leikmönnum. Í skólanum er leitast við að kenna nemendum allt það helsta sem prýðir gott handboltafólk. Að hafa trú á sjálfum sér skiptir þar miklu máli. staðan er glæsileg, flott íþróttahöll og gisting, matur og fyrirlestrasalir. Allt er þetta á sama stað. Síðan fór ég í samstarf við Icelandair og þeir sjá um flugið,“ segir Árni. Í fyrstu ferðinni, í lok júlí 2013, var farið með rúmlega fimmtíu krakka utan og í sumar var talan að- eins lægri eða rúmlega þrjátíu þar sem fleiri pláss fengust ekki í íþróttamiðstöðinni. Árni býst við að fjöldinn næsta sumar verði svipaður því sem var árið 2013. Sjálfstraust og hópefling Alls er námið í eina viku. Hand- boltaæfingar eru tvisvar á dag og ein æfing utanhúss þar sem gerðar eru liðkandi og styrkjandi æfingar. „Þetta eru líka æfingar til að fyrir- byggja meiðsli og teygjur og annað slíkt. Til viðbótar við æfingarnar er- um við með fyrirlestra um hand- bolta, hugarfar, sjálfstraust, mark- miðssetningu og næringarfræði. Við reynum að sýna krökkunum hvað þarf að gera til að geta náð langt í þessari íþrótt,“ segir Árni. Mikið er lagt upp úr því að fara vel í andlega þáttinn, það að hafa trú á sjálfum sér og vera öruggur í því sem þau eru að gera. „Mataræðið skiptir auðvitað gríðarlegu máli og allt sem tengist heilbrigðu líferni eins og að sofa nægilega mikið. Svo reynir maður að koma því inn hjá þeim að þau þurfi að hafa skipulag á öllu í lífinu, bæði í námi og öllu sem þau gera því ef þau ætla að ná langt þurfa þau að skipuleggja sinn tíma vel til þess að geta komist yfir allt,“ segir Árni. Krakkarnir sem geta komið í handboltaskólann eru á aldrinum 14- 17 ára. Dagskráin er vissulega stíf en hún er að sama skapi fjölbreytt. „Um miðja vikuna förum við í dagsferð til Kiel. Krakkarnir hafa æft tvisvar þennan dag. Önnur æfingin er á frjálsíþróttavelli þar sem Alfreð er með þau í alls konar hlaupum og styrkjandi æfingum. Svo fáum við að vera hjá liðinu þegar þeir eru að gera æfingar og síðan fá krakkarnir að spjalla við strákana í liðinu. Í fyrra voru þeir Guðjón Valur ogt Aron þarna þannig að krakkarnir fylgdust vel með þeim. Síðan er borðað á góð- um veitingastað í Kiel og seinnipart- inn er seinni æfingin. Þar fer Alfreð yfir leikkerfin og annað sem þarf að gera til að koma leikmönnum inn í leik liðsins,“ segir þjálfarinn og skólastjóri handboltaskólans í Kiel, Árni Stefánsson. Næsta ferð verður í lok júlí á næsta ári. Þeir sem vilja frekari upplýsingar geta skoðað Fa- cebook-síðu skólans sem finna má undir „handboltaskóli í Kiel“. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Í lok síðasta árs tók ég þá ákvörðun að segja skilið við einkabílinn. Áður en mér er gert of hátt undir höfði fyr- ir að vera ungur og framsýnn maður með hugann við umhverfið og um- ferðargæði er rétt að fyrirbyggja all- an misskilning. Ástæðan var fyrst og fremst fjár- hagsleg. Einkabílaeign er tryllings- lega dýr, sérstaklega í ljósi þess að 95% af deginum gerir aumingja bíll- inn ekkert annað en að standa kyrr, eldast og falla í verði. Illu heilli þá er skipulag í Reykjavík álíka úthugsað og húsarústir í Stalíngrad (sem sagt, ekki neitt), þannig að hún teygir anga sína út um allt, og jafnvel aðeins lengra. Af þeim sökum, og að vera með starfsstöð nánast á miðhá- lendinu, kemur stundum upp sú staða að ég þarf að sinna erindum vestan Elliðaáa. Við þau tækifæri þarf bíl- lausi hægrihippinn ég að leita á náðir vina og ættingja til að fá lánaðan farskjóta, því strætóferðir taka því miður of mikinn tíma frá vinnu. Háð og spott fylgir yfirleitt snyrtilega í kjölfar- ið, því það að geta ekki komist leiðar sinna frá A til B, alltaf, alls staðar, algjörlega óháð kostnaði og þeirri stað- reynd að B er fyrir ofan snjó- línu allt árið, er auðvitað end- anleg sönnun þess að þessi bíllausi lífsstíll er argasta þvæla og kommúnismi, og eitt- hvað sem ber að for- dæma við hvert tækifæri. Ég læt þetta þó ekki á mig fá því ég hlæ alla leið í bankann þar sem sparnaðurinn af því að vera laus við hinn aðþrengda og aðfarna einka- bíl nemur margföldum útgreiddum blaðamannslaunum. Eini raunverulegi ókosturinn við Strætó er morgunspjallið. Ég er B- týpa. Örugglega C-týpa, ef sú mann- gerð væri til. Ég veit fátt verra en að vakna fyrir klukkan átta, nema kannski að vakna fyrir klukkan sex. Svefnmissirinn við það að taka strætó er þó ekki nema um 20 mínútur hvern morgun, sem má vinna upp með því að dorma í vagninum. Það heppnast þó ekki alltaf. Illu heilli þá er oft mér mun morgunhressara fólk á sömu leið og ég, ýmist vinir eða kollegar, sem sýna því tak- markaðan skilning að fyr- ir hádegi, eða að minnsta kosti fyrir fimmtánda morg- unkaffibollann, þá get ég ekki lagt neitt frumlegra til samræðna en einsatkvæð- isuml á borð við „Úgg“, „hrumpf“ „eða“ „öö- öðgh“. Aðgát skal höfð í nær- veru B-sálar. »Eini raunverulegiókosturinn við Strætó er morgunspjallið Heimur Gunnars Dofra Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Hrein akstursgleði BMW X5 www.bmw.is AKTU FRAMFÖRUM. #BMWstories Við kynnum þriðju kynslóðina af BMW X5 með sparneytnari vél en nokkur annar bíll í þessum flokki. Nýi BMW X5 er léttari og með minni loftmótstöðu en keppinautarnir. Hann kostar frá 10.490 þús. kr. með 218 hestafla dísilvél og 8 gíra sjálfskiptingu og notar einungis 5,8 l/100 km í blönduðum akstri. Aktu framförum – kynntu þér nýjan BMW X5! BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 BMW X5, verð frá:10.490.000 kr. 5,8 l/100 km er viðmiðunartala framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. X5 sDrive25d

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.