Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrír gististaðir fyrir erlenda ferða- menn eru nú í undirbúningi í grónum hverfum Reykjavíkur og kemur sá fjórði til greina í húsi sem er í endur- byggingu á Lindargötu. Tveir þeirra verða í Skipholti 15 og er áformað að hefja þar rekstur fyrir áramót. Í fyrsta lagi er um að ræða tveggja herbergja gistiheimili á jarðhæð sem er í eigu Skarphéðins Andra Ein- arssonar fjárfestis. Í öðru lagi sex stúdíóíbúðir í sama húsi á baklóð Skipholts 15 og eru þær í eigu Ingi- bergs Þorkelssonar, dáleiðslulæknis hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Í þriðja lagi undirbýr félagið Norðursýn ehf. opnun gistiheimilis á Hrísateig 14. Framkvæmdin er nú í grenndarkynningu en óskað er eftir leyfi til að endurbyggja húsið sem er kjallari og 2 hæðir og stendur á horni Hrísateigs og Sundlaugavegar með aðkomu frá Sundlaugavegi. Eins og sýnt er á mynd hér til hliðar er húsið aðeins klætt til hálfs að utanverðu. Fram kemur á vef skipulags- og umhverfisráðs að Sundlaugavegur sé aðalgata samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. „Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að vera með gistiheimili við aðalgötur og stendur til að breyta notkun hússins úr íbúð- arhúsi í gistiheimili,“ segir í greinar- gerð vegna breytingar á deiliskipu- lagi reitsins. Húsið verður stækkað og hámarksgrunnflötur 200 ferm. Átta herbergi á hverri hæð Uppdráttur með greinargerðinni bendir til þess að í húsinu verði átta tveggja manna herbergi á hverri hæð. Gólf kjallara verður lækkað þannig að salarhæð verði 2,6 metrar. Viðbygging verður til vesturs á hús- inu og skal hún vera að mestu úr gleri. Kjartan Bergur Jónsson, tals- maður Norðursýnar, baðst undan viðtali um framkvæmdirnar að sinni. Fyrirhugað gistiheimili verður í nágrenni við gistiheimilið Lauga- bjarg að Sundlaugavegi 37. Það var opnað fyrir sumarið 2012 og eru þar þrjár íbúðir og nokkur herbergi leigð ferðamönnum. Ofar í götunni er Far- fuglaheimilið í Laugardal. Líkt og á Sundlaugavegi verða að líkindum senn þrjú gistihús við sama hluta Lindargötu í Reykjavík. Á Lindargötu 50 er 101 Skuggi Guesthouse til húsa og handan göt- unnar, á Frakkastíg 6a, er nýtt íbúða- hótel með 10 stúdíóíbúðum. Vestast á þessum vestasta hluta Lindargötu, á Lindargötu 62, er til skoðunar að hafa gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Þar hafa miklar endur- bætur staðið yfir frá því í sumar. Fé- lagið Byggir ehf. á húsnæðið, sem skráð er sem þrjár íbúðir á þremur hæðum. Eigendur félagsins hafa ekki tekið ákvörðun um hvort húsnæðið verður leigt til ferðamanna eða hvort þar verði íbúðir leigðar til fyrirtækja í langtímaleigu. Var í eigu Félagsbústaða Að sögn Arnars Hannesar Gests- sonar, eins eigenda Byggis, var Lindargata 62 áður í eigu Félags- bústaða. Húsið var selt á sínum tíma en kaupandinn skilaði því. Sagan endurtók sig og er Byggir þriðji kaupandinn að húsinu. „Það eru tveir búnir að skila hús- inu. Ég er þriðji aðilinn sem kaupir það. Við erum að leita ráða hjá skipu- lagsyfirvöldum varðandi breytingar á húsinu,“ segir Arnar Hannes. „Húsið er friðað og eru breytingarnar unnar í samstarfi við Minjastofnun,“ segir Arnar Hannes og tekur ýmis dæmi um hvernig síðari tíma breytingar hafi spillt útliti hússins. Hann segir að komið verði fyrir kvistum á þak- inu, líkt og á Lindargötu 60, ásamt því sem komið verður fyrir svölum til vesturs. Innra byrði hússins verður fært í sem upprunalegast horf. „Skorsteinn sem var á þakinu var kominn niður á fyrstu hæð. Ég tók saman brotin og mun nýta þau síðar. Sandblásnir ofnar verða í kjall- aranum, eins og algengt var í húsum frá þessum tíma. Það eru hand- höggnir steinar í kjallaranum sem við ætlum að háþrýstiþvo svo þeir fái eldra útlit. Þá verður sett dren með húsinu. Þessari endurbyggingu fylgir verulegur kostnaður. Þess vegna gáf- ust hinir upp,“ segir Arnar Hannes. Húsið byggt 1903 eða 1907 „Þetta er mjög skemmtilegt verk- efni og gaman að fá tækifæri til að færa húsið í fyrra horf. Það er álita- mál hvort húsið var byggt 1903 eða 1907. Þegar um svona gamalt hús er að ræða kalla ég strax Minjastofnun til verksins.“ Spurður hvort hagkvæmt sé að hafa hótelíbúðir í húsinu segir Arnar Hannes að ekki sé á vísan að róa í þeim efnum. Samkeppnin á mark- aðnum sé mikil og verðið utan há- annatíma aðeins um 100 evrur fyrir dagsleigu á íbúð í miðbænum, borið saman við 250-300 evrur yfir hásum- arið. Það sé ekki mikið miðað við kostnað við utanumhald, þar með tal- ið þrif. Hann áætlar að 80% þeirra sem reyni fyrir sér með leigu íbúða eða herbergja í miðborg Reykjavíkur gefist upp á slíkum rekstri. Byggir hefur endurbyggt þrjár húseignir í miðborginni, Laugaveg 20b, 30 og 30b. Þá er félagið með þrjár íbúðir til útleigu til ferðamanna á Laugavegi 86-94 undir merkjum Northern Lights apartments. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni voru seldar gistinætur á hótelum sem eru opin allt árið um 1.636 þús. á fyrstu átta mánuðum árs- ins, eða 11,3% fleiri en í fyrra, og er það met. Aukningin er 67% frá 2009. Ný gistihús í grónum hverfum Morgunblaðið/Golli Endurbyggt Lindargata 62 verður tekin í gegn. Félagið Byggir stendur fyrir framkvæmdinni. Ekki hefur verið ákveðið hvort íbúðahótel verður í húsinu. Morgunblaðið/Eggert Nærri Laugardalslaug Félagið Norðursýn hyggst opna gistiheimili að Hrísateig 14. Áformað er að reisa viðbyggingu úr gleri til vesturs.  Nokkrir gististaðir eru í undirbúningi í miðborg Reykjavíkur og nálægum hverfum  Nýtt gisti- hús og nýtt íbúðahótel verða opnuð í sama húsinu í Skipholti síðar á árinu  Gamalt hús fær nýtt líf Morgunblaðið/Árni Sæberg Á horni Grensásvegar og Miklubrautar Gistiheimilið Summer Day Guest- house var opnað í fyrrasumar. Ekki fengust upplýsingar um gistinguna. Morgunblaðið/Golli Skipholt 15 Tveir nýir gististaðir opna í þessu fjölbýlishúsi í Skipholtinu í Reykjavík á næstunni. Skammt frá er verið að stækka Hótel Klett. Hrísateigur 14 Hér má sjá frum- drög að norðurhlið eftir breytingu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að ríkissjóður skuli endur- greiða fjármála- fyrirtækinu Lýs- ingu á annan tug milljóna króna vegna oftekinna skatta. Málið varðar þjónustugjöld sem lögð voru á lánastofnanir, Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði árin 2010 og 2011 til að standa straum af útgjöldum vegna Umboðsmanns skuldara (UMS). Hóf það embætti starfsemi 1. ágúst 2010. Frá og með árinu 2012 hefur emb- ættið verið fjármagnað með sköttum á viðkomandi aðila. Niðurstaðan er í samræmi við samkomulag Lánasjóðs sveitarfé- laga við ríkið. Um þau málalok segir orðrétt í árshlutareikningi sjóðsins 30. júní sl.: „Lánasjóðurinn taldi gjaldtökuna ólögmæta og höfðaði mál til endurgreiðslu. Þann 14. maí 2013 gerðu lánasjóðurinn og ís- lenska ríkið með sér samkomulag þar sem ríkið féllst á að um væri að ræða þjónustugjald sem lánasjóðn- um bæri ekki að greiða. Var lána- sjóðnum endurgreitt ásamt vöxtum og málskostnaði.“ Lögum um embættið ekki fylgt Fram kemur í dómi héraðsdóms í máli Lýsingar að stefnandi byggir á því að „lagaákvæði um gjaldtöku Umboðsmanns skuldara vegna rekstraráranna 2010 og 2011 hafi ekki uppfyllt kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar um skattlagn- ingarheimild, enda hafi ekki með skýrum og afdráttarlausum hætti verið mælt fyrir um skattstofn eða reglur um ákvörðun fjárhæðar skatts, s.s. skatthlutfall“. „Vísar stefnandi sérstaklega til þess að til- vísun 5. gr. laga nr. 161/2010 til „umfangs útlánastarfsemi“ feli ekki í sér skýra og afdráttarlausa til- greiningu skattstofns,“ segir í dómnum. Þá vísaði stefnandi, þ.e. Lýsing, til þess að skipting gjalds á milli gjaldenda þurfi að vera málefnaleg og rökstudd og í samræmi við kostn- að viðkomandi stjórnvalds af starf- semi gjaldenda. Við gjaldtökuna hafi ekki verið fylgt eftir ákvæðum laga um Umboðsmann skuldara, né al- mennum kröfum stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar. „Í munnlegum málflutningi vísaði stefnandi sér- staklega til þess að stór hluti útlána hans hefði verið til lögaðila en ekki einstaklinga. Með gjaldtökunni hefðu því verið innheimt gjöld vegna starfsemi stefnanda sem aldrei hefði getað leitt til verkefna hjá Umboðs- manni skuldara.“ Jónas Fr. Jónsson var lögmaður Lýsingar í málinu. „Niðurstaðan er skýr og sýnir að það var ekki fylgt þeim kröfum sem stjórnarskrá og meginreglur laga gera til töku þjónustugjalda. Þarna var ekki afmarkað hvaða starfsemi var verið að rukka fyrir. Þá voru ekki á neinu stigi málsins lögð fram gögn um hvernig gjaldið var fundið út og hvaða forsendur voru að baki. Þannig að gjaldið er ólöglegt.“ Þjónustugjald vegna UMS ólögmætt  Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir að ríkissjóður skuli endurgreiða Lýsingu á annan tug milljóna Jónas Fr. Jónsson Á annan tug milljóna » Í dómsorðum segir að ríkið skuli greiða Lýsingu 10.257.743 kr. ásamt vöxtum. » Það skuli gert skv. lögum um vexti og verðtryggingu. » Það reiknast af 5.440.609 kr. frá 15. september til 2. nóvember 2011 en af 10.257.743 kr. frá þeim degi til 28. ágúst 2013 og ásamt dráttarvöxtum samkvæmt sömu lögum frá þeim degi til greiðsludags. » Þá skuli ríkið greiða Lýsingu 750.000 kr. í málskostnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.