Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Ísnet Húsavík s. 5 200 555
Ísnet Akureyri s. 5 200 550
Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565
Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560
Hafðu samband og
kynntu þér vöruúrvalið
og þjónustuna
Vertu viðbúinn vetrinum
Mest seldu snjókeðjur á Íslandi
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Lítið miðar í kjaradeilu Félags tón-
listarskólakennara, FT og Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Fundi deilu-
aðila lauk á sjöunda tímanum í gær-
kvöldi og sagði Sigrún Grendal Jó-
hannsdóttir, formaður FT, að honum
loknum að mikið bæri á milli. Nýr
fundur hefur verið boðaður kl. 14 í
dag.
FT er aðili að Kennarasambandi
Íslands og fer fram á sambærileg kjör
og félagsmenn annarra félaga sam-
bandsins hafa. Formaður samninga-
nefndar sveitarfélaganna segir slík
kjör ekki í boði nema FT sé tilbúið í
breytingar á samningum og vinnuum-
hverfi.
Tónlistarkennarar í Félagi ís-
lenskra hljómlistarmanna, FÍH,
greiða þessa dagana atkvæði um
samning sem skrifað var undir á mið-
vikudaginn. Félagar í þessum tveim-
ur stéttarfélögum sinna sambæri-
legum störfum. Félögin tvö voru áður
í samstarfi um kjarasamninga en
koma nú að samningaborðinu hvort í
sínu lagi.
Segir að breytinga sé þörf
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður
samninganefndar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir þessi tvö
félög hingað til hafa verið á sama
kjarasamningi gagnvart sveitarfélög-
unum. „Við semjum við þessi félög um
sömu störf, en áherslur þeirra gagn-
vart okkur eru ólíkar.“ Inga Rún seg-
ir sveitarfélögin ekki tilbúin til að
ganga að kröfum FT um sambærileg
laun og annarra hópa innan KÍ án
þess að verulegar breytingar verði
gerðar á kjarasamningum og vinnu-
umhverfi. „Grunnskólakennarar náðu
fram viðamiklum breytingum á sínum
samningum eftir mikla vinnu og ein-
földun á samningnum,“ segir Inga
Rún. „Á grundvelli þeirra breytinga
sköpuðum við tækifæri til hagræðing-
ar, sem gerði okkur kleift að hækka
laun þeirra. Við erum tilbúin í slíka
vinnu með Félagi tónlistarskólakenn-
ara en höfum ekki fengið mikinn
hljómgrunn.“
„Við erum í sama stéttarfélaginu
með sömu kjarastefnuna. Erum við
heppilegt bitbein í einhverri stjórn-
málafléttu?“ spyr Sigrún, formaður
FT, og á þar við að þau 5% félags-
manna KÍ, sem eru í Félagi tónlistar-
skólakennara, eru með lægri laun en
aðrir félagsmenn. „Samkomulag ríkis
og sveitarfélaga um eflingu tónlistar-
náms rennur út núna um áramótin og
við vitum ekki til þess að menn séu að
ræða saman um framhaldið,“ segir
Sigrún. „Er verkfallið okkar kannski
kærkomin búbót fyrir sveitarfélögin í
lok fjárhagsárs?“
Hún segist hafa orðið fyrir von-
brigðum með gang viðræðna. Þær hafi
hafist í byrjun desember í fyrra en
ekki hafi komið fram neinar haldbærar
hugmyndir samninganefndar sveitar-
félaganna fyrr en eftir að ákveðið hafði
verið að greiða atkvæði um boðun
verkfalls. „Ég átta mig ekki á því
hvaða skilaboð er verið að senda. Það
er a.m.k. búið að gera okkur fyllilega
ljóst að við höfum ekki sama slagkraft
og t.d. leikskólakennarar eða flug-
menn. Hingað til hafa þetta ekki verið
eiginlegar samningaviðræður.“
Félag tónlistarskólakennara hefur
borið saman laun félagsmanna og um-
sjónarkennara í grunnskóla og munar
þar talsverðu á. Samkvæmt upplýs-
ingum frá FT verða laun 45 ára tón-
listarkennara 378.169 krónur í byrjun
næsta árs, en laun umsjónarkennara
á sama aldri 439.447. Sigrún segir
raunhæft að bera þessi tvö störf sam-
an. „Bæði krefjast mikilla samskipta
við foreldra, utanumhalds og einstak-
lingsmiðaðs náms.“
Slitnaði upp úr samstarfi
FÍH er aðildarfélag BHM og segir
Freyja Gunnlaugsdóttir, formaður
samninganefndar FÍH, nýja samn-
inginn góðan og að hann taki mið af
samningum annarra félaga innan
BHM. Hann gildir fram á næsta sum-
ar og Freyja segir að tekist hafi að ná
þeim skammtímamarkmiðum sem
sett voru. „Þetta eru hreinar launa-
hækkanir, engar breytingar í starfs-
umhverfi né aukið vinnuframlag,“
segir Freyja. Alls nemur hækkunin
7,5%, þar af eru 3,2% afturvirk til 1.
mars og 4,3% koma til hækkunar 1.
nóvember. „Þetta er stuttur og ein-
faldur samningur. Í honum felst að-
gerðaáætlun þar sem farið verður yfir
ýmis atriði sem ræða þarf og endur-
skoða í samráði við sveitarfélögin.“
Spurð hvers vegna slitnað hafi upp
úr samfloti félaganna tveggja í samn-
ingagerð segir Freyja það hafa verið
að frumkvæði FT. „Þarna er fólk í
sambærilegum störfum á sömu stöð-
um. Við náum meiri árangri samein-
uð.“
Sigrún segir ástæðu þess að félögin
ganga til samninga hvort í sínu lagi
fyrst og fremst vera mismunandi
áherslur í starfsemi félaganna. „Okk-
ar starfsemi beinist öll að faglegu
starfi tónlistarskólanna og mennta-
málum sem hluti af KÍ. En ég efast
ekki um að samstarfið eigi eftir að
vera meira í framtíðinni.“
Sumir í verkfalli, aðrir semja
Félag tónlistarskólakennara enn í verkfalli Ekkert samstarf milli tveggja
félaga tónlistarkennara Sveitarfélögin vilja gera breytingar á samningum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjá ríkissáttasemjara Sigrún Grendal og félagar í FT fylktu liði í Karp-
húsið fyrr í mánuðinum og hugðust afhenda þar ályktun.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Íslandsbanki hefur krafið þá Ragnar
Z. Guðjónsson, fv. sparisjóðsstjóra
Byrs, og Jón Þorstein Jónsson, fv.
stjórnarformann sparisjóðsins, um
milljarð króna í skaðabætur vegna
tjóns sem bankinn telur sig hafa orð-
ið fyrir af lánveitingu Byrs til félags-
ins Exeter Holdings árið 2008. Kraf-
an var tekin fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í síðustu viku.
Þeir Ragnar og Jón Þorsteinn
voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs
fangelsi vegna umboðssvika í
tengslum við lánveitinguna árið
2012. Lánið var veitt til kaupa á
stofnfjárbréfum í eigu Jóns Þor-
steins og nokkurra starfsmanna
sparisjóðsins og félags sem að hluta
var í eigu Ragnars. Upphæð þess var
1,1 milljarður króna.
Byr varð gjaldþrota árið 2010 en
Íslandsbanki tók yfir starfsemi
sparisjóðsins ári síðar.
„Í grundvallaratriðum hefur ekki
verið sýnt fram á það að Íslands-
banki hafi orðið fyrir einhverju tjóni
enda er þessi atburður sem á að hafa
leitt til skaðabótaskyldu bankanum
óviðkomandi,“ segir Hróbjartur
Jónatansson, verjandi Jóns Þor-
steins.
Þá segir hann að hið meinta tjón
hafi verið algerlega ofmetið í rann-
sókn málsins. Af einhverjum ástæð-
um hafi ekki verið litið til markaðs-
virðis stofnbréfanna í Byr þegar
lánið var veitt. Þau bréf hafi haft
verðgildi 2008. Sparisjóðurinn hafi
ekki farið í þrot fyrr en átján mán-
uðum síðar.
„Hefði verið ráðist í að ráðstafa
þessum bréfum strax og tilefni var
til, þá má ætla að tjónið hefði orðið
miklu minna en sem nam andvirði
lánsins,“ segir hann.
Krafðir um millj-
arð persónulega
Fv. stjórnendur
Byrs krafðir um bæt-
ur af Íslandsbanka
Morgunblaðið/Eggert
Byr Tvímenningarnir voru dæmdir
fyrir umboðssvik vegna lánsins.
Samtök atvinnulífsins leggjast
gegn þingsályktunartillögu um að
félags- og húsnæðismálaráðherra
hefji vinnu við útreikning nýrra
neysluviðmiða fyrir íslensk heim-
ili. Segja samtökin að neyslu-
viðmið séu hvorki endanlegur
mælikvarði á hvað teljist nægj-
anleg neysla einstakra heimila né
dómur um hvað einstakar fjöl-
skyldur þurfa sér til framfæris.
Hagsmunasamtök heimilanna
styðja tillöguna hins vegar heils-
hugar. Þá telja Jafnréttisstofa og
Barnaverndarstofa jákvætt að Al-
þingi samþykki slíka tillögu. Seg-
ir Barnaverndarstofa að ýmsir
fastir útgjaldaliðir heimila hafi
hækkað mikið undanfarin ár.
Jafnréttisstofa bendir á nauðsyn
þess að taka tillit til kynjasjón-
armiða varðandi útreikninginn
eftir því sem við eigi.
Þetta kemur fram í umsögnum
um þingsályktunartillöguna, sem
Elsa Lára Arnardóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, lagði
fram á Alþingi ásamt fleiri þing-
mönnum. Í greinargerð með til-
lögunni segir að það sé morgun-
ljóst að ýmsir fastir útgjaldaliðir
hafi hækkað mikið undanfarin ár
og hafi það haft áhrif á íslensk
heimili. Því sé afar brýnt að vinna
við útreikning nýrra neyslu-
viðmiða fari fram.
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi Alþingismenn á þingfundi.
Ólík afstaða
til neyslu-
viðmiða
Á föstudaginn birtist bréf á vef-
síðu FÍH, skrifað af nafngreindum
félaga í FT. Bréfið hafði þennan
sama dag verið sent á netfanga-
lista FT og félagsmenn hvattir til
að „sannfæra vini okkar og kollega
hjá FÍH um að samþykkja ekki
þennan samning“. Er þar átt við
kjarasamning sem félagsmenn FÍH
greiða atkvæði um þessa dagana.
Bréfið er birt á vefsíðu FÍH undir
fyrirsögninni „Siðlaus hegðun“ og
þar segir líka að bréfið sé „hugs-
anlega“ sent af forystu Félags tón-
listarskólakennara og það bendi til
þess að umræðan sé í slæmum
farvegi. Spurð hvort umrætt bréf
hafi verið sent á vegum stjórnar FT
segir Sigrún, formaður félagsins,
svo ekki vera. „Við vorum sökuð
um að standa á bak við þetta en
myndum aldrei skipta okkur af
störfum annarra stéttarfélaga.
Mér sýnist þetta vera skoðun
þessa tiltekna aðila, það er reynd-
ar umhugsunarefni að það hafi
verið sett á opna vefsíðu.“
Freyja segir FÍH lítið vilja tjá sig
um málið að öðru leyti en því að
félagið sé ósátt við að reynt hafi
verið að hafa áhrif á afstöðu fé-
lagsmanna til samningsins.
FT-félagar fengu bréf
REYNT AÐ HAFA ÁHRIF Á ATKVÆÐAGREIÐSLU