Morgunblaðið - 28.10.2014, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
VIÐTAL
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Við Arnarholt á Kjalarnesi er verið
að útbúa gistirými fyrir 40 manns.
Nokkrar hugmyndir eru uppi um
heppilegustu starfsemina í húsinu
og eru eigendurnir í leit að hent-
ugum rekstraaðilum. Að sögn Stef-
áns Stefánssonar, staðarhaldara og
atvinnulífsfræðings, eru tvær hug-
myndir sem helst er verið að vinna
með. Annars vegar að þar verði rek-
ið heilsuhótel og hins vegar að þar
verði vistleg aðstaða fyrir flótta-
menn á meðan þeir bíða eftir að mál
þeirra fái afgreiðslu í kerfinu. Stef-
án talaði við ráðuneytið í vor um þá
hugmynd, en þar á bæ eru menn
enn að ráða ráðum sínum.
Allt var í niðurníðslu
Arnarholt er í eigu Fylkis ehf.
sem unnið hefur að endurbótum á
húsinu. Að sögn Stefáns er hótelið
þegar komið með gistileyfi fyrir 15
herbergi en að auki er verið að
standsetja 25 herbergi. „Hér var
allt í niðurníðslu. Við byrjuðum á
því að loka húsinu að utan. Það tók
langan tíma og í framhaldinu hófum
við framkvæmdir að innan.“
Þar hafa þegar dvalið hópar frá
fyrirtækjum og segir Stefán að
meðal annars sé verið að útbúa sal
sem hentar undir fyrirlestra.
Stefán er þess fullviss að ferða-
menn sjái sér hag í að dvelja á Kjal-
arnesi, sem hann segir að sé á milli
borgar og sveitar. Nálægðin við
borgina geri þetta að tilvöldum stað
fyrir þá sem bæði vilji upplifa nátt-
Uppbygging Þegar hafa verið gerð 15 herbergi og von er á 25 herbergjum til viðbótar.
Tíminn mun leiða
reksturinn í ljós
Heilsuhótel eða vistheimili fyrir flóttamenn í Arnarholti
REYKJAVÍK2014Á FERÐ UMÍSLAND
Fjöldaframleiðsla á alíslenskum bíl getur hafist þegar fjármagn er tryggt.
Hönnunarvinnu fyrstu línu svonefnds Ísar-bíls er lokið. Hann er sérstaklega
hugsaður fyrir utanvega- og óbyggðaakstur með þarfir ferðaþjónustu og
björgunarsveita í huga. Verkefnið var kynnt á sprotaþingi Arion banka – Seed
Forum – á föstudaginn. Ísar er er fleirtalan af orðinu ís, og kallast sú tegund
sem lokið er við að hanna Ísar Torveg.
„Þetta er fyrsti bíllinn í heiminum sem er hannaður frá grunni fyrir óbyggð-
irnar, hannaður með þessa dekkjastærð í huga og þessa getu,“ segir Bjarni
Hjartarson, hönnuður Ísar Torveg, í samtali við mbl.is., og bætir við að hingað
til hafi þurft að breyta bílum fyrir þessar aðstæður. Bíllinn verður framleiddur í
þremur mismunandi stærðum. gudmundur@mbl.is
Teikning/Ísar
Íslenskur Svona lítur hinn nýi alíslenski bíll, Ísar Torveg út.
Hafa hannað bíl fyrir ferðaþjón-
ustuna og björgunarsveitirnar
Reykjavíkurborg á fjölbreytt safn
verka eftir listamanninn Erró; mál-
verk, skúlptúra, klippimyndir, vatns-
litamyndir og grafíkverk, auk einka-
bréfa og ýmissa gagna sem varpa
ljósi á feril hans sem listamanns. Árið
1989 gaf listamaðurinn borginni um
2.000 verk sín, síðan þá hefur bæst
talsvert við safnið sem telur nú um
4.400 verk. Hluti verka Errós er
ávallt uppi á Listasafni Íslands í
Hafnarhúsinu og þar er leitast við að
gefa mynd af ferli hans. Reglulega
eru haldnar sérsýningar á verkum
hans, þeirri síðustu lauk í haust.
Erró, eða Guðmundur Guðmunds-
son, fæddist árið 1932 og er einn
þekktasti samtímalistamaður Íslend-
inga. Hann hefur verið búsettur í Par-
ís í rúma hálfa öld og hefur á þeim
tíma fengist við fjölbreytta list-
sköpun. annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listamaðurinn Erró við verk sín í Hafnarhúsinu árið 2012. Undanfarin 25 ár
hefur hann gefið borginni á fimmta þúsund verka sinna frá ýmsum tímum.
Borgin á 4.400 Errómyndir
„Vörurnar okkar komu á markað í
Rússlandi og Slóveníu núna í haust.
Það hefur gengið vel að kynna
þær og þær hafa fengið góðar
móttökur,“ segir Brynhild-
ur Ingvarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri nýsköpunar-
fyrirtækisins Marinox.
Fyrirtækið sérhæfir sig í
rannsóknum, þróun og fram-
leiðslu á lífvirkum efnum úr sjáv-
arþörungum og afurðum sem inni-
halda slík efni. Fyrsta vörulínan,
UNA skincare-húðvörurnar, kom á
markað fyrir tveimur árum og er á
boðstólum á um sextíu sölustöðum
hér innanlands. Um er að ræða
dagkrem, næturkrem og
augnkrem. Nú er markaðs-
sókn að hefjast utanlands og
á fyrirtækið um það sam-
starf við Íslandsstofu. Sjón-
um er fyrst beint að mörk-
uðum í Austur-Evrópu og hefur
að sögn Brynhildar gengið ágæt-
lega að fá fjölmiðla þar eystra til að
fjalla um vörurnar.
Mikil samkeppni ríkir á snyrti-
Vörur Marinex fást
nú í Austur-Evrópu
Húðvörur úr sjávarþörungum
Ljósmynd/Marinox
Vörulínan Marinox framleiðir dagkrem, næturkrem og augnkrem. Vörurnar fást á 60 sölustöðum innanlands.
Þegar hafa komið hópar frá fyr-
irtækjum og gist í Arnarholti og
sumir hafa komið oftar en einu
sinni. Stefán segir að íbúar í ná-
grenni við Arnarholt séu mjög
áhugasamir um hótelbygginguna
og hafi sýnt uppbyggingaráformum
mikinn stuðning. „Þeir hafa boðið
þeim gestum sem hingað hafa kom-
ið upp á vöfflur, kaffi og kakó. Fólk
kann vel að meta slíka heim-
ilisstemningu. Við viljum viðhalda
henni og að fólk fái það ekki á til-
finninguna að verið sé að plokka af
því peninga, heldur að hér sé nota-
legt að vera,“ segir Stefán.
Heimilisstemning í Arnarholti
EKKERT PENINGAPLOKK