Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 12

Morgunblaðið - 26.09.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabanki Íslands (SÍ) mun þurfa að greiða á fjórðu milljón króna vegna málskostnaðarmáls Más Guð- mundssonar gegn bankanum. Þetta fékkst staðfest hjá Jóni Helga Egilssyni, starfandi formanni bankaráðs, í kjölfar þess að banka- ráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að greiða ekki málskostn- að Más vegna umrædds dómsmáls. Athygli vekur að í tilkynningu frá bankaráðinu kemur ekki skýrt fram að Seðlabankinn muni bera kostnað vegna þessa, né er upphæð tilgreind. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var fulltrúum í fv. banka- ráði Seðlabankans ekki kunnugt um þá ákvörðun þáverandi formanns ráðsins, Láru V. Júlíusdóttur, að bankinn myndi bera kostnaðinn við málsóknina, sem var alls rúmar 7,4 milljónir. Kostnaður lögfræðistofu bankans var þar af 3,3 milljónir. Lára var formaður ráðsins 2009-13. Núverandi bankaráð fól í mars sl. Ríkisendurskoðun að gera úttekt á málinu og skilaði hún svari í júnílok. Var meginniðurstaðan sú að Lára hefði sem formaður átt að bera ákvörðunina undir bankaráðið, sem væri fjölskipað stjórnvald. Í kjölfar þess að svar Ríkisendur- skoðunar var birt skrifaði Már nú- verandi bankaráði bréf sem er dag- sett 11. júlí sl. Kemur þar fram sú skoðun Más að ráðið standi frammi fyrir þremur kostum í málinu: 1. Að bankaráðið samþykki kostn- aðinn sem rekstrarkostnað bankans. 2. Að bankaráð samþykki að gera málskostnað fyrir Hæstarétti að rekstrarkostnaði en ekki fyrir undir- rétti. 3. Að bankaráð samþykki ekki að gera málskostnaðinn að rekstrar- kostnaði bankans. Málsmeðferðin e.t.v. rannsökuð Veldi bankaráð síðasta kostinn útilokaði Már ekki að hann myndi beita sér fyrir rannsókn á bankaráði. „Hafni bankaráð að staðfesta kostnaðinn sem rekstrarkostnað bankans mun ég greiða Seðlabank- anum þann útlagða kostnað sem bankaráðið telur rétt að ég geri. Í því sambandi afsala ég mér öllum rétti sem ég kynni að hafa … Jafnframt mun ég ekki vefengja niðurstöðuna síðar. Það þýðir ekki að ég afsali mér rétti til þess síðar meir að láta skoða aðra þætti heildarmálsins, svo sem málsmeð- ferð bankaráðs vorið 2010.“ Með hliðsjón af því að bankaráð valdi þriðja kost- inn virðist ekki hægt að útiloka að Már muni beita sér fyrir rannsókn á málsmeðferðinni síðar. Myndi sú rannsókn m.a. beinast að Láru, en fram hefur komið að hún taldi sig vera að gæta hagsmuna Más og um leið Seðlabankans í málinu. Sem kunnugt er taldi Már að Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, hefði í júní 2009 gefið honum vilyrði fyrir því að laun seðlabankastjóra yrðu ekki lækkuð ef hann tæki við stöðunni. Var þá komið fram frum- varp um að lækka laun forstöðu- manna ríkisstofnana eftir að tekjur ríkisins minnkuðu mikið eftir hrunið. Jafnframt hefur Már upplýst að hann ræddi málið milliliðalaust við Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra. Engar upptökur eru til af því samtali og gaf Jóhanna ekki kost á viðtali vegna þessa. Það vekur því athygli að Már skuli gagnrýna framgöngu Jóhönnu: „Þegar þáverandi formaður bankaráðs í framhaldi af úrskurði kjararáðs hugðist standa við þetta loforð með tillögu í bankaráði á vor- mánuðum 2010 brast hins vegar stuðningur í bankaráðinu þar sem forsætisráðherra kannaðist ekki við loforðið þegar málið komst í hámæli í fjölmiðlum meðan það var enn til umfjöllunar í bankaráði.“ Báðir aðilar gerðu kröfu Jón Helgi Egilsson, starfandi for- maður bankaráðs Seðlabankans í fjarveru Ólafar Nordal, segir SÍ verða fyrir kostn- aði vegna máls Más. „Auðvitað varð Seðlabankinn fyr- ir kostnaði sem mótaðili í mála- ferlum við seðla- bankastjóra. Báð- ir aðilar gerðu kröfu fyrir dómi um greiðslu máls- kostnaðar. Hins vegar var niður- staða Hæstaréttar að fella niður málskostnað þannig að hvor aðili þarf þá að bera sinn kostnað. Þannig ber bankinn eigin kostnað vegna málaferlanna. En þar til viðbótar greiddi bankinn málskostnað Más og það er sá hluti sem bankaráðið sam- þykkir ekki.“ – Hvað ætlar bankaráð Seðla- bankans að gera næst í málinu? „Eins og fram kemur í yfirlýsingu bankaráðs er málinu lokið hvað okk- ur varðar. Í skýrslu Ríkisendurskoð- unar kemur fram að það sé undir nú- verandi bankaráði komið hvort ráðið samþykkir þennan gjörning eftir á. Það var sú spurning sem við svör- uðum. Við samþykkjum ekki þennan gjörning eftir á. Svo geta menn haft uppi mismunandi sjónarmið um hvað er rétt og rangt eins og málið var rekið á sínum tíma. En við tókum semsagt þá ákvörðun að samþykkja ekki þennan gjörning nú mörgum árum síðar. Síðan var það ákvörðun seðlabankastjóra, óháð okkur, að endurgreiða yrði þetta niðurstaða bankaráðsins.“ – Nú er það niðurstaða Ríkis- endurskoðunar að Lára hefði ekki umboð til að taka þessa ákvörðun á sínum tíma, með vísan til þess að bankaráð sé fjölskipað stjórnvald. Telur þú að þarna sé hugsanlega um saknæmt athæfi að ræða sem beri að rannsaka frekar? „Ég vil ekki tjá mig um það. Hún hefur lýst því að hún taldi sig hafa umboð bankaráðsins. Á móti hafa einhverjir fyrrverandi bankaráðs- menn lýst því í fjölmiðlum að þeir vissu ekki af þessu. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli.“ – Í bréfi seðlabankastjóra til ráðs- ins 11. júlí segir orðrétt: „Það þýðir ekki að ég afsali mér rétti til þess síð- ar meir að láta skoða aðra þætti heildarmálsins, svo sem málsmeð- ferð bankaráðs vorið 2010.“ Höfðu þessi ummæli seðlabankastjóra ein- hver áhrif á ákvörðun ráðsins sl. þriðjudag? „Auðvitað get ég ekki svarað fyrir aðra bankaráðsmenn en þetta hafði engin áhrif á mig. Þetta hefur ekkert með núverandi bankaráð að gera. Við vildum fyrst og fremst svara spurningunni hvort við værum tilbú- in að leggja blessun yfir þennan gjörning sem gerðist í tíð fyrra bankaráðs. Svarið við þeirri spurn- ingu er nei. Þetta hafði því engin áhrif á mig.“ Már tjáir sig ekki að sinni Þegar leitað var eftir viðbrögðum seðlabankastjóra í gær fékkst svo- hljóðandi svar: „Af hálfu seðlabanka- stjóra er málinu lokið. Hann hefur hvorki áform né tíma til að tjá sig á næstu dögum um hugleiðingar sínar í framhaldi af niðurstöðunni, hvað sem síðar kann að verða.“ Hjá lögfræðistofu Láru fengust þær upplýsingar að hún yrði í fríi til mánudags. Hún svaraði ekki skila- boðum í farsíma. Þegar ákvörðun bankaráðs var borin undir Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, var svarið stutt: „Bankaráð, sem fer með yfirstjórn bankans, hefur ekki beint til okkar erindi vegna málsins og því bíður embættið átekta.“ Telur rétt að Seðlabanki borgi  Starfandi formaður bankaráðs SÍ telur rétt að bankinn greiði sinn hluta vegna málskostnaðarmálsins  Kostar bankann milljónir  Seðlabankastjóri útilokar ekki rannsókn á málsmeðferð bankaráðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabanki Íslands Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór í mál við bankann vegna launadeilu sinnar. Már Guðmundsson Jóhanna Sigurðardóttir Lára V. Júlíusdóttir Jón Helgi Egilsson í 40 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.