Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 47
hún fáist á milli kl. 8 og 4 og enn síð- ur á öðrum tímum sólarhringsins. Þegar til þessa fyrirbæris var stofn- að, af sömu öflunum sem hömuðust mest gegn fjölmiðlalögunum, sællar minningar, líkti Samband ungra sjálf- stæðismanna því við aðför að fjöl- miðlum. Aðför er stórt orð, en má til sanns vegar færa. Ekki er þó líklegt að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkurn skapaðan hlut vegna þeirrar meintu aðfarar, enda virðist hún telja að ákvæði þjóðminjalaga um bráða- vernd gildi um hvað eina sem grunur leikur á að Steingrímur og Jóhanna hafi tekið sér fyrir hendur. Ekki verður því séð að sóun fjármuna í fjölmiðlanefnd verði hætt, eins og hverjum öðrum gagnslausum óþarfa. Fjölmiðlar hafa ekki jafn mikið um- leikis og þeir höfðu sumir áður, ef Ríkisútvarpið er talið frá. Það fær hins vegar aldrei nóg. Tæknin hefur breytt stöðu þeirra flestra, hvort sem áskriftarstöðvar sjónvarps eða blöð eiga í hlut. Það er ekki hægt að finna að því. Hin nýja tækni er ekki til bölvunar þótt hún kunni að gera tilteknum rekstri í hefðbundnu formi erfitt fyrir. Ekki hefðu menn viljað streitast gegn framþróun í fjarskiptum til að halda verndarhendi yfir jafn ágætri stétt og loftskeytamenn voru. Hafi fjölmiðlar hlutverk og vilja til að rækja það fjargviðrast þeir ekki yfir þeim breytingum sem verða, en leitast við að laga rekstur sinn að þeim. Hin galopna fjölmiðlun sem birst hefur síðustu áratugina gefur marg- vísleg færi. Ekki aðeins þeim, sem sinnt hafa fjölmiðlum, heldur fjöl- mörgum öðrum, stórum og smáum. En hömlulítil víðátta netsins, með sínum miklu kostum, er því miður einnig síspýjandi ofurkraftur á göll- uðu efni, rugli og rangfærslum, svo óhróður og ógeð af margvíslegu tagi séu ekki gerð að sérstöku umræðu- efni. Opinberar eftirlitsnefndir eru þar engin fyrirstaða. Þær geta ekki annað en hengt sína tilveru á „gömlu“ tegund fjölmiðlanna, þar sem þörfin á aðhaldi var minnst. Þær voru því orðnar úreltar nokkru áður en til þeirra var stofnað. En rík- isvaldið getur auðvitað haldið áfram að nota þær til að sóa fé, sem það slíka misnotkun til sín taka, enda er hún sjálfsagt orðin venjuhelguð eftir hálfan annan áratug af sambæri- legum trakteringum. Verri en Rússarnir? Vegna framferðis Rússa í Úkraínu er það ríki skotspónn margra. Ráða- menn þar kölluðu slíkt sjálfir yfir sig. Þess vegna er hvað eina sem þaðan fréttist blásið upp sem enn eitt dæm- ið um illskuna sem þar þrífst. Rúss- neska þingið samþykkti nýverið, í verulegum ágreiningi þó, skref sem takmarkar rétt erlendra aðila til að eiga hlut í rússneskum fjölmiðlum. Er þar miðað við 20% sem hámark. Margir hrópa að þetta sé dæmi um það hvernig Pútín sé sífellt að herða tök sín á rússneskum fjölmiðlum. Rússneska ríkið hefur þótt hafa meiri áhrif á fjölmiðla eystra en hollt sé lýðræðinu. En þessi síðasta ákvörðun var þó ekki gott dæmi um það. Tak- mörkun á heimildum útlendinga í Bandaríkjunum er t.d. svipuð og þarna var ákveðið. En þar sem þessi lagasetning fær svona hörð viðbrögð umheimsins, hvað yrði þá sagt ef Pútín hefði reynt að fá lagaákvæði af eftirfarandi tagi samþykkt í Rúss- landi: „Íslenska ríkið hefur lögsögu yfir fjölmiðlaveitum“ „Ákvörðunum fjölmiðlanefndar verður ekki skotið til annarra stjórn- valda“ „Fjölmiðlanefnd skal fylgjast með því að fjölmiðlaveitur fari að fyr- irmælum laga þessara“ „Fjölmiðlanefnd getur lagt allt að 200.000 króna dagsekt fyrir hvern byrjaðan dag á þann sem: (Svo talið upp í 7 ýtarlegum stafliðum)“ „Fjölmiðlanefnd leggur á stjórn- valdssektir sé brotið gegn eftirtöldum stafliðum: (Svo talið upp í 18 staflið- um)“ Í lögunum segir svo að stjórnvalds- sektir megi nema 10 milljónum króna! Ekki er líklegt að Pútín forseti, í sinni þröngu stöðu, hefði dirfst að dúka sín borð með öðrum eins tilskip- unum og þessum. Enda yrðu mann- réttindafrömuðir þá lengi að ná sér, miðað við hrópin vegna takmarkana á eignarhaldi útlendinga í rússneskum fjölmiðlum. hefur gaman af, sama hverjir sitja í stjórnarráðinu. Leyfist allt Allir sem fylgdust með farsa- kenndum tilfæringum á yfirstjórn 365 miðla fyrir fáeinum vikum vissu til hvers refirnir voru þar skornir. Hvert barn mátti sjá að þær miðuðu eingöngu að því að herða tök eigand- ans á fjölmiðlasamsteypunni og vant- aði þó lítið upp á undirgefnina fram að því. Allir, sem fylgst hafa með, vita jafnframt með hvílíkum ósköpum sá sami hefur notað sína fjölmiðla. Það er að segja kannski allir nema fjöl- miðlanefnd. Mörgum þótti, þegar sama aflið stýrði mesta einokunarhring sem sést hefur til í íslenskri viðskiptasögu og er þá SÍS ekki undanskilið, eins og samkeppnisyfirvöld litu á sig sem eina af deildum hringsins, og ekki þá sem hafði mest vægi innan hans. Þótt vöxturinn ykist hratt og sífellt lengra væri seilst lyftu þau aldrei sínum litla fingri, hvað þá lúkunni. Ekki hefur, svo vitað sé farið fram nein at- hugun á því hvernig slík ósköp máttu gerast og væri þó ekki vanþörf á. Umgengni gömlu deildarinnar er með nákvæmlega sama hætti enn í dag, við það sem enn lýtur sömu stjórn. Dagblað sem er gefið, troðið óum- beðið inn um póstlúgur landsmanna, með einn eiganda, er með öllu að- haldslaust. Allt aðra sögu er að segja af áskriftarblöðum. Í gær var birt yfir þvera forsíðu Fréttablaðsins lygafrétt með viðeig- andi myndum um stofnun og raunar einstakling sem öll fjölmiðlasam- steypan hefur haft veiðileyfi á síðan ítök núverandi eigenda hófust þar, þótt um hríð væri logið til um eign- arhaldið. Eitt símtal við viðkomandi, stofnunina eða einstaklinginn hefði tryggt að blaðið yrði ekki sér til skammar með breiðsíðu sinni. Þegar lygi blaðsins var afhjúpuð var þó ekki beðist afsökunar. Nei, þá var fréttastofa sjónvarps sama eiganda látin seilast í gamlan texta, sem Björn Valur Gíslason, af öllum mönn- um, hafði soðið saman fyrir tveimur árum, til að reyna að réttlæta lygina. Rándýr fjölmiðlanefnd lætur ekki Morgunblaðið/Árni Sæberg * Allir sem fylgdust með farsakenndumtilfæringum á yfirstjórn 365 miðla fyrir fáeinum vikum vissu til hvers refirnir voru þar skornir. Hvert barn mátti sjá að þær miðuðu eingöngu að því að herða tök eigandans á fjölmiðlasamsteypunni og vantaði þó lítið upp á undirgefnina fram að því. Þyrluferð við Gígjökul. 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.