Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Metfjöldi, um 2.100 manns, fylgdist með því þegar kveikt var á Friðarsúlunni í Viðey í blíðskapar- veðri í gærkvöldi. Fyrr um daginn afhenti lista- konan Yoko Ono LennonOno-friðarverðlaunin en meðal viðtakenda var Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Hann tilkynnti að verðlaunaféð, um 6 milljónir króna, myndi renna til Kvenna- athvarfsins. Við athöfnina sparaði Ono ekki lofið og sagði Ísland farið að tákna von um frið. 2.100 manns fylgdust með því þegar Friðarsúlan var tendruð í Viðey Morgunblaðið/Styrmir Kári Kvennaathvarfið fær verðlaunaféð Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aðildarviðræður Íslands við Evr- ópusambandið (ESB) voru ferð án fyrirheitis eftir mars 2011. Þetta kom fram í erindi Ágústs Þórs Árna- sonar, aðjunkts við lagadeild Há- skólans á Akureyri, á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi. Hann er höfundur viðauka 1 í skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir utanríkisráðherra um aðildarviðræðurnar við ESB og þróun mála innan sambandsins. Ágúst Þór sagði í samtali að svo virtist sem Íslendingar hefðu ekki áttað sig á þeirri breytingu sem varð á ESB frá því að Svíþjóð, Finnland og Austurríki fengu aðild árið 1995 og þar til Ísland sótti um aðild í júlí 2009. Hann sagði að pólitískur þrýst- ingur hefði verið innan ESB á að fá Norðurlöndin og Austurríki í sam- bandið snemma á 10. áratug 20. ald- ar, áður en austantjaldslöndin færu að sækja um aðild. ESB hliðraði því til í ýmsum málum gagnvart Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Austurríki. Að- ildarferli Norðurlandanna var „kýlt í gegn“ á 18 mánuðum. Svo virtist sem íslensk stjórnvöld hefðu talið að við ættum hugsanlega jafn greiða leið fyrir höndum. Enginn slíkur pólitískur þrýsting- ur var innan ESB árið 2009 á að fá Ísland inn. ESB hefði því ekki ætlað að gefa neinn afslátt af því að Ísland þyrfti að gangast undir heildarlög- gjöf og almennar reglur sambands- ins. Ljóst megi telja að þetta hefði stöðvað umræðurnar um sjávarút- vegskaflann og á því hefði aðildar- ferlið strandað. Ágúst Þór sagði að ESB hefði í raun stöðvað aðildarvið- ræðurnar eftir seinni rýnifundinn um sjávarútvegsmál í mars 2011. ESB skilaði ekki rýniskýrslu eftir þennan fund og þar af leiðandi hefð- um við ekki getað lagt fram samn- ingsafstöðu okkar í sjávarútvegs- málum. Rýniskýrsla ESB var ekki komin fram í lok árs 2012. Eftir það hefðu Íslendingar ákveðið að hægja á aðildarferlinu. Ágúst Þór sagði það vel geta verið að fyrrverandi utan- ríkisráðherra og embættismenn gætu útskýrt hvers vegna rýni- skýrsla ESB var aldrei birt. Ágúst Þór kvaðst hafa rætt við samningamenn ESB í Brussel sem sögðu að öllum í ESB hefði verið ljóst að Íslendingar hefðu vonast eft- ir því að komast í skjól af evrunni. Samningamenn ESB sögðu við Ágúst Þór að það hefði aldrei verið inni í myndinni, enda væri aðild að myntbandalaginu flóknara mál en aðild að ESB. Strandaði á sjávarútvegskafla  ESB skilaði aldrei rýniskýrslu um sjávarútvegsmál eftir fund í mars 2011  Enginn pólitískur þrýst- ingur var innan ESB á að fá Ísland inn ólíkt því sem var gagnvart Norðurlöndum á 10. áratug 20. aldar Morgunblaðið/Golli Heimssýn aðalfundur Ágúst Þór Árnason hélt erindi um aðildarviðræður Íslands og ESB og benti m.a. á að ESB hefði í raun stöðvað viðræðurnar. Níumenningarnir sem ákærðir voru fyrir mótmælin í Gálgahrauni í Garðabæ í fyrra voru allir dæmdir til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð í Héraðsdómi Reykjaness í gær, eða að öðrum kosti sæta fangelsi í átta daga. Þeim var einnig gert að greiða málskostnað, 150 þúsund krónur hvert. Níumenningarnir voru allir viðstaddir dómsuppkvaðninguna og höfðu nokkur þeirra á orði að þau íhuguðu að áfrýja. „Tjáningarfrelsið og stjórnarskrá- in eru ekki virt, en hún heimilar að stofnað sé til friðsamlegra mótmæla. Það að við séum dæmd fyrir það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir rétt- arríkið Ísland,“ sagði Gunnsteinn Ólafsson, einn níumenninganna, í gær. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða næstu skref en sagði ákæruna gegn sér ekki halda vatni. „Ég er ákærður fyrir að víkja ekki af vinnusvæði, en ég fór aldrei inn á vinnusvæði. Þetta er fölsk ákæra en samt er ég dæmdur,“ sagði hann. 100 þúsund krónur á mann  Greiða einnig 150 þúsund krónur í málskostnað Morgunblaðið/Eggert Dómur Níumenningarnir voru allir viðstaddir dómsuppkvaðninguna í gær. 8.042 heimili fengu fjárhags- aðstoð sveitarfé- laga í fyrra. Heimilum sem þáðu greiðslur af því tagi hafði fjölgað um 306, eða 4%, frá árinu áður, að því er segir í grein um félagsþjónustu sveitarfélaga 2013 í Hagtíðindum Hagstofunnar. Fjölmennasti hópurinn sem naut fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga í fyrra var sem áður einstæðir barn- lausir karlar eða 44,5% heimila. Ein- stæðar konur með börn voru 26% heimila sem nutu aðstoðar. Breyting í fjölda þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur yfirleitt haldist í hendur við hagsveiflur. Árið 2013 varð undantekning á þeirri reglu þegar þeim sem þáðu fjár- hagsaðstoð fjölgaði samhliða minnk- andi atvinnuleysi. Aldurssamsetning viðtakenda fjárhagsaðstoðar breyttist lítið milli 2012 og 2013. Stærsti aldurshóp- urinn var sem áður á aldrinum 25-39 ára eða rúm 42% alls hópsins 2013 en var tæp 43% 2012. gudni@mbl.is Fleiri fengu fjárhags- aðstoð 4.421 barn bjó á heimili sem fékk fjárhagsaðstoð. VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair Kanarí Allra síðustu sætin 31. okt. - 26. nóv. Verð frá 168.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í íbúð á hótel Roque Nublo í 26 nætur *Verð án Vildarpunkta 178.900 kr. Aðeins flugsæti: 79.900 kr.* *Verð án Vildarpunkta 89.900 kr. RoqueNublo Síðustu sætin í sólina í október

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.