Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Qupperneq 49
„Það er búið að eyða hundruðum milljóna í hjólreiðastíga handa ykkur. Af hverju ertu að hjóla á götunni?! “ Morgunblaðið/Ómar Erindi til starfsmanna á skipti-borði Samgöngustofu eru afmargvíslegum toga. Það er til dæmis oft spurt hvenær flugrútan fari og jafnvel um komu- og brottfar- artíma strætó,“ segir Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslustjóri Sam- göngustofu, en erindin snúa bæði að praktískum málum, svo sem hvernig farartæki fólk má keyra með hefð- bundin ökuréttindi og hvað má standa á einkanúmerum, og þá berst líka mikið af kvörtunum. „Bæði foreldrar, ömmur og afar hringja vegna barnabílstóla, vilja fá leiðbeiningar um öryggisbúnað og gjarnan er það svo að barn biður for- eldri um að hringja í okkur til að fá að vita hvort það geti fengið að sitja í framsæti bílsins og er þá orðið lang- eygt eftir því að fá að sitja frammi í.“ Gangandi vegfarendur hringja gjarnan til að klaga hjólreiðamenn og hjólreiðamenn klaga þá bílstjóra. „Umtalsverðar kvartanir hafa borist til okkar vegna þess að of hratt er far- ið yfir á göngu- og hjólreiðastígum. Margt fullorðið fólk kvartar yfir því að framhjá því þjóti hjólreiðamenn á allt of miklum hraða og því bregði illa. Þá spyr fólk gjarnan hvers vegna hjólreiðafólk noti ekki bjöllur í meira mæli til að vekja athygli á sér.“ Flugfarþegar sem verða fyrir því að vera neitað um far, eða að flugi seinkar, leita þá oft til Samgöngu- stofu og hringt er til að benda á hluti sem megi fara betur í ferðaþjónustu; til dæmis hefur fólk látið vita að það hafi keypt skemmtiferð með bát þar sem ekki allir hafi verið í björgunar- vestum. Ýmis alvarlegri símtöl berast líka og hefur fólk sem misst hefur ná- inn fjölskyldumeðlim í bílslysi hringt og viljað benda á hvað megi betur fara í umferðarmálum. FJÖLBREYTTIR INNHRINGJENDUR SAMGÖNGUSTOFU Börn biðja foreldra um að hringja „Samgöngustofa? Hvenær má ég sitja frammi í?“ Getty Images „Svo er það fólk á virðulegum aldri sem hringir til að fá upplýsingar um báta sem feður þeirra eða forfeður voru á,“ segir Þóra Magnea og bendir á að oft megi finna ýmis svör við er- indum fólks á heimasíðu Samgöngu- stofu. „Samgöngustofa sendir, í sam- vinnu við sveitarfélögin í landinu, fræðsluefni til barna um krakkana í Kátugötu. Efnið er vinsælt og þó- nokkur erindi tengd því efni berast í hverri viku þar sem foreldrar hafa samband fyrir hönd barnanna og ef pakkinn hefur einhverra hluta vegna ekki skilað sér til barnsins, nú eða litli bróðir nagaði bókina svo illa að ekki er lengur hægt að skoða hana.“ Það er alls ekki svo að allir sem hafasamband við Neytendasamtökin séuendilega að kvarta yfir einhverju, oft er fólk með ábendingar um mál sem samtökin mættu taka til skoðunar, og eins er mikið um að fólk vilji einfaldlega fræðast um rétt sinn áður en viðskipti eiga sér stað,“ segir Hildi- gunnur Hafsteinsdóttir, stjórnandi kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu Neytendasamtak- anna. Samtökunum berast að meðaltali 34 erindi á viku en hvað vörur snertir er algengast að þau snúist um tölvur og farsíma, matvæli og loks bifreiðir. Erindi tengd þjónustu snúa að fjármálafyrirtækjum, flug- og ferðaþjónustu, net- og símaáskrift og svo þjónustu iðn- aðarmanna. Gallaðar vörur eru oftar en ekki ástæða símtala og tölvupósts. Ekki má þá gleyma verðhækkunum en það sem af er ári hafa um 400 kvartanir borist vegna verðlags eða verð- hækkana. Oft er kvartað vegna lélegra merk- inga á bæði verði og innihaldsefnum vara og að það vanti hvaðan þær eru upprunnar. At- hugasemdir berast um lítil gæði og að umbúð- ir og viðbætt vatn í vörunni sé vigtað með. Að lokum má geta þess að af afar fjöl- breyttum erindum, sem Hildigunnur segir að séu jafnfjölbreytt og þau eru mörg, eru mörg tengd húsaleigu. NEYTENDASAMTÖKIN Farsímar, húsaleiga og verðlag Við fáum alls konar símtöl. Þetta er allt fráfyrirspurnum um hvernig eigi að ná gras-grænu úr buxum og elda hafragraut upp í að fólk þarf að finna leikreglur fyrir spil,“ segir Fanney Sigurðardóttir, hópstjóri þjónustuvera Já. Fanney segir starfsfólk nýta ýmis tæki og tól til að ráða fram úr fyrirspurnum en það eru þó tilfelli sem ekki er hægt að ráða fram úr. Er einn tími frekar en annar sem fólki virðist liggja mikið á hjarta? „Í kringum kosningar er gjarnan hringt og beðið um símanúmer eða beint samband við stjórnmálamenn. Í einhverjum tilfellum eru þeir ekki skráðir með númer og þá fáum við stundum að heyra hvað fólki finnst að betur mætti fara í þjóðfélaginu og vilja bara tala við borgarstjórann eða einhvern ákveðinn ráðherra. Við finnum gjarnan fyrir því ef það er ólga í samfélaginu og verðum vör við það ef orkuveitan hækkar gjald- skrá og slíkt. Þá vill fólk fá símanúmer hjá jafn- vel forstjórum fyrirtækja.“ ÞJÓNUSTUVER JÁ Kosningar álagstími í símaverinu 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 „Þá fáum við margar fyrirspurnir um það hvort bensíndælan sé að dæla réttu magni, hvort forpakkaðar vörur séu rétt vigtaðar miðað við uppgefna vigt, en það hefur borið á því að of lítið sé í pakkn- ingum. Upp á síðkastið hafa einnig borist margar fyrirspurnir um magn víns í lausasölu þar sem það munar mjög miklu á magni þegar keypt er eitt glas en sam- kvæmt könnun eru stök glös allt frá 12 cl til 33 cl.“ Fólk vill vita hvort reglur gildi um hversu mikið á að hella í stök keypt léttvínsglös. Getty Images „Það gefur enginn stefnuljós lengur.“ „Getið þið ekki stoppað þessi SMS frá olíufélögunum, þetta er stórhættulegt.“ „Það heyrist ekkert í þess- um rafmagnshjólum, fólk verður að nota einhver hljóð- merki.“ „Það þarf að setja spegil á þessi gatnamót, það sést ekkert þarna.“ „Þarf maður ökuréttindi ef maður kaupir sér sjálfkeyr- andi bíl?“ „Getur maður verið fullur „undir stýri“ ef bíllinn er sjálfkeyrandi?“ „Það kann enginn að keyra í hringtorgum.“ „Ég er búin að keyra út um all- an heim og ég hef hvergi upplifað annað eins, eins og að aka hér á landi.“ Dæmi um símtöl til Sam- göngustofu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.