Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 15
vissulega vera betri. Þarna hafa verið mikil stríð í gegnum tíðina og Rússar réðu lengi lögum og lofum eins og margir vita. Ungverjar eiga æði litskrúðugan menningarheim, sem er stórkostlegt að uppgötva. Svo er gott að sitja úti á kaffihús- unum sirka sex mánuði á ári. En auðvitað er ég Íslendingur sem elskar Ísland og íslenska náttúru meira en flest annað. Það sem er mér kærast er að vera með mínu fólki, spila á trommurnar mínar, semja tónlist og vera úti í íslenskri náttúru með góðum vinum við ár- bakkann, horfa á sólarlagið og veiða fisk á flugu. Það er fullkomin samsetning.“ Mér finnst þú tala eins og þú sért andlega leitandi, er það rétt hjá mér? „Erum við ekki öll andlega leit- andi? Sumir leita í kirkjuna, aðrir í hugleiðslu svo einhverjir bara í fluguveiði og enn aðrir í borð og stóla. Ég er búinn að vera í and- legri rannsóknarvinnu í nokkurn tíma og stunda hugleiðslu og lærði jóga hjá Guðjóni Bergmann. Ég aðhyllist smáskammtakenninguna; að við séum öll tengd og engar til- viljanir til. Við erum alltaf að leggja inn í hinn veraldlega al- heimsbanka og uppskerum þar af leiðandi eins og við sáum. Við þurf- um að taka ábyrgð á lífi okkar og starfa til góðs. Við tónlistarmenn erum í forréttindahópi vegna þess að við getum tjáð okkur með rödd- inni og á hljóðfærin okkar og tón- listin er svo dýrmæt mannfólkinu. Þegar ég spila á trommurnar mín- ar eða sest við gott píanó finn ég einhvern ofurkraft koma yfir mig sem stundum virkar eins og maður sé undir áhrifum, einhvers konar alsælutilfinning. Það er á ábyrgð okkar tónlistarmanna að hafa eitt- hvað gott og verðmætt fram að færa og vera skapandi. Það er mik- ilvægt að lifa í núinu og vera heil- brigður andlega og líkamlega. Læra að elska sjálfan sig fyrst og fremst. Fúnkera vel sem mann- eskja. Mitt í allri ófullkomnuninni vil ég heldur líta á okkur út frá full- komnun, hvort sem það er varð- andi tónlist, heilsu eða samskipti við fólk. Það skiptir svo miklu máli að ná sambandi við sjálfan sig. Það er búið að vera á tali nokkuð lengi hjá okkur mörgum. Ég held að við séum öll falleg og fullkomin, við höfum bara gleymt því í hinu dag- lega amstri og verið frá byrjun oft mötuð á misvísandi upplýsingum af umhverfinu, ríkisstjórnum og sam- ferðafólki. Um leið og við munum eftir þessu verður lífið léttara. Við þurfum heldur ekki að taka allt of alvarlega. Þó að það sé stundum þrælerfitt að vera til þá þarf að hafa gaman af lífinu.“ Andlegir félagar Þú hefur verið í Mezzoforte árum saman. Eruð þið félagarnir miklir vinir? „Við vorum fimmtán, sextán ára þegar við byrjuðum að spila sam- an. Hljómsveitin hefur verið starf- andi frá 1977, fyrir utan fimm ára tímabil 1997 þar sem við tókum pásu, en síðan 2002 hefur þetta verið stanslaus vinna, ferðalög og upptökur. Við erum andlegir fé- lagar á þessari ferð í gegnum lífið. Þótt við tölum ekki saman í nokkra mánuði þá er bræðrakærleikurinn alltaf fyrir hendi hvort sem við spilum á þýskum fyrrverandi strippklúbbum eða fínum tónleika- sölum í Malasíu.“ Þið slóguð í gegn víða um heim fremur ungir að árum. Kunnuð þið að taka velgengninni? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Við kunnum engan veginn að taka henni því við vorum unglingar og reynslulausir. Við settum upp heimili í London í tvö ár, gerðum út þaðan og ferðuðumst um heim- inn en gerðum gríðarlega mikið af mistökum, skrifuðum til dæmis undir alls kyns skrýtna langtíma- samninga sem í dag þykja sérlega óvenjulegir svo ekki sé meira sagt. Við höfðum heldur enga reynslu af tónleikahaldi en lærðum það með tímanum, alveg eins og við lærðum af mistökunum.“ Þú hefur getað lifað af tónlistar- sköpun og hljóðfæraleik, hverju þakkarðu það? „Hjarta mitt hefur alltaf slegið í tónlist, alveg frá því ég var strákur og hlustaði á breskt glam-popp. Þar af leiðandi kom ekkert annað til greina en að verða tónlistar- maður og læra tónlist. Ég er svo lánsamur að hafa unnið með frá- bæru fólki í gegnum tíðina og ferðast um heiminn, sem hefur gert mig að því sem ég er í dag. Ég hef upplifað sigra og ósigra og í dag er ég reynslunni ríkari. Ég vil nýta krafta mína eins vel og ég get og til góðs, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir annað fólk.“ „Ég held að við séum öll falleg og fullkomin, við höfum bara gleymt því í hinu daglega amstri og verið frá byrjun oft mötuð á misvísandi upp- lýsingum,“ segir Gunnlaugur. Morgunblaðið/Kristinn * Á fullorðinsárum uppgötvar maðurhvað það er mikilvægt að komast íburtu frá þeim gamla vana að gera það sem umhverfið heimtar af manni. Það felst mikið frelsi í því að átta sig á því að maður getur verið maður sjálfur og tekið skref í áttina að því að komast út fyrir þægindarammann. 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.