Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2014 „Ríki íslams“, og stuðningsmanna Verkamannaflokks Kúrdistans, sem barðist í þrjá áratugi fyrir sjálfstæði Kúrda í Tyrklandi. Stuðningsmenn Verkamanna- flokks Kúrdistans eru reiðir vegna þess að tyrkneskir hermenn hafa komið í veg fyrir að þeir geti farið yf- ir landamærin til að berjast með sýr- lenskum Kúrdum gegn samtökum íslamistanna. Þeir segja að Tyrkir myndu fagna falli Kobane ef það yrði til þess að Kúrdar gætu ekki komið á sjálfstjórnarsvæði í Sýrlandi, við landamærin að Tyrklandi. Yfirvöld hafa sett útgöngubann á kvöldin í sex héruðum í Tyrklandi til að reyna að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Yfir 180.000 manns liggja í valnum Kúrdar og stuðningsmenn þeirra hafa efnt til mótmæla víðar í Evrópu. Yfir þúsund Kúrdar mótmæltu á götum þýskra borga í fyrrakvöld. Kvöldið áður særðust 23 í óeirðum í Hamborg. Vígamenn „Ríkis íslams“ hafa lagt stór svæði í Sýrlandi og Írak undir sig og hafa setið um Kobane í þrjár vikur. Talið er að ef bærinn fellur verði það mikill sigur fyrir íslamist- ana og stórt skref í sókn sem þeir hófu til að ná löngu belti við landa- mærin að Tyrklandi á sitt vald. Hermt er að um 40 liðsmenn sam- taka íslamistanna hafi beðið bana í Kobane í fyrrinótt, þar af 23 í loft- árásum Bandaríkjahers og araba- ríkja. Fimmtán Kúrdar féllu í átök- unum. Hátt í 200.000 manns hafa þurft að flýja heimkynni sín vegna sóknar ísl- amistanna við tyrknesku landamær- in. Yfir 180.000 manns hafa beðið bana í stríðinu í Sýrlandi frá því að það hófst árið 2011. Istanbúl ANKARA Batman 200 km Agri Karliova Van Mannskæð átök milli kúrdískra mótmælenda og lögreglu í Tyrklandi Suruc Kobane Diyarbakir Mardin Siirt Mus Blóðug átök í Tyrklandi ÍRAK GEORGÍA Svartahaf Miðjarðarhaf GRIKKLAND BÚLGARÍA ARMENÍA ÍRANTYRKLAND SÝRLAND Átök án dauðsfalla Útgöngu- bann sett Byggðir Kúrda Mannskæð átök Antalya Adana Mersin Lýðræðissinnar í Hong Kong sögð- ust í gær ætla að halda mótmælum sínum áfram í fjármálahverfi borgarinnar eftir að hætt var við fyrirhugaðar samningaviðræður þeirra við yfirvöld. Viðræðurnar áttu að hefjast í dag en þeim var af- lýst nokkrum klukkustundum eftir að mótmælendur sögðust ætla að leggja fleiri svæði undir sig ef yfir- völdin verða ekki við kröfum þeirra um lýðræðislegar kosningar. Lýðræðissinnar boða frekari mótmæli í Hong Kong AFP Viðræðum aflýst Einn farþeganna í MH17, malasísku farþegaþotunni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí, var með súrefnisgrímu um hálsinn. Þetta er talið benda til þess að sumir farþega þotunnar hafi vitað í hvað stefndi. Þetta er meðal þess sem kom fram í sjónvarpsþætti í Hollandi í fyrrakvöld, en utanríkis- ráðherra landsins var gestur þátt- arins. „Hvernig og hvenær gríman end- aði um háls fórnarlambsins er ekki vitað,“ sagði saksóknari sem var einnig gestur þáttarins. Leitað var að fingraförum, munn- vatni og erfðaefnum á grímunni án árangurs. 298 manns voru í vélinni en far- þeginn sem um ræðir er sá eini sem var með súrefnisgrímu um hálsinn. larahalla@mbl.is Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu AFP Flug MH17 Brak úr malasísku þot- unni í austanverðri Úkraínu. Aukin geislavirkni, sem rakin er til kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, hef- ur orðið til þess að hreindýrakjöt í miðhluta Noregs telst nú óhæft til neyslu, nær þremur áratugum eftir að slysið varð. Inger Margrethe Eikelmann, rannsóknarkona við geislavarna- stofnun Noregs, sagði að magn geislavirkra efna í hreindýrakjöti á svæðinu hefði mælst langt yfir hættumörkum. Þetta varð til þess að hreindýraslátrun var bönnuð á svæðinu, en yfirleitt er hundruðum hreindýra slátrað þar í lok sept- embermánaðar. Aukna geislavirkn- in er rakin til veðurfarsins á svæð- inu í sumar, en það var óvenju hlýtt og rakt. Vegna sumarveðursins er óvenjumikið um sveppi sem hrein- dýrin éta. Sveppirnir taka í sig næringarefni úr efri lögum jarð- vegsins þar sem megnið af geisla- virku efnunum er. Gert er þó ráð fyrir því að eig- endur hreindýrabúa á svæðinu geti hafið slátrun í nóvember eða des- ember ef hreindýrin hætta að éta sveppina og snúa sér að hollari fæðu. bogi@mbl.is Hreindýrin óhæf til átu vegna geislavirkra sveppa Hreinar Dýrin þurfa að éta hollari fæðu til að verða hæf til slátrunar. AFP Heilsuborg 5 ára Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is Opið hús 11. október frá kl. 11:00-14:00 DJ sólhattur og þjálfarar okkar kenna saman í afmælishóptíma kl. 11:00 Afmæliskaka a’la Sólveig kl. 12:30 100 heppnir gestir fá gjöf frá Heilsuborg Kynningar og tilboð á vörum og þjónustu Edda Björgvins verður með stórskemmtilegan fyrirlestur kl. 13:00 Gleði og húmor – dauðans alvara Allir velkomnir! Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is Bandsög 100mm. Bandsög 260mm. Bandsög BS-260G Blað: 2455x27mm. Geta: = 277mm = 260x110mm. Mótor: 1000w. TT 388017 Súluborvél Súluborvél T-25A Mótor: 0,65 KW. 3Ph. 400 V MT3Festing: Færsla: 125mm Geta stál: 25mm Hraðar: 8 Gírar Þyngd: 190 kg. TT 390002 Bandslípivél Bandslípivél S-75 Slípiband: 75X2000mm. Mótor: 3000w. TT 389001 Bandsög BS-100 Blað: 1470x13mm. Geta: = 100mm. = 100x150mm. Mótor: 375w. TT 388001 349.000,- T i lboð 326.300,- T i lboð 134.900,- T i lboð 95.500,- Tilboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.