Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
✝ Kristín Möllerfæddist í
Stykkishólmi 4.
janúar 1940. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 21. október.
Kristín var dótt-
ir hjónanna Will-
iams Thomasar
Möller, póst- og
símstjóra í Stykk-
ishólmi, f. 1885, d.
1961, og konu hans Margrétar
Jónsdóttur Möller, húsfreyju, f.
1905, d. 2003. Kristín átti þrjú
hálfsystkini; Guðrúnu, f. 1914,
d. 1994, Óttar, f. 1918, og Jó-
hann, f. 1920, d. 2011. Hún átti
tvo albræður: Agnar, f. 1929, d.
2010, og William Thomas, f.
1942.
Kristín giftist hinn 7. janúar
1961 Kristjáni Ragnarssyni, f.
1938. Börn þeirra eru: 1) Mar-
grét Vala, lögfræðingur, f.
1962, gift Sæmundi Sæmunds-
barna- og miðskóla Stykk-
ishólms og síðar í Kvennaskól-
ann í Reykjavík þar sem hún
útskrifaðist 1957. Hún starfaði
hjá Útvegsbankanum, hjá
Lögreglustjóranum í Reykja-
vík, var læknaritari á Borg-
arspítalanum og lauk starfsævi
hjá Fósturskólanum. Þessi störf
vann hún lengst af ásamt upp-
eldi barna sinna. Kristín að-
stoðaði Rauða krossinn til
margra ára við afgreiðslustörf
í Borgarspítalanum. Kristín tók
virkan þátt í starfi Oddfellow-
stúkunnar Bergþóru og eign-
aðist þar vini sem voru henni
einstaklega kærir. Hún var fé-
lagi í Golfklúbbi Reykjavíkur
og spilaði golf hér og erlendis
og eignaðist golffélaga sem
urðu vinir hennar til æviloka.
Kristín hafði gaman af laxveiði,
náði góðum árangri og naut
þess að taka þátt í þeim með
manni sínum. Kristín var sæmd
gullmerki LÍÚ árið 2003.
Útför Kristínar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 28. októ-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
syni, f. 1962,
tölvunarfræðingi.
2) Tómas, við-
skiptafræðingur, f.
1965, kvæntur
Þóru Hrólfsdóttur,
f. 1965, viðskipa-
fræðingi. 3) Hildur
Ragna, f. 1970, við-
skiptafræðingur,
gift Alexander K.
Guðmundssyni, f.
1970, viðskipta-
fræðingi. Börn Margrétar Völu
eru Kristján Pétur, f. 1988,
Arnar Geir, f. 1991, og Þröstur,
f. 1998. Börn Tómasar eru
Hrólfur Andri, f. 1988, Ragnar
Atli, f. 1992, og Kristján Ari, f.
1998. Börn Hildar Rögnu eru
Sandra Kristín, f. 1997, Óttar,
f. 1999, og Kristín Helga, f.
2004.
Kristín ólst upp í Stykk-
ishólmi þar til hún fluttist með
foreldrum sínum til Reykjavík-
ur 17 ára að aldri. Gekk í
Í dag kveð ég elsku mömmu
mína. Hún hefur alltaf verið svo
skammt undan og stór hluti af
daglegu lífi fjölskyldna okkar
systkinanna. Ég á því erfitt með
að hugsa mér að geta ekki teygt
mig ósjálfrátt í símann til að
heyra aðeins hljóðið í henni eða
til að stinga upp á hittingi með
henni og pabba. Það var fyr-
irhafnarlítið að fá hana til að
smitast af einhverjum hugdett-
um. Lýsandi fyrir hugarfar
hennar var símtal í sumar þegar
við Þóra ásamt Hildi systur og
Alla höfðum fyrirvaralaust
ákveðið að skjótast úr Skorra-
dalnum yfir í Stykkishólm. Á ör-
skömmum tíma voru þau komin
úr náttfötunum í bústaðnum sín-
um Lyngbrekku og í Hólminn,
uppeldisbæ mömmu sem var
henni afar kær. Úr varð ógleym-
anlegur dagur þar sem við geng-
um um bæinn og hlustuðum á
sögur. En það þurfti aldrei mikið
til, hugmyndir um samveru
þóttu alltaf afbragðsgóðar.
Skemmtilegar stundir voru
óteljandi og erfitt að hugsa til
þess að þar hafi verið bundinn
endi á, en núna eru það samt
mannkostir mömmu minnar sem
eru stöðugt í huga mér. Hún var
mjög skemmtileg og hafði til að
bera ómælda jákvæðni gagnvart
fólki sem endurspeglaðist í öllum
hennar samskiptum. Það var
eitthvað jákvætt og áhugavert í
fari allra sem hún hitti og þannig
kallaði hún fram það besta í
fólki. Það endurspeglaðist í frá-
sögnum hennar af vinum sínum
þar sem oft var sagt í miklum
smáatriðum frá mannkostum og
verkefnum viðkomandi. Hún
fylgdist af miklum áhuga og
stolti með okkur börnum sínum
og barnabörnum og gætti þess
að við vissum um athafnir hvert
annars sem í flestum tilfellum
fólu í sér nokkuð mikil afrek að
hennar mati. Áhuginn hefur allt-
af náð til vina okkar allra í fjöl-
skyldunni. Það voru allir vel-
komnir í Seljugerðið þar sem við
ólumst upp. Þar var mjög gest-
kvæmt enda gestrisni foreldra
minna mikil. Ég veit að hún fann
hversu samferðafólki hennar
fannst vænt um hana og þannig
fékk hún mikið til baka.
Jákvæðnin og bjartsýnin auk
baráttuþreks sem braust fram á
síðustu árum hjálpaði mömmu
mikið í baráttunni við krabba-
meinið. Hún vann ótrúlega sigra
í þeirri baráttu og bjartsýnin dró
hana áfram og okkur fjölskyld-
una með. Á þessum fjórum árum
sem hún barðist við krabbamein-
ið komu hennar miklu mann-
kostir fram með svo sterkum
hætti að hún eiginlega geislaði.
Bjartsýnin, jákvæðnin og húm-
orinn gaf öllum ótrúlega mikið í
samskiptum við hana. Það voru
margar ógleymanlegar gleði-
stundir á þessum tíma þegar
henni leið ekki alltaf vel. Það er
jákvætt við tíma sem þennan að
maður fer að veita samskiptum
meiri athygli og maður áttar sig
á að hafa í gegnum árin tekið
ómetanlegum hlutum sem sjálf-
sögðum. Ég hef fylgst betur með
sambandi foreldra minna og átt-
að mig enn betur á því hversu
náin þau voru. Ég hef þannig
horft á eftir þeim leiðast frá
heimili mínu í hvert skipti sem
þau hafa farið þaðan síðustu ár-
in, rúmri viku fyrir andlátið
leiddust þau þaðan í síðasta sinn.
Söknuðurinn er mikill en
minningarnar um einstaka konu
munu vonandi verða okkur
styrkur.
Tómas.
Þegar leiðir okkar Kristínar
tengdamóður minnar lágu fyrst
saman vissi ég ekki að samband
mitt við dóttur hennar færði mér
ekki einungis eiginkonu og börn
þegar tímar liðu. Ég var svo
heppinn að tengdaforeldrar mín-
ir urðu fljótt meðal minna bestu
vina og hafa verið það alla tíð
síðan. Sem nánir vinir hafa þau
ávallt verið til staðar fyrir okkur
hjónin, í blíðu sem stríðu, og
stutt okkur með ráðum og dáð.
Hjónaband Kristínar og Krist-
jáns var einstaklega fallegt og
forréttindi að vera hluti af fjöl-
skyldunni sem þau hafa haldið
utan um og hlúð að í rúm 50 ár.
Þau voru samtaka í því sem þau
tóku sér fyrir hendur, studdu
hvort annað og hvöttu til dáða.
Kristín var einstök manneskja.
Hún var límið í stórri fjöl-
skyldu, frænkan sem var uppá-
hald allra. Hún var stoðin að
baki tengdaföður mínum í þeim
krefjandi verkefnum sem hann
vann að á sinni starfsævi. Hún
var lykilmanneskja í þeim fé-
lagasamtökum sem hún vann
með í gegnum tíðina. Hún hafði
alltaf tíma til að sinna fjölskyldu
sinni, ættingjum, vinum og
hverjum þeim sem leitaði til
hennar. Umfram allt var hún
einstaklega jákvæð og lífsglöð
manneskja. Glíma hennar við
erfið veikindi undanfarin ár lýsir
henni betur en flest annað. Af
einstöku æðruleysi og baráttu-
vilja tók hún veikindunum sem
hverju öðru verkefni. Hún hafði
marga sigra í þessari erfiðu
glímu en að lokum varð hún að
lúta í lægra haldi. Síðustu stund-
irnar sem Kristín lifði lagði sjúk-
dómurinn kalt og hvítt teppi yfir
hana. Á sama tíma lagði vetur
konungur kalt og hvítt teppi yfir
jörðina fyrir utan Landspítal-
ann. Um leið og Kristín hafði yf-
irgefið þessa jarðvist og haldið
til bjartari heima braust sólin
fram úr skýjum með birtu og yl.
Náttúran skartaði sínu fegursta,
rétt til að minna okkur á að
þannig lýsti Kristín upp og fegr-
aði allt sitt umhverfi. Einstaka
konu, tengdamóður og afar kær-
an vin kveð ég með miklum
söknuði, en umfram allt þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Ég bið
góðan Guð að styrkja Kristján
tengdaföður minn sem nú kveð-
ur einstaka eiginkonu og lífs-
förunaut.
Sæmundur Sæmundsson
(Sæmi).
Það er með sorg í hjarta en
þakklæti í huga sem ég rita
þessi minningarorð um tengda-
móður mína Kristínu Möller.
Það er fjölskyldunni mikill miss-
ir að Kristín skuli ekki lengur
vera á meðal okkar og geta tekið
þátt í lífi okkar. En að sama
skapi er ekki hægt að vera ann-
að en óendanlega þakklátur fyrir
að hafa fengið að deila með
henni lífi okkar Hildar og barna
okkar.
Þegar við Hildur giftumst var
ég svo heppinn að fá til viðbótar
við mína yndislegu konu algjör-
lega frábæra tengdamóður.
Kristín hafði einstakt lag og
natni við að ná til fólks. Ég man
hversu vel Kristín tók þessum
unga og hálfvandræðalega
manni sem farinn var að venja
komur sínar í Seljugerðið. Strax
frá upphafi fannst mér ég vel-
kominn og vera partur af fjöl-
skyldunni. Við Hildur vorum
mikið í Seljugerðinu á upphafs-
árum sambands okkar og þar
fékk ég tækifæri til að kynnast
af eigin raun þeirri umhyggju og
hlýju sem Kristín bjó yfir. Gest-
kvæmt var í Seljugerðinu enda
voru gestir velkomnir og þeim
vel tekið. Til marks um það þá
held ég að ég hafi aldrei séð ann-
an eins herskara af Möller-
frænkum og -frændum sem
vöndu komur sínar til Kristínar
og Margrétar Möller, móður
Kristínar, sem þá bjó hjá Krist-
ínu og Kristjáni.
Nálægðin og tengslin við
Kristínu hafa með árunum bara
styrkst. Þegar við hugsum nú til
baka til þeirra stunda sem okkur
eru kærar þá tengjast þær svo
margar Kristínu. Hún var nálæg
annaðhvort í eigin persónu eða
með lifandi áhuga á frásögnum
af því sem á daga okkar hafði
drifið. Skemmst er að minnast
stunda í Lyngbrekku, í Stykk-
ishólmi og ferðar til Vestmanna-
eyja með stórfjölskyldunni. En
minningarnar eru margar og
fyrir það erum við ævinlega
þakklát.
Kristín náði einstaklega vel til
barna okkar og myndaði við þau
sterk tengsl sem eru þeim afar
mikils virði. Þegar við eignuðust
okkar fyrsta barn, Söndru Krist-
ínu, í Stokkhólmi þá var Kristín
fyrst allra á vettvang til að að-
stoða nýbakaða foreldra og
berja þennan nýjasta afkomanda
augum. Hann Óttar okkar var
hjá dagmömmu í nágrenni við
Seljugerði og naut þess oft að
vera sóttur af ömmu sinni. Krist-
ín Helga, yngsta dóttir okkar,
lýsir þessu vel og segir að amma
sín hafi alltaf getað talað við
hana eins og passaði. Þegar hún
var lítil þá talaði hún við hana
eins og á að tala við barn og eftir
því sem hún stækkaði þá gat hún
haldið áfram að tala við hana
eins og passaði hverju sinni. En
Kristín átti alltaf einkastund
með litlu nöfnu sinni þegar hún
kom í heimsókn til okkar.
Kristín sýndi alla tíð, og hafði,
einlægan áhuga á öllu sínu fólki
og öllu því sem það tók sér fyrir
hendur, allir fundu að sama
skapi fyrir væntumþykju og ást
hennar.
Við finnum vel fyrir þessu nú
þegar andlát hennar ber að í
gegnum velvild og væntumþykju
vina okkar sem votta okkur sam-
úð. Að hafa fengið að kynnast og
deila ævisporum með Kristínu
voru forréttindi og ég veit að við
munum áfram njóta hlýju henn-
ar og væntumþykju í gegnum
alla þá sem hún snerti á sínu
æviskeiði.
Hvíl í friði elsku tengdó.
Alexander Kristján
Guðmundsson.
Í dag verður yndisleg tengda-
móðir mín kvödd í hinsta sinn.
Betri tengdamóður er ekki hægt
að hugsa sér og hef ég oft hugs-
að um hvað ég hafi verið heppin
með tengdaforeldra. Þau hafa
verið ein af okkar bestu vinum í
gegnum tíðina og hafa samskipti
okkar við þau ávallt verið mikil
og öll fjölskyldan mjög samhent,
sem var ekki síst Kristínu að
þakka.
Við höfum ferðast mikið sam-
an bæði innanlands og erlendis.
Margar góðar stundir áttum við
í Lyngbrekku, sumarbústaðnum
þeirra í Svínadal. Þar dvöldum
við oft um páskana þar sem
tengdamamma eldaði dýrindis
pörusteik ofan í allan skarann en
best fannst henni þegar við gát-
um verið þar öll saman. Í mörg
ár fórum við einnig í jeppaferðir
á sumrin inn á hálendið þar sem
við sameinuðum fjölskyldur okk-
ar beggja.
Við Tommi byrjuðum í golfi
fyrir nokkrum árum og fórum
við oft í golf með Kristínu og
Kristjáni. Ógleymanleg er golf-
ferð sem við fórum í með þeim
fyrir þremur árum til Spánar
þegar Kristín var nýbúin í fyrstu
lyfjameðferðinni og enn að jafna
sig. Hún ætlaði nú ekkert að
spila golf í ferðinni og tók ekki
settið sitt með, en var ekki fyrr
komin út en hún var búin að
leigja sér golfsett og farin að
spila, sem hún gerði svo alla
dagana. Undanfarin ár dvöldu
þau Kristján í nokkrar vikur á
Flórída og stunduðu golf með
vinum sínum og var næsta golf-
ferð skipulögð í febrúar næst-
komandi. Það sýnir kannski
hversu bjartsýn og jákvæð
Kristín var að hún var að vonast
til þess að komast í þá ferð allt
fram að andlátinu.
Einnig verð ég að minnast á
ferð sem við fórum til London
fyrir ári. Þá var Kristín búin að
greinast aftur með krabbameinið
og var komin í aðra lyfjameð-
ferð. Vorum við á báðum áttum
með hvort hún ætti að koma með
okkur en á endanum ákvað hún
að koma. Ferðin gekk framar
vonum, Kristín var nokkuð slöpp
fyrstu dagana en hresstist síðan
mikið og endaði með því, síðasta
daginn, að ganga um London
þvera og endilanga.
Ég hef alltaf dáðst að því
hversu vinmörg Kristín var og
dugleg að halda sambandi við
fólk. Hún átti einstaklega auð-
velt með samskipti við aðra og
var fljót að kynnast fólki, enda
vinahópurinn stór. Hún var
mjög oft í símanum að tala við
vini sína eða frændfólk og fylgd-
ist vel með öllum. Á spítalanum
síðasta mánuðinn var líka mikill
gestagangur því allir vildu koma
og hitta hana og gladdist hún yf-
ir öllum gestakomunum þrátt
fyrir að vera oft mikið veik.
Minning um elsku tengdamóð-
ur mína mun lifa.
Þóra.
Amma var alltaf svo góð og
fín. Hún var alltaf í fallegum föt-
um og með hárið á hreinu.
Amma setti aðra í forgang og
vildi fylgjast með því hvað við
vorum að gera. Þegar hún kom í
heimsókn kom hún sérstaklega
inn í herbergi til okkar til að
hlusta á okkur þótt við höfum
ekki endilega alltaf haft mikið að
segja. Amma og afi voru dugleg
að ferðast um heiminn og mynd-
um við vilja koma á alla þá staði
sem þau hafa komið á, verst
hvað það væri dýrt. Við höfum
ferðast talsvert með þeim og var
aldrei leiðinlegt að koma í sum-
arbústaðinn þeirra og fá nýbak-
aðar vöfflur. Við höfum öll rólað
mikið í rólunni í Lyngbrekku,
þ.e. á meðan við pössuðum í
hana.
Við höfum farið í Stykkishólm
með ömmu og var gaman að sjá
hvað henni leið vel í Hólminum,
þar fannst henni hún vera komin
heim. Áhugamálin hennar voru
að eltast við laxa og golfkúlur
með afa.
Við munum alltaf sakna henn-
ar en erum þakklát fyrir hvað
hún lifði góðu lífi og reyndist
okkur alltaf vel.
Sandra Kristín, Óttar
og Kristín Helga.
Amma okkar var einstök kona.
Með endalausri getu og vilja til
þess að tengjast fólki og sameina
það hefur hún haldið fjölskyld-
unni náinni, dekrað við okkur
barnabörnin og kallað fram bros
á varir allra þeirra sem henni
kynntust. Það er vart teljandi,
fólkið sem átti ömmu okkar sem
trúnaðarvin. Hún hafði þennan
einstaka hæfileika til þess að
skilja aðstæður fólks, sýna ótak-
markað umburðarlyndi og segja
manni til syndanna ef þess
reyndist þörf. Ætli við barna-
börnin getum ekki öll vottað það
að hún lét okkur líða eins og við
værum það eina sem skipti hana
máli.
Margir þekkja eflaust til afa,
en enn fleiri til „Kristjáns og
Kristínar“. Þau voru teymi.
Teymi sem ekkert gat skilið í
sundur. Teymi sem stóð saman í
öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur. Teymi hvers minningar
munu móta öll okkar sambönd
og hvernig við helst viljum hafa
þau; hamingjusöm og einlæg.
Án þess að við gerðum okkur
grein fyrir því þá kenndi amma
okkur eitthvað í hvert skipti sem
við hittum hana. Hún kenndi
okkur hvernig réttast væri að
bera sig að í samkvæmum, sinna
gestum, hafa húmor fyrir sjálf-
um sér og halda ákveðnum
þrjóskum karakterum á mott-
unni. Hún sýndi okkur líka
hvernig manneskja maður á að
leitast við að vera. Við áttuðum
okkur alltaf betur á, eftir því
sem tíminn leið, að sá innri mað-
ur sem við viljum venja okkur
við að vera var holdgerður í
ömmu okkar.
Á einhvern óskiljanlegan máta
var það hún sem hélt okkur hin-
um á floti undir það síðasta og
þrátt fyrir allt það sem hún gekk
í gegnum virtist hún samt ennþá
einbeitt í því að láta öllum öðrum
líða vel. Þetta lýsir ömmu í hnot-
skurn, hún gat sett eigin raunir
til hliðar til þess að láta öllum
öðrum líða betur. Hún gat bros-
að í gegnum tárin og tæklað þær
áskoranir sem henni var gert að
mæta af jákvæðni sem á sér vart
hliðstæðu.
Það er erfitt að sætta sig við
að við höfum misst einn okkar
besta vin og eina sterkustu
manneskjuna úr okkar lífi.
Þennan fallega engil sem nú hef-
ur kvatt okkur. Það hjálpar þó
að vita að hún átti gæfu- og
hamingjuríka ævi og safnaði í
kringum sig risastórum hópi
fólks sem þótti óendanlega vænt
um hana.
Kristján Pétur, Arnar Geir
og Þröstur.
Þegar lítill drengur tók fyrstu
skrefin í Hólminum varð hann
var við rauðhærða freknótta
stelpu, tveimur árum eldri en
hann, sem var kölluð Dinna. Ald-
ursmunurinn sagði til sín, hún
var hans fyrirmynd, ástrík syst-
ir, góður félagi og verndari.
Þannig hefur það verið alla tíð
og aldrei borið skugga á sam-
skiptin. Við höfum aldrei rifist.
Systir mín var indæl, frábær.
Kærleikur og umhyggja var
hennar leiðarljós. Nú er hún dá-
in.
Hún erfði frá foreldrum okkar
þeirra bestu eðliskosti, ástríki,
réttsýni, heiðarleika, svo og ein-
lægan áhuga á annarra hag og
velferð, einkum þeirra sem stóðu
þeim næst. Líkt og móðir okkar
gerði hefur hún alla tíð leitast
við að halda stórfjölskyldunni
saman.
Dinna lauk landsprófi frá mið-
skólanum í Stykkishólmi og fór
síðan í Kvennaskólann í Reykja-
vík. Þá varð daufara í Hólm-
inum. Það rættist úr þegar fjöl-
skyldan flutti öll suður 1957 og
sameinaðist á ný í Eskihlíðinni.
Dinna vann í Útvegsbankanum
við Lækjartorg í nokkur ár.
Það var gæfuspor þegar Dinna
kynntist Kristjáni Ragnarssyni,
þeim öðlingsmanni. Þau gengu í
hjónaband 1961 og eignuðust
síðan þrjú börn og níu barna-
börn. Dinna og Kristján hafa
verið samhent og heimili þeirra
og heimilisbragur til fyrirmynd-
ar, höfðingjar heim að sækja.
Börn okkar og barnabörn hafa
á hverju ári hlakkað, allt árið, til
þess að koma til Dinnu frænku
og Kristjáns á Þorláksmessu en
þá hafa undanfarin ár margir úr
fjölskyldum þeirra beggja kom-
ið, hvílt lúin bein, spjallað og
fengið ærlega í gogginn eftir as-
ann við jólainnkaupin.
Samskipti fjölskyldu okkar
Önnu við fjölskyldu Dinnu og
Kristjáns hafa alla tíð verið góð
og gefandi, á heimilunum, í ferð-
um um landið, tjaldferðum, sum-
arbústaðardvöl og á ferðum er-
lendis. Og svo toppurinn;
heimsóknir í Hólminn sem ávallt
hefur verið okkur öllum kær,
sérstaklega okkur Dinnu.
Það var oft á tali þegar ég
hringdi í Dinnu. Það var þá nær-
og stórfjölskyldan, sem hún
hafði samband við, og þessi
haugur af ættingjum, vinum og
vinkonum sem ekki er unnt að
hafa tölu á. Oft sagt á mínu
heimili: „Það er á tali hjá
Dinnu.“ Áhugi Dinnu á annarra
hag endalaus.
Þetta er ritað daginn eftir að
systir mín dó. Hún er ekki leng-
ur hér, horfin á ókunnar slóðir.
Guð blessi hana. Ég sakna henn-
ar mjög sem systur og vinar.
Hugur minn og Önnu og fjöl-
skyldu okkar er hjá Kristjáni,
hjá börnunum og mökum þeirra,
Margréti Völu, Sæmundi, Tóm-
asi, Þóru, Hildi Rögnu, Alexand-
er og hjá barnabörnunum.
Blessuð sé minning Kristínar
Möller.
William Thomas Möller.
Mikið er erfitt að hugsa sér að
Dinna frænka, föðursystir mín,
sé dáin. Hún var ennþá að berj-
ast og öll trúðum við því að hún
myndi sigra enn einu sinni.
Þetta er sárt og allt of snemmt.
Minningarnar hrannast upp. Ég
hef þekkt Dinnu allt mitt líf.
Hún passaði mig þegar ég var
lítil og kenndi mér svo margt.
Hún hefur verið fyrirmynd mín í
lífinu. Falleg, geislandi, ham-
ingjusöm og kröftug. Dinna
gerði allt svo vel og svo fallega.
Það er sama hvað tengdist
henni, allt fallegt. Hamingjusöm
með Kristjáni sínum, alltaf. Þau
Kristín Möller