Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 14
Svipmynd 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014 N ý plata tónlistar- mannsins Gunn- laugs Briem er komin út víða um heim og vitanlega einnig hér á landi. Platan nefnist Liberté eða Frelsi og er þriðja sólóverkefni Gunnlaugs, en hann hefur eins og kunnugt er verið trommuleikari Mezzoforte í fjöl- mörg ár. Gunnlaugur býr í Búda- pest. „Þessi plata hefur verið nokkur ár í vinnslu með hléum og á henni eru átta verk,“ segir Gunnlaugur. „Á síðasta ári ákvað ég að taka áhættuna, klára þetta og koma plötunni út, en hún er mitt per- sónulegasta tónlistarframlag til þessa. Þar sem ég hef ágæt sam- bönd hefur mér tekist að fá henni dreift í nokkrum Evrópulöndum sem og á helstu stafrænum miðl- um. Nú er ákveðinn vendipunktur, platan kláruð og við tekur fjöl- miðlavinnan, myndabandagerð og viðtöl ásamt því að vera duglegur á samfélagsmiðlunum. Liberté hefur fengið góðar viðtökur svo ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Íslenskir steinar og afrísk rödd Hvað er það sem gerir þessa plötu svo persónulega? „Það sem gerir þessa plötu per- sónulega mikilvæga fyrir tónlist- arferil minn er að ég sem tónlist- ina að mestu, syng í fjórum lögum og spila á flygilinn hans Óla Arn- alds í tveimur. Ég þurfti að hugsa mig rækilega um áður en ég ákvað að láta söng minn vera á plötunni. Lokalagið er í minningu föður míns, Gunnlaugs E. Briem, sem lést í byrjun ársins og það var mikilvægt fyrir mig að það kæmi sem best út. Ég er mjög ánægður með þetta lag, sem er spilað á píanó, og ungversk strengjasveit, sem ég stjórnaði sjálfur, lék undir. Um útsetn- inguna sá Simon Hale, breskur tónlistarmaður sem hefur meðal annars unnið með Björk. Ég fékk frábæra einstaklinga, íslenska og erlenda, til að vinna með mér og helstan má nefna einn af mínum bestu vinum, Jökul Jörgensen, sem er mikið ljóðskáld og ein- stakur tónlistarmaður. Hann samdi öll ljóðin sem eru á Liberté. Það má segja að þessi plata sé nokkuð dökk á köflum, en eins og ungverskur blaðamaður sagði við mig: „Ég sé ljós við endann í tón- listinni þinni, sólin er að koma upp.“ Það er einnig sérstakt við þessa plötu að þar renna saman afrískir og íslenskir menningar- heimar. Fyrir nokkrum árum fór ég til Suður-Afríku með Mezzo- forte að spila á Capetown Jazz festival og heimsótti í framhaldinu fátækrahverfin Townships og sá hvernig fólk dregur fram lífið. Ég sat inni í kofaskrifli og spilaði á fötu með innfæddum, sem var ótrúleg reynsla. Strákarnir flugu heim en ég fór og heimsótti lítinn tónlistarskóla í úthverfi Jóhann- esarborgar þar sem ég hljóðritaði söng afrískra krakka í titillagi plöt- unnar Mother. Þeirri upptöku blandaði ég svo saman við söng ís- lenskra krakka sem syngja sama texta. Þarna syngja því saman afr- ískir krakkar sem lifa í fátækt og íslenskir krakkar sem hafa allt til alls. Textinn, sem er óður til móð- urinnar, er eftir Jökul og sunginn á ensku. Fyrir nokkrum árum kynntist ég, í gegnum þýskan blaðamann, suðurafrískum söngvara að nafni Vusi Mahlasela. Við hittumst síðan loksins í smábæ við landamæri Þýskalands og Frakklands. Vusi er friðsamur byltingarsinni sem nýtur gríðarlegrar virðingar í Suður- Afríku og er eins konar Bob Dylan þeirra. Á plötunni syngjum við saman eitt lag, The Fugue, en þar er notuð steinaharpa smíðuð af Páli á Húsafelli. Frank Aarnink lék á hörpuna í þessu lagi. Þarna hljóma íslenskir steinar með þess- ari gríðarlega djúpu og stóru afr- ísku rödd Vusis. Þessi samruni hins afríska heims og hins íslenska á plötunni finnst mér áhugaverður og dulúðugur.“ Hvatning til að skapa Platan heitir Frelsi. Sá titill er varla tilviljun. „Jökull stakk upp á þessum titli og mér leist strax vel á hann. Það skiptir alla máli að hafa frelsi til að vera þeir sjálfir og gera þá hluti sem þá dreymir um. Á albúminu er mynd af dreng og hún er táknræn fyrir æskufrelsið þar sem voru lítil höft og maður gat verið maður sjálfur; veitt kola niðri á höfn eða hjólað út í buskann og reykt njóla niðri við sjóinn í Laugarnesinu, borðað hundasúrur og tínt ána- maðka, alltaf í leit að ævintýrum. Á fullorðinsárum uppgötvar maður hvað það er mikilvægt að komast í burtu frá þeim gamla vana að gera það sem umhverfið heimtar af manni. Það felst mikið frelsi í því að átta sig á að maður getur verið maður sjálfur og tekið skref í átt- ina að því að komast út fyrir þæg- indarammann. Það er það sem ég er að gera með þessari plötu. Frá því ég var unglingur hef ég verið í þeirri frábærri hljómsveit Mezzo- forte og í því felst ákveðið öryggi. Það er stór stund í mínu lífi að hafa komist þetta langt út fyrir þægindahringinn. Ekki sérlega auðvelt má segja en nauðsynlegt til að þroska sig sem manneskja.“ Þú nefndir í upphafi að á plöt- unni er lagið Farewell sem er til- einkað föður þínum. Varð lát hans á einhvern hátt til þess að þú fórst að hugsa hluti upp á nýtt og end- urskoða lífið? „Pabbi var 92 ára þegar hann dó. Ég var hjá honum síðustu dag- ana og vikurnar ásamt fjölskyld- unni. Það var sérstök upplifun að fá að vera hjá honum síðustu stundirnar og halda í höndina á honum. Á þeirri stundu verður ákveðin hugarfarsbreyting og tím- inn stöðvast eitt augnablik. And- legt uppgjör verður til. Að fara í gegnum þessa reynslu með honum var líka hvatning til mín um að lifa lífinu eins sterkt og ég get. Í fram- haldinu ákvað ég að vera duglegur að láta drauma mína rætast, klára hálfunnin verkefni og bara kýla á hluti sem mér hafði fundist fjar- lægir eða ómögulegir. Ég hef bæði verið að vinna þessa plötu og fleiri verkefni sem virtust vita vonlaus en ég sé nú að eru og voru raun- hæfur möguleiki. Fráfall pabba varð mér hvatning til að halda áfram að skapa og takast á við hlutina af djörfung og dugnaði.“ Hvaða verkefni eru þetta? „Ég hef verið að semja eitthvað af kvikmyndatónlist og hef fengið boð frá útvarpshljómsveitinni í Búdapest um að þeir hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu. Simon Hale er búinn að útsetja þrjú verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Verkin verða tekin upp í hljóðveri á næsta ári ef allt gengur eftir og mig lang- ar til að gera stutta heimildarmynd um þessa vinnu. Ég finn fyrir góð- um meðbyr við þetta verkefni sem og nýju plötuna.“ Kvikmyndatónlist, segirðu. Sem- ur þú fyrir ákveðna kvikmynd? „Tónlistin var í byrjun hugsuð sem tilraunaverkefni fyrir kvik- mynd sem er verið að vinna í Am- eríku. En hvort sem tónlist mín verður notuð í þá mynd eða ekki – það skýrist á næsta ári – stendur hún alveg ein og sér.“ Hvernig tónlist er þetta? „Þetta eru þrjú stutt verk í klassískum Disney-anda. Á sínum tíma fékk ég klassíska tónlistar- menntun í bland við djass sem hef- ur haft sín áhrif. Ég er opinn og hef gaman af að gera nýja hluti sem eru mér framandi en samt á einhvern furðulegan hátt eðlis- lægir. Ég held að mig skorti ekki hugmyndaflug í sköpuninni. Mark- mið mitt er að vera eins skapandi og ég mögulega get. Maður veit aldrei hvenær maður verður flaut- aður út af. Mér hættir samt stund- um til að fara aðeins yfir strikið þannig að ég dett á hausinn en það verður bara að hafa það.“ Forlögin kíktu við Þú býrð í Búdapest, hvernig er að vera þar? „Konan mín er ungversk og við búum í miðborginni, rétt við gamla markaðinn og göngugötuna Vaci utca. Við hittumst í flugvél fyrir átta árum þegar hún settist við hliðina á mér, á milli mín og Jó- hanns bassaleikara Mezzoforte, fékk sæti Gríms Atlasonar, fyrr- verandi bæjarstjóra í Dölunum og fararstjóra, en hann þurfti að breyta ferðaáætlun sinni skömmu fyrir brottför, annars hefði hann setið í þessu sæti. Forlögin hafa eitthvað verið að kíkja þarna við. Við byrjuðum að tala saman, það vatt upp á sig og við giftum okkur fyrir þremur árum. Það er sérstakt að búa í Ungverjalandi. Fólkið er gott en nokkuð þrúgað af reynslu síðusta áratuga og árhundraða sem og efnahag landsins sem mætti Út fyrir þæginda- rammann GUNNLAUGUR BRIEM HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA PLÖTU ÞAR SEM ÍSLENSKIR OG AFRÍSKIR MENNINGARHEIMAR MÆTAST. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM PLÖTUNA, NÝ VERKEFNI OG ANDLEGA LEIT. HANN TALAR EINNIG UM FRÁFALL FÖÐUR SEM VARÐ TIL ÞESS AÐ HANN ÁKVAÐ AÐ LIFA LÍFINU EINS STERKT OG MÖGULEGT ER. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.