Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal POWERSÝNING KL. 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 16 Þriðjudagstilboð Þriðjud agstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð L FURY Sýnd kl. 7-10 powersýning BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50-8-10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5 GONE GIRL Sýnd kl. 10 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON -Empire -H.S.S., MBL -H.S., MBL ★★★★★ -T.V., biovefurinn ★★★★★ -V.J.V., Svarthöfði.is Bíólistinn 24.-26. október 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Fury Gone Girl Borgríki 2 Blóð hraustra manna Box Trolls Kassatröllin Afinn The Rewrite Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day House Of Magic (Töfrahúsið) The Judge Annabelle Ný 2 1 3 4 Ný 5 10 7 6 1 3 2 2 5 1 3 6 2 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Stríðsmyndin Fury, sem segir af skriðdrekasveit bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni, er sú kvikmynd sem mestra miða- sölutekna aflaði yfir helgina af þeim sem sýndar eru í bíóhúsum landsins. Alls seldust rúmlega 2.500 miðar á myndina og miða- sölutekjur eru tæpar 3,3 milljónir króna. Á hæla henni fylgdi Gone Girl, nýjasta kvikmynd Davids Fincher sem segir af dularfullu mannshvarfi. Tekjuhæsta mynd síðustu helgar, Borgríki 2, er nú í þriðja sæti listans. Bíóaðsókn helgarinnar 2.500 manns sáu Fury Heimsstyrjöld Shia LaBeouf leikur hermann í kvikmyndinni Fury. Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur, Borders, sem sett var upp í Grant Park í miðborg Chicago fyrr á árinu, hefur verið valin ein af 25 bestu myndlistarsýningum ársins á alþjóð- legum vettvangi. Hópur sérfræðinga úr myndlistarheiminum valdi þessar sýningar og keppa þær í fimm flokk- um um svokölluð Global Fine Art verðlaun. Tilkynnt verður 1. desem- ber næstkomandi hverjar sýninganna hreppa þessi eftirsóttu verðlaun. Sýning Steinunnar er tilnefnd í flokknum „Opinber sýning eða inn- setning utandyra“. Aðrar sýningar sem komust í úrslit í þeim flokki eru Uncommon Ground sem sett var upp af Southbank Centre í London; sýn- ing Rachel Feinstein í Madison Square Park í New York; sýning Kara Walker: A Subtlety, or the Mar- velous Sugar Baby í Domino Sugar Factory í Williamsburg, New York; Phoenix eftir Xu Bing í dómkirkju St. John the Divine í New York; og Echo eftir Jaume Plensa við Seattle Art Museum. Í hinum fjórum flokkunum eru m.a. tilnefndar sýningar Hiroshi Sugimoto í Palais de Tokyo, Vik Muniz í Líma, David Hockney í San Francisco og Caravaggio to Cana- letto í Fagurlistasafninu í Budapest. Valin ein besta sýningin Morgunblaðið/Kristinn Listarkonan Farandsýning Steinunnar Þórarinsdóttur, Borders, er ein af sex sem tilnefndar hafa verið í flokki sýninga og innsetninga untandyra.  Sýning Stein- unnar Þórarins- dóttur í úrslitum Sænski píanóleikarinn Carl Peters- son heldur tónleika í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20 og eru þeir hluti af tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýr- inni. Petersson leikur fjölbreytta efnisskrá úr ýmsum áttum fyrir einleikspíanó, Tunglskinssónötuna eftir Beethoven auk verka eftir Scarlatti, Chopin, Liszt, Peterson- Berger, Alkan og Godowsky. Pet- ersson hefur unnið til fjölda verð- launa, vann meðal annars Chopin píanókeppnina í Póllandi árið 2011 og hlaut Isman-verðlaunin árið 2005 í Ísrael. Hann hefur komið fram víða um heim sem einleikari, lék t.d. Grieg píanókonsertinn á tónleikaferðalagi um Kanada og Norður-Ameríku haustið 2012, m.a. í Toronto þar sem honum var líkt við einn fremsta píanóleikara Kan- ada, Glenn Gould. Margverðlaunaður Carl Petersson hefur gott vald á flyglinum. Petersson á Klassík í Vatnsmýrinni Rithöfundurinn JK Rowling, höf- undur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, hefur greint frá því að smásaga eftir hana um eina af persónum bókanna, hina illgjörnu galdrakennslukonu Dolores Um- bridge, verði birt á aðdáaendavef Harry Potter-bókanna, Potter- more, á föstudaginn, 31. október. Sagan er 1.700 orð að lengd og verður í henni rakin ævi Umbridge og vangaveltur Rowling um per- sónuna. Leikkonan Imelda Staun- ton fór með hlutverk Umbridge í tveimur kvikmyndum um Harry Potter og refsaði þar nemendum Hogwarts galdraskólans grimmi- lega. Rowling hefur sent frá sér tvær smásögur á þessu ári tengdar Harry Potter og í annarri þeirra voru rakin ævintýri Potters þegar hann er orðinn 33 ára. Í hinni fjallaði hún um syngjandi seiðkon- una Celestinu Warbeck. Metsöluhöfundur Rowling sló í gegn með bókunum um Harry Potter. Smásaga um Um- bridge birt 31. okt. stofna lífi sínu þannig stórkostlega í hættu, en við það eykur hann öryggi skriðdrekans og áhafnar hans til muna. Þetta er nokkuð sem „War- daddy“ og kollegar hans hika ekki við að gera, jafnvel þótt þeim mæti þung vélbyssuskothríð nasista. Leikstjóri myndarinnar, David Ayer, lagði mikið upp úr því að skriðdrekarnir í myndinni yrðu eins raunverulegir og völ væri á. Þess vegna var myndin tekin upp á Eng- landi, í nágrenni við skriðdrekasafn- ið í Bovington, þar sem eini starf- hæfi Tiger-skriðdreki heims er geymdur, en hann birtist einmitt í myndinni. Ekki skapaðir jafnir Ólíkt því sem margir halda eru ekki allir skriðdrekar skapaðir jafnir. Skriðdrekar bandamanna, sem vel- flestir voru Sherman-skriðdrekar, áttu sér til dæmis litla von gegn Tig- er-skriðdrekum nasista. Brynvörnin á tígrinum var svo þykk að fall- byssuskot bandamanna bókstaflega skoppuðu af stálinu og skildu ekkert eftir sig nema litla rispu í brynvörn- inni. Til að granda Tiger þurfti yf- irleitt annaðhvort aðstoð flugvéla eða mjög djarfa sókn margra Sher- man-skriðdreka gegn einum Tiger, sem þýddi yfirleitt að nokkrir skrið- drekar bandamanna fórust í átök- unum. Myndin lýsir þessum vonleys- islega raunveruleika bandarískra skriðdrekahermanna óþægilega vel. Myndin er eins mikil bíómynd og hugsast getur – háværar spreng- ingar, mikill djöfulgangur og óþægi- legar þagnir þar sem þær eiga síst við, mynd sem enginn aðdáandi stríðsmynda ætti að láta framhjá sér fara. Fury Hermennirnir fimm og „heimili“ þeirra, skriðdrekinn Fury.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.