Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Page 31
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
KNORR KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ!
EKTA ÍTALSKT LASAGNE
Einfaldlega ljÚffengt
ÞÚ BÆTIR
AÐEINS VIÐ:
500 g kjöthakki
3 dlmjólkHin heillandi Nigella Lawson varverðlaunuð sem kokkur ársins á
árlegri matarverðlaunahátíð Ob-
server Food Monthly en hátíðin fór
fram í London. Lesendur völdu
Nigellu umfram aðra kokka en
dómnefndir sáu um úrslit í öðrum
flokkum.
Þetta er í ellefta sinn sem verð-
launin eru veitt en ennfremur eru
veitt verðlaun í flokkum á borð við
bestu ræktendurna, besta veitinga-
staðinn og bestu búðina.
Almenningur elskar Nigellu.
Nigella
sigurvegari
Nýjar umbúðir fyrir afganga á veit-
ingastöðum voru kynntar til sög-
unnar á veitingastað í Lyon í vik-
unni. Var þetta gert í tilefni þess að
í Frakklandi var haldinn sérstakur
dagur gegn matarsóun. Nokkrir
frumkvöðlar sem berjast gegn mat-
arsóun hönnuðu kassana og vilja
hvetja til umræðu um afganga.
Margir eru feimnir við að spyrja
hvort þeir megi taka afganginn með
heim. Þessar umbúðir eiga að
hvetja fólk til að spyrja og í stað
þess að segjast vera að taka með
fyrir hundinn eru pokarnir kallaðir
lostætispokar og eiga að vera við
hæfi fínustu veitingastaða.
Nýjar franskar umbúðir fyrir afganga.
AFP
Ekki sóa mat
Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að
ákveðnar matartegundir geti kallað fram
bólur í andliti og á líkama, þessar bólur sem
þekktar eru fyrir að koma á unglingsárun-
um.
Niðurstöður úr einni af slíkum rann-
sóknum sýndi fram á að tengsl eru á milli
þess að einstaklingur neyti súkkulaðis og fái
bólur út frá því. Tíu menn á aldrinum 18-35
ára voru fengnir til að borða ákveðið magn
af ósykruðu súkkulaði, sem innihélt 100%
kakó, og eftir það áttu þeir að borða eðli-
lega í heila viku. Á fjórða degi hafði bólu-
virkni í líkamanum aukist um 10,7% og á
sjöunda degi var hún komin upp í 18,2%.
Hins vegar er tekið fram að rannsóknin
sýni að súkkulaði ýfir upp bóluvirkni í lík-
amanum en ekki er víst að súkkulaðið
framkalli bólur. Auk þess hafði undangengin
rannsókn á viðfangsefnum sem aðeins átu
mjólkurlaust súkkulaði, ekki sýnt nein
tengsl milli súkkulaðis og bóluvirkni í lík-
amanum.
Því er þeim óhætt að halda áfram að
borða dökkt súkkulaði, sem glíma ekki við
þessar „unglingabólur“.
Hvað veldur þessum
unglingabólum?
Súkkulaði ýfir upp bólu-
virkni í líkamanum.