Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 22

Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðasta ríkis-stjórn héltóhönduglega á mörgum mik- ilvægum málum. Stærstu axar- sköftin eru bæri- lega kunn og óþarft að rifja þau upp hér, þótt rétt sé og skylt að minna reglulega á þau. Aðkoma fjármálaráðuneyt- isins að útgáfu skuldabréfs á milli nýja og gamla Landsbank- ans er eitt versta klúðrið, þó að mörg væru þau og sum mjög slæm, og hefur skapað vaxandi óróleika og er enn að banka á dyr, og nú með töluverðum þjósti og frekjugangi. Það sætir engum tíðindum, þótt menn á borð við Björn Val Gíslason, helsta handlangara Steingríms J. Sigfússonar í lið- inni valdatíð hans, og Vilhjálm Þorsteinsson, auðmann úr Samfylkingunni, skuli enn knýja á um að málinu sé lokið og „komið út úr heiminum“, og það þótt með ósköpum verði fyrir þjóðina. Þau stjórn- málaöfl, sem þessir menn fylgja jafnan fast, ættu auðvitað að hafa vonda samvisku vegna hins ónýta og stórskaðlega málatilbúnaðar, sem viðhafður var í þessu máli. Þess utan er hamagangur þeirra í Icesave- málinu ekki gleymdur, né þær firrur sem þá voru bornar á borð, og þjóðin sjálf þurfti að þeyta út í hafsauga með sveiflu. Ráð úr þeirri átt- inni eru því verri en engin. Það væri ekki að- eins óþarfi, heldur hreint glapræði, að beygja sig nú fyrir þrýstingi og hót- unum varðandi þetta ólánsmál. Einstök atriði, sem og heild- armyndin sjálf varðandi afnám gjaldeyrishafta, þurfa að liggja ljósar fyrir en nú er og fastara verður að vera í hendi hvort og hvernig þarf að haga nýrri lagaumgjörð vegna þess máls alls. Þegar það allt hefur verið fellt í farveg, sem ætti að verða ekki síðar en um næstu áramót, ef marka má fyrirliggjandi yf- irlýsingar, verður hægt að horfa á skuldabréfamálið í því ljósi, en ekki fyrr. Þá þurfa viðbrögð einstakra aðila við heildarstefnumörk- uninni og lagaumgjörðinni einnig að liggja fyrir. Augljóst er af því, sem spurst hefur út, að óprúttnir aðilar leitast við að skapa andrúmsloft tímahraks í þessu tiltekna máli, án þess að forsendur standi til þess. Til- gangurinn er augljóslega að stýra mönnum til fljótfærn- islegra ákvarðana, hagfelldra tilteknum kröfuhöfum en ekki þjóðarhagsmunum. Sem betur fer er ekki ástæða til að ætla að ábyrgir aðilar falli á því prófi. Fráleitt að endur- taka mistök sem gerð voru við útgáfu skuldabréfs á milli nýja og gamla Landsbankans} Rétt að flýta sér hægt þegar óprúttnir hotta á Pyntingar erudaglegt brauð í Nígeríu og saklaust fólk er hvergi öruggt. Ódæð- isverk hryðju- verkasamtakanna Boko Haram hafa verið í sviðsljósinu, en yf- irvöld fara einnig sínu fram án þess að vera dregin til ábyrgð- ar. Bæði lögreglan og herinn í landinu pynta menn, konur og börn allt niður í tólf ára aldur, samkvæmt nýrri skýrslu Am- nesty International. Lögreglan er eins og ríki í ríkinu og notar vald sitt til að kúga fé út úr al- menningi. Hún handtekur fólk og það heyrist aldrei til þess meir. Justine Ijeomah berst gegn pyntingum í Nígeríu. Hann hef- ur verið handtekinn 25 sinnum og oftsinnis pyntaður. Eitt sinn barði lögregla höfði hans fjórum sinnum við vegg svo hann end- aði á sjúkrahúsi. Hann er enn með höfuðverki. Í annað skipti gekk hópur lögreglumanna í skrokk á honum. Aftur lenti hann á sjúkrahúsi. Hans saga er þó ekki sú versta. Ij- eomah segir frá börnum, sem þving- uð voru til að játa með pyntingum. Moses Akatugba var handtek- inn 16 ára. Hann var þvingaður til að játa á sig morð með pynt- ingum. Neglurnar voru rifnar af höndum hans og fótum. Það var gert til að sársaukinn yrði sem mestur. Eftir það var hann tilbúinn að játa hvað sem er. Á grundvelli þeirra játninga var hann dæmdur til dauða og bíður þess nú að verða hengdur. Ijeomah stofnaði mannrétt- indasamtök í Nígeríu til að berj- ast gegn pyntingum. Hann og samstarfsmenn hans leggja sig í hættu í baráttunni. Hann er nú á ferðalagi um Evrópu til að vekja athygli á málstaðnum og flutti fyrirlestur í Norræna hús- inu í gær. Umheimurinn getur lagt baráttu hans lið með því að gera yfirvöldum í Nígeríu grein fyrir að fylgst sé með þeim og þrýsta á um að pyntingar verði bannaðar með lögum í landinu. Lögreglan í Nígeríu er eins og ríki í ríkinu} Pyntingar daglegt brauð M eint mikilvægi þess að safnað sé öflugri skotfærum í vopna- búr lögreglu og Landhelg- isgæslu felst í hættunni á að ógnarverk, líkt því sem framið var í Noregi sumarið 2011, gerist hér á landi. Sá möguleiki er sannarlega til staðar og í heimi fíkniefna- og jaðarfólks eru vopn staðalbún- aður, eins og oft hefur verið greint frá. Allur er því varinn góður. Vopnakaupamálið sem áberandi var í fréttum síðustu viku er annars hluti af ákveðnu heil- kenni, því þegar alvarlegir hlutir gerast hleypur hland fyrir hjartað á fólki sem telur þá jafnan upphafið að öðru, meira og alvarlegra. Élja- gangurinn er venjulega afstaðinn þegar viðbún- aðarráðstafanir hefjast og í öðrum tilvikum, þegar einhver aðdragandi er að málum, gerast aldrei þau ósköp sem reiknað hefur verið með, sem betur fer. Ómögulegt er að finna rök gegn auknum viðbúnaði við óáran, en yfirleitt reynist mýfluga gerð að úlfalda. Persa- flóastríðið 1991 var vel markaðssett. Óttinn var söluvara og bandarískar sjónvarpsstöðvar rokkuðu feitt meðan Eyðimerkurstormurinn, eins og stríðið var kallað, gekk yfir. Fréttamönnum tókst að selja okkur að heimsendir af völdum stríðsins væri yfirvofandi. Sprengjan var rétt í þann mund að falla. Vegna þess var margþættur viðbún- aður hér heima og innlegg í það var sú tillaga Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa, nú þingmanns Framsókn- arflokks, að Reykjavíkurborg keypti gömlu kart- öflugeymslurnar á Ártúnsholtinu í Reykjavík. Sagði Sigrún í viðtali við Tímann að „… vel mætti hugsa sér þessi hús í sambandi við al- mannavarnir, þau væru niðurgrafin og gæfu gott skjól.“ Látum vera þótt mörgu hafi verið breytt í kjölfar snjóflóða á Vestfjörðum 1995 og Suður- landsskjálfta, en síðan þá hafa komið ýmis skemmtiatriði. Þar má nefna 2000-vandann um aldamót og þegar slökkviliðsmenn í geimfara- búningum leituðu að umslögum með miltisbrandi en hætta var talin á að slíku eitri yrði dreift í kjöl- far árásanna 11. september 2001. Þá kallaði svínaflensan 2009 á viðbúnað. Allt fór þó á skásta veg þá, eins og verður vonandi nú með ebóluna. Enginn virðist þó hafa teljandi áhyggjur af vetr- arflensum á Íslandi, sem fellir fjölda fólks og heilu gangarnir á elliheimilum hreinsast út. En það er viðbúnaður gagnvart því sem svo reynist smámál sem ég er hugsandi yfir. Fólk telur endalok nálg- ast og allur sé varinn góður. Þetta minnir á söguna úr Gamla testamentinu þegar Nói smíðaði örkina og sérvaldi í áhöfn þá sem lifa áttu syndaflóðið af. Og í Englum al- heimsins eftir Einar Má Guðmundsson segir frá hinum geðsjúka Páli sem smíðaði örk í herbergi sínu og spurði fólk í fjölskyldu sinni hvort það ætlaði með. Og nú þegar lögreglan hefur vígbúist og ebólan er óvinur sem brýnir klærnar er rétt að athuga hvort enn sé pláss í örkinni sem sigla mun frá Íslandsströndum með stefnu á Ararat. Verð- ur þú um borð? sbs@mbl.is Pistill Verður þú um borð í örkinni? Sigurður Bogi Sævarsson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ef Norðurlandaþjóðirnar,alls um 25 milljónirmanna, sameinuðust í eittríki yrði það tíunda stærsta hagkerfi heims. Og líklega hefur umheimurinn aldrei dáðst jafn- mikið að þessum samfélögum þar sem tekist hefur að tryggja almenna velferð og frið. En ríkin eru ekki eitt. Sagan og ólíkir hagsmunir hafa kom- ið í veg fyrir það. Og núna eru þrjú þeirra í Evrópusambandinu, þrjú eru í Atlantshafsbandalaginu. Og fátt bendir til að sameining verði á dag- skrá þegar Norðurlandaráð og Nor- ræna ráðherranefndin hefja árlegan fund sinn í Stokkhólmi í dag. Norðurlandaráð hefur starfað frá 1952 og náði fyrstu áratugina miklum árangri. Hætt var að krefja ferðamenn frá öðrum Norðurlöndum um vegabréf, komið á sameiginlegum atvinnu- og menntunarmarkaði, svo að eitthvað sé nefnt. Og eftir hrun Sovétríkjanna var tekið upp samstarf við Eystrasaltsríkin þrjú, þau eiga m.a. aðild að Norræna fjárfestinga- bankanum. En nú kostar það um 20 millj- arða ísl. kr. á ári að halda uppi báðum stofnunum, ráðinu og ráðherranefnd- inni. Rösklega átta hundruð krónur af skattfé á hvert nef í aðildarríkj- unum. Er hægt að nýta þessa pen- inga betur? Síðustu áratugi hafa gagnrýn- israddir orðið háværar og í fyrra rit- aði Karen Ellemann, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda í Danmörku, harðorða blaðagrein um norrænt samstarf og meinta hnignun þess. Sagði hún m.a. að munurinn á úlfalda og Norðurlandaráði væri núna að úlfaldinn gæti þrælað í tvær vikur án vatns og matar en ráðið borðaði og drykki í tvær vikur án þess að skila vinnu sem skipti veru- legu máli. Afraksturinn væri papp- írsflóð sem endaði uppi í hillu. Flutt- ar væru háfleygar ræður um að efla samstarfið en reynslan sýndi að þær gleymdust þegar heim væri komið. „Heimskulegar hefðir“ „Burt með rótgróið, þunglama- legt skrifræðisskipulag sem stirðnar í ónothæfum kerfum og heimskuleg- um hefðum og skapar því ekki nægi- lega mikið af áþreifanlegum ár- angri,“ sagði Ellemann. Leggja bæri niður „dýrasta kaffiklúbb Norð- urlanda“, núverandi Norðurlandaráð og Ráðherranefndina. Stofna bæri nýtt Norðurlandaráð þar sem sveigj- anleiki yrði hafður í hávegum og nefndir og starfshópar lögð niður þegar þau hefðu lokið verki sínu. Greinin vakti miklar deilur í Danmörku en margir tóku undir þá skoðun að þörf væri á róttækum um- bótum. Villum Christensen, þing- maður Liberal Alliance, sagðist álíta að með umbótum væri hægt að ná mun meiri árangri og fyrir aðeins helminginn af núverandi útgjöldum. Aðrir benda á að þingin séu kjörið tækifæri til að treysta per- sónuleg samskipti, koma sér upp tengslaneti. Sjálfstæðisþingmað- urinn Unnur Brá Konráðsdóttir, sem er nú varaformaður Vestnorræna ráðsins og hefur setið Norð- urlandaráðsþing, tekur mjög und- ir það. „En það gengur samt ekki að menn séu bara vinir þegar vel gengur,“ segir hún. „Það verður líka að vera hægt að nota þessi tengsl þegar illa gengur, eins og þegar bankarnir hrundu á Íslandi. Þá urðum við fyrir nokkrum vonbrigðum með fé- laga okkar, nema Færeyinga. Þá kvikna hjá manni spurningar.“ Rándýr kaffiklúbbur eða þjóðþrifastofnun? Framtíðin Norræna módelinu, velferðarkerfi sem virkar, er oft hampað en það hefur tekið miklu breytingum og reynt er að minnka útgjöldin. Unnur Brá Konráðsdóttir segir að ekkert samstarf sé hafið yfir gagnrýni. En menn þurfi að tryggja betur eftirfylgni og ein- beita sér að verkefnum sem hafi raunhæfa þýðingu fyrir svæðið. Og það hafi oft verið gert. Norð- urlandaráð hafi þannig beitt sér fyrir bættum samskiptum við Rússland gegnum árin, ekki síst á sviði umhverfisverndar. Sett hafi verið fé í að laga holræsa- mál í Pétursborg, áður hafi skolpið farið beint út í Eystra- saltið. Annað dæmi sé að eft- ir brottför Bandaríkja- hers frá Keflavík hafi verið ljóst að skortur yrði á björgunar- úrræðum vegna sjó- slysa í Norðurhöfum. Vegna tilmæla Vest- norræna ráðsins hafi Norðurlandaráð farið að skipuleggja úrbætur. Raunhæf verkefni EKKI BARA ORÐAFLAUMUR Unnur Brá Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.