Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.10. 2014
Jóhann Kristinsson barítónsöngvari kemur
fram á lokatónleikum í tónleikaröðinni „Efl-
um ungar raddir“ í Kaldalóni í Hörpu á
sunnudagskvöldið klukkan 20. Jóhann er sjö-
undi ungi söngvarinn sem kynntur er til leiks
í tónleikaröðini og er aðgangur ókeypis eins
og í fyrri skiptin og kemur Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanóleikari fram með honum.
Jóhann mun flytja ýmis íslensk sönglög og
sönglög eftir Schumann og Strauss, auk óp-
eruaría eftir Wagner og Leoncavallo.
Jóhann hefur lokið áttunda stigs prófi frá
Söngskólanum í Reykjavík og er nú við nám í
Berlín, þar sem hann sækir einkatíma í söng
auk þess að semja tónlist; hann hefur gefið út
þrjár plötur með frumsaminni tónlist.
EFLUM UNGAR RADDIR
JÓHANN SYNGUR
Jóhann Kristinsson barítónsöngvari kemur fram
á tónleikum í Hörpu á sunnudagskvöldið.
Jóhann G. Jóhannsson og Diddú flytja lög hans
við ljóð Halldórs Laxness og Þórarins Eldjárn.
„Með andans vígabrand og gullinhjálm!“ er
yfirskrift tónleika Sigrúnar Hjálmtýsdóttur,
Díddúar, og Jóhanns G. Jóhannssonar píanó-
leikara í 15:15-tónleikasyrpunni í Norræna
húsinu klukkan 15.15 á sunnudag. Þau flytja
sönglög Jóhanns við ljóð Halldórs Laxness
og Þórarins Eldjárns. Lögin við ljóð nób-
elsskáldsins hljómuðu á Stofutónleikum
Gljúfrasteins í sumar þar sem tvö þeirra voru
frumflutt, en lögin við ljóð Þórarins voru
flest frumflutt haustið 1999 á tónleikum í
Þjóðleikhúsinu og komu síðar út á geisla-
disknum „Best að borða ljóð“. Á næstu dög-
um koma út tvær vandaðar nótnabækur með
lögum Jóhanns við ljóð Þórarins.
DIDDÚ OG JÓHANN G. Á 15:15
SÖNGLÖG
Finnski sellóleikarinn
Markus Hohti kemur
fram á fyrstu tónleikum
vetrarins í tónleikaröð-
inni Hljóðön í Hafn-
arborg annað kvöld,
sunnudag, kl. 20. Tónleik-
arnir bera yfirskriftina
Nýir strengir en á þeim
leikur Hohti á ný íslensk
strengjahljóðfæri sem styðjast á einn eða ann-
an hátt við notkun strengja í fjölbreyttri mynd.
Má þar hlýða á nýjustu útgáfu hljóðfærisins
dórófón (#8) eftir Halldór Úlfarsson myndlist-
armann og nýtt selló Hans Jóhannssonar fiðlu-
smiðs. Á efnisskrá tónleikanna eru fjölbreytt
verk eftir innlend og erlend samtímatónskáld,
þeirra á meðal samlanda Hohti, þá Kaiju Saar-
iaho og Sami Klemola, auk verka eftir Simon-
Steen Andersen. Á tónleikunum verður jafn-
framt frumflutt nýtt verk eftir Guðmund Stein
Gunnarsson fyrir dórófón.
HLJÓÐÖN Í HAFNARBORG
NÝIR STRENGIR
Markus Hohti
Leikhúsið 10 fingur frumsýnir nýtt íslenskt barnaleikverk, „Lífið –
stórskemmtilegt drullumall“, í Tjarnarbíói í dag, laugardag, klukkan
14. Verkinu lýsa aðstandendur sem „stórskemmtilegu drullumalli á
mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.“
Leikhúsið 10 fingur fagnar um þessar mundir tveggja áratuga af-
mæli en það setti meðal annars upp verðlaunasýninguna „Skrímslið
litla systir mín“ sem hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnasýning
ársins 2012.
Leiksýningin „Lífið“ fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hring-
rás lífsins, þar sem unnið er með mold. Sýningin er unnin á sama
hátt og „Skrímslið litla systir mín“, þar sem sagan í verkinu fær að
kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. Leikhópurinn
vann spunavinnu í um þrjá mánuði og útkoman er sögð marglaga og
óvenjuleg leikhúsupplifun sem getur heillað bæði börn og fullorðna.
Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig
landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf
kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í nátt-
úrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu ein-
falda sögu af tveimur krökkum að leik, börnum sem uppgötva
skugga sinn og sjálf sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.
Höfundar verksins eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guð-
mundsdóttir, Charlotte Böving og Helga Arnalds. Charlotte leik-
stýrir einnig, Helga Arnalds hannar myndræna hlið verksins og leik-
arar eru þau Sólveig og Sveinn Ólafur. Tónlist semur Margrét
Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson.
NÝTT LEIKVERK FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Drullumall á
mörkum forma
Leikverkið fjallar í senn um sköpun heimsins og tvö börn að leik.
Sagan um lífið kviknar út frá efniviðnum sem leikhópurinn notar.
BARNALEIKVERKIÐ „LÍFIÐ – STÓRSKEMMTILEGT
DRULLUMALL“ VERÐUR FRUMSÝNT Í TJARNARBÍÓI.
Menning
F
yrir mér felur listsköpun alltaf í
sér leit sem er háð því hvar ég
er staddur í eigin lífi og hvar
áhugi minn liggur hverju sinni.
Ég hef mikinn áhuga á öfgum í
hreyfigetu og hráleika. Ég er líka mjög
upptekinn af tímanum. Mér finnst for-
vitnilegt að skoða hversu lengi dansari
getur endurtekið tiltekna hreyfingu. Mér
finnst líka gaman að kanna rýmið og
reyni stöðugt að endurskilgreina bæði
rými og tíma. Í raun má segja að ég sé
upptekinn af gömlum gildum í dansi,“ seg-
ir norski danshöfundurinn Ole Martin Mel-
and sem er höfundur dansverksins
Emo1994 sem ásamt dansverkinu Meadow
eftir Brian Gerke verður frumsýnt hjá Ís-
lenska dansflokknum laugardaginn 25.
október á Nýja sviði Borgarleikhússins
undir yfirskriftinni Emotional.
Ole Martin Meland er ungur og upp-
rennandi dansari og danshöfundur, en
hann er fæddur 1984. Hann ólst upp í
bænum Sætre í suðausturhluta Noregs, út-
skrifaðist frá St. Hallvard-menntaskólanum
í Lier með dans sem aðalfag og lauk BA-
prófi í dansi og ballett frá Listaháskól-
anum í Ósló árið 2006, en það sama ár
réð hann sig til starfa sem dansari hjá
nútímadansflokknum Carte Blanche í Berg-
en. Meland vakti fyrst athygli sem dans-
höfundur á alþjóðlegum vettvangi á síðasta
ári í Noregi með verkinu Brother.
Snúið upp á klisjurnar
„Titill verksins, Emo1994, sem ég samdi
sérstaklega fyrir Íslenska dansflokkinn,
vísar til þess að við erum að vinna með
allar helstu tilfinningaklisjur og um leið
lykilþemu lífsins á borð við ást, hatur og
dauða. Við erum að reyna að snúa upp á
þessar klisjur með því ýmist að taka þær
afar alvarlegar eða gera grín að þeim. Því
það er ástæða fyrir því að klisja verður
klisja. Það stafar af því að fólki er um-
hugað um þessi þemu og eyðir mikilli
orku í þessar spurningar. Sjálfur er ég
sannfærður um að að baki klisjunni megi
finna sannleikann. Í verkum mínum vinn
ég almennt með tilfinningar og nota til
þess líkama minn,“ segir Meland og tekur
fram að verkið búi ekki yfir neinni sögu
eða framvindu.
„Líkamsmálið sem ég nota er hrátt,
kraftmikið og jafnvel harðneskjulegt. Mér
finnst spennandi að sjá hvaða áhrif endur-
tekning og tíminn hefur á hreyfingar
dansaranna, sem svo aftur hefur áhrif á
áhorfendur. Sem dæmi hefur það bein
áhrif á skynjun og líðan áhorfenda að sjá
dansara endurtaka erfiða og þreytandi
hreyfingu. Slíkt hreyfimynstur getur gert
áhorfendur berskjaldaða og varnarlausa.“
Inntur eftir samstarfi sínu við Íd segist
Meland hæstánægður með það. „Það er
ekki á hverjum degi sem maður fær tæki-
færi til að vinna með dönsurum sem búa
yfir jafnmikilli líkamlegri getu og gerist
hér. Dansarar Íd eru fljótir að aðlaga sig
hlutum og fjölhæfir. Svo spillir ekki fyrir
hversu áhugasamir, vingjarnlegir og vinnu-
samir þeir eru. Ég er hrærður yfir þeim
góðu viðtökum sem ég hef hlotið hér.“
Fór ungur að skemmta fólki
Hversu gamall varstu þegar þú vissir að
þú vildir verða dansari?
„Ég var mjög ungur þegar ég fór að
skemmta fólki. Foreldrar mínir segja mér
að ég hafi kunnað á kassettutæki heimilis-
ins áður en ég gat gengið og sat þá og
naut þess að láta fólk horfa á mig. Ég
hef dansað frá því ég man eftir mér og
byrjaði í dansskóla í frístundum mínum
þegar ég var sjö ára. En ég ákvað ekki
að gerast atvinnudansari fyrr en ég var
orðinn fimmtán ára gamall. Frá þeim tíma
hef ég einbeitt mér að ferlinum. Þegar ég
var yngri leiddi ég aldrei hugann að því
hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór, en
þegar ég varð fimmtán ára og þurfti að
velja mér framhaldsskóla lá beint við að
velja dansinn. Markmið mín hvað dansinn
varðar hafa breyst á umliðnum árum,
enda þroskast maður í listinni.“
Vill ekki setja aðra á stall
Þú vaktir fyrst athygli sem danshöfundur
á alþjóðlegum vettvangi á síðasta ári. Lá
beint við fyrir þig sem dansara að gerast
danshöfundur?
„Ég hef allan minn dansferil verið skap-
andi bæði sem dansari og danshöfundur,
þó ég hafi fyrst frumsýnt dansverk á at-
vinnusviði fyrir ári. Á unglingsárum samdi
ég dansa fyrir hóp áhugadansara og það
reyndist mér góður skóli í því að virkja
sköpun mína og útfæra hugmyndir mínar
á sviði. Stjórnendur danshópsins Carte
Blanche hafa hvatt dansara sína til að
semja sjálfir og staðið fyrir opnum kvöld-
um þar sem dansarar hópsins hafa getað
útfært eigin verk með samstarfsdönsurum
sínum. Ég þurfti því ekki að taka ákvörð-
un þess efnis að ég vildi verða danshöf-
undur, heldur hefur þetta alltaf verið hluti
af mér.
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN FRUMSÝNIR EMO1994 EFTIR OLE MARTIN MELAND
Listsköpun felur í sér leit
NORSKI DANSHÖFUNDURINN OLE MARTIN MELAND VAKTI FYRST ATHYGLI SEM DANSHÖFUNDUR Á ALÞJÓÐ-
LEGUM VETTVANGI Á SÍÐASTA ÁRI HJÁ CARTE BLANCHE, EN SEMUR NÚ FYRIR ÍSLENSKA DANSFLOKKINN.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
* Ég sæki mér fyrstog fremst inn-blástur í tónlist og
aðra listmiðla á borð
við innsetningar,
gjörninga og málverk.