Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 44
Fjármál heimilanna Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Golli *Sitt sýnist hverjum um hvort ríkið á að minnkaeða stækka. Hagfræðingurinn James Gwartneyvann áhugaverða rannsókn á 10. áratugnum ogkomst að því að ríkisútgjöld geta haft mjög slæmlangtímaáhrif á hagvöxt. Eftir að hafa leiðrétt fyrirýmsar breytur komst hann að því að þegar ríkiðeyðir jafnvirði 50-59% af landsframleiðslu má bú- ast við 2% hagvexti, en ef ríkisútgjöld eru undir 25% af landsframleiðslu má vænta 6,6% hagvaxtar. Meiri ríkisútgjöld, minni hagvöxtur S tærsta frétt vikunnar var án vafa umræðan um virðisaukaskattsfrumvarp fjármálaráðherra. Nánar til- tekið var fólki hugleikið hversu hárri upphæð frumvarpið gerir ráð fyrir að dæmigert heimili eyði í mat og drykk. Var talan 248 kr. á máltíð nefnd í því sambandi. Nánari skoðun leiðir þó í ljós aðr- ar og lægri tölur. Hitt sem skiptir kannski meira máli er að ef mat- arútgjöld heimilanna hafa verið verulega vanáætluð af höfundum frumvarpsins þá er sennilegt að fyr- irhugaðar breytingar á virð- isaukaskatti, vörugjöldum og barna- bótum hafi í för með sér meiri kostnað en ávinning fyrir vísitölu- fjölskylduna. Hverju á að breyta? Fyrst er rétt að lesendur skilji helstu tillögur frumvarpsins. Á að hækka lægra virðisaukaskattsþrepið úr 7% í 12% og lækka hærra virð- isaukaskattsþrepið úr 25,5% í 24%. Þá verða vörugjöld felld niður og barnabætur hækkaðar. Matvæli bera í dag virðis- aukaskatt á lægra þrepi, svo mat- arinnkaupin yrðu heilt yfir dýrari en á móti kemur lækkun á sköttum og háum vörugjöldum á heim- ilistæki, s.s. þvottavélar og sjónvörp. Stóra spurningin er hvort for- sendurnar sem frumvarpið miðar við skila meðalfjölskyldunni þeim ávinningi sem að er stefnt. Ef matvælaútgjöld eru sá útgjaldaliður sem mun hækka, og ef frumvarpið hefur vanáætlað verulega kostnað vegna matarinnkaupa, þá er hætt við að breytingarnar sem frum- varpið leggur til hafi neikvæð áhrif. 166-417 kr. á máltíð Í töflunum hér til hliðar má sjá kostnaðinn á hverja máltíð sam- kvæmt þeim forsendum sem koma fram í frumvarpinu sjálfu. Er rétt að taka fram að tölurnar ná aðeins til matarinnkaupa en undanskilja þann mat sem keyptur er á veit- ingastöðum. Miðað við aðeins þrjár máltíðir á dag eyðir barnlaus einstaklingur með mánaðarútgjöld upp á 300.000 417 kr. í hverja máltíð. Barnlaus hjón með 465.000 kr. útgjöld í mán- uði punga út 333 kr. fyrir máltíðina. Hjón með tvö börn komast upp með að greiða 209 kr. fyrir hverja máltíð og einstætt foreldri með tvö börn 166 kr. Umræðan í vikunni bendir til að þessar tölur séu ekki í samræmi við veruleikann og þar liggur vandinn, því ef t.d. matarkostnaður einstæðu móðurinnar með börnin tvö er ekki 166 kr. á máltíð heldur 470 kr. þá eru nettó áhrif frumvarpsins orðin neikvæð. Hjá hjónunum með börnin tvö fer frumvarpið að hafa neikvæð áhrif ef máltíðin kostar 330 kr. en ekki 209 kr. BREYTINGAR Á VIRÐISAUKASKATTI OG VÖRUGJÖLDUM Hvað þýðir það ef matarútgjöldin eru rangt reiknuð? EF FORSENDURNAR Í NÝJU FRUMVARPI FJÁRMÁLARÁÐHERRA ERU RANGAR ÞÁ GÆTI ÞAÐ ORÐIÐ TIL ÞESS AÐ FYRIRHUGAÐAR LAGABREYTINGAR GERI FJÖLSKYLDUM MEIRA ÓGAGN EN GAGN Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kostnaður á hverja máltíð samkvæmt frumvarpi Mánaðarlegur ávinningur af frumvarpinu Þar af matvæli og drykkjarvara Hækkun VSK á öðru Samtals á dag mv. 30 daga Lækkun almenns VSK þreps Hvermáltíðá mannmv.3 máltíðir ádag Niðurfelling vörugjalda Hærri barnabætur Samtals Heildarútgjöld á mánuði Hækkun VSK á matvælum Heimilisgerð Heimilisgerð 300.000 kr. 465.000 kr. 465.000 kr. 300.000 kr. -2.089 kr. -3.520 kr. -3.020 kr. -1.752 kr. 1.490 kr. 2.511 kr. 2.000 kr. 1.250 kr. 1.530 kr. 2.372 kr. 2.372 kr. 1.530 kr. 166 kr. 209 kr. 333 kr. 417 kr. 2.250 kr. 3.488 kr. 3.488 kr. 2.250 kr. 3.389 kr. 1.586 kr. - kr. - kr. 3.880 kr. 2.066 kr. 980 kr. 828 kr. 14,90% 16,20% 12,90% 12,50% -1.200 kr. -1.860 kr. -1.860 kr. -1.200 kr. Einstætt foreldri með 2 börn, annað yngra en 7 ára Hjón með tvö börn, annað yngra en 7 ára Barnlaus hjón Barnlaus einstaklingur Einstætt foreldri með 2 börn, annað yngra en 7 ára Hjón með tvö börn, annað yngra en 7 ára Barnlaus hjón Barnlaus einstaklingur Í frumvarpinu eru reiknuð út áhrif breytinga á sköttum, vörugjöldum og bótumm.v. átta mismunandi forsendur eftir breytilegum fjölskyldugerðum og tekjum. Hér eru sýndir útreikningarnir m.v. neðri tekjuforsendurnar. Fyrirvari er gerður í bæði töflum og grein ummögulegar villur í útreikningum. appelsínu Mjög skiptar skoðanir eru um hversu mikið máltíðin kostar hjá alvöru íslenskum fjölskyldum og sumir vilja meina að fumvarpstölurnar séu út úr kú. Getty Images Þannig veit Púkinn yfirleitt nokkuð vel hvað liggur á að kaupa og hvað ekki. Fyrir vikið á hann auðveldara með að standast freistingarnar, getur sett sér skýr markmið um sparnað og útgjöld, og sjaldan að hann eyðir peningum í eitthvað til þess eins að sjá eftir því. Á listann má líka setja fjárhagsleg markmið í bland við útgjaldaóskirnar. Kannski er meira ár- íðandi að greiða upp yfirdráttinn eða skrapa saman í varasjóð en að kaupa nýjan flatskjá. Nú fer að styttast í jólin og börnin eru vís til að gera óskalista handa jólasveininum. Aurapúkinn vill meina að óskalistar séu ekki bara fyr- ir börnin í desember, heldur líka fyrir fullorðna fólkið, allt árið. Aurapúkinn stundar það reglulega að hripa niður hvað hann vantar og langar í. Hann setur jafnvel upp Excel skjal þar sem auðvelt er að raða og breyta og forgangsraða hlutunum á listanum, og láta verð fylgja með. púkinn Aura- Gott að eiga óskalista

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.