Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Side 57
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Hin merka stofnun Ný- listasafnið verður opnuð á nýjum stað í Völvufelli í Breiðholti á laugardag. Ástæða er til að hvetja listunnendur til að heimsækja nýja sýningarrýmið en þar opnar Rebecca Erin Mor- an einkasýningu. 2 Á laugardag kl. 14 kynna fjórar listakonur ljóð sín, sögur og söngva í Anarkíu, Hamraborg 3a. Það eru þær Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Jón- ína Leósdóttir og Ólöf Ingólfs- dóttir sem koma fram. Í Anarkíu er einnig sýning þeirra Helgu Ástvalds- dóttur og Jónasar Braga Jónassonar. 4 Um þessar mundir er haldið upp á aldarafmæli Hafnar- fjarðarkirkju. Kirkjutónlist- arhátíð stendur þar yfir um helgina og á laugardag kl. 17 leikur Mark Anderson á bæði orgel kirkj- unnar. Á sunnudag kl. 11 leiðir hann gesti í sálmasöng á sálmahátíð. 5 Á laugardag klukkan 15 verður Erla S. Haralds- dóttir með listamannaspjall á sýningu sinni „Visual Wan- dering“ eða „Sjónrænar göngur“ í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Verk Erlu eru sögð spunnin úr þremur meginþáttum; ljósmyndaraunsæi, góðum tökum á aðferðum málverks- ins og kímni. 3 Kjörið er fyrir kvikmynda- áhugamenn að leggja leið sína í Grundarfjörð um helgina er þar fer fram alþjóðleg stutt- mynda- og tónlistarmyndbandahátíð, Northern Wave. Leitað er að nýj- um „röddum“ í kvikmyndagerð og keppt um ýmis verðlaun. MÆLT MEÐ 1 „Engin Ástríks-bók hefur komið út hérlendis síðan 1983. Upprunalegu bækurnar eru löngu orðnar ófáanlegar og mjög hátt verð- lagðar á fornbókasölum, enda eftirsóttar. Þar sem við erum þekkt fyrir að sérhæfa okkur í útgáfu myndasögubóka fannst okkur tilvalið að fylla upp í það menningarlega tómarúm sem Íslendingar hafa mátt þola í rúm 30 ár,“ segir Jean Antoine Posocco, en útgáfufyr- irtækið hans, Froskur útgáfa, hefur sent frá sér myndasöguna Ástríkur og víkingarnir eftir René Goscinny og Albert Uderzo. Þýð- andi bókarinnar er Hildur Bjarnason, en að sögn Jean hafa margar hendur lagt hönd á plóg við að umorða frumtexta Goscinny. Athygli vekur að nýja Ástríks-bókin er nr. 9, en það helgast af því að hún var sú níunda sem kom út í Frakklandi þegar serían upp- haflega var gefin út. „Það eru margar ástæð- ur fyrir því að þessi bók varð fyrir valinu sem sú fyrsta. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér auk þess sem mig langaði að bjóða les- endum upp á nýjan titil í seríunni fyrir þá sem þekkja til. Það skemmir síðan ekki fyrir að hún fjallar um víkinga. Á næstu árum er ætlunin að gefa út eina til tvær Ástríks- bækur á ári og koma þeim öllum út, en sam- tals eru bækurnar 35,“ segir Jean og tekur fram að allar verði bækurnar í nýjum þýð- ingum. „Í dag væri ekki hægt að endur- útgefa þýðingar Þorsteins Thorarensen þar sem rétthafar Ástríks-bókanna gera núorðið miklar kröfur um að textinn sé mjög ná- kvæmlega þýddur. Þeir ætluðu jafnvel ekki að leyfa mér að nota íslensku nöfnin á per- sónum bókanna,“ segir Jean og vísar þar til Ástríks, Steinríks, Sjóðríks og Óðríks, sem flestir Íslendingar þekkja undir íslenskum heitum sínum. „En sem betur fer tókst mér að fá leyfi til að nota íslensku nöfnin með vísan í langa nafnahefð hérlendis.“ Froskur sendir fyrir jólin einnig frá sér nýja teiknimyndabók um Sval og Val sem inniheldur þrjár sögur frá 1948-49, mynda- sögubókina Lífsþorsta eftir Kristján Jón Guðnason sem og bók númer þrjú í seríunni um annars vegar Tímaflakkarana eftir Zep, Stan & Vince og hins vegar Lóu! eftir Julien Neel. Allar ofangreindar bækur eru gefnar út í harðri kápu og segir Jean það með ráð- um gert. „Bækurnar verða mun eigulegri gripir þegar þær eru með harðri kápu, auk þess sem þær eiga lengri líftíma en þegar þær eru aðeins í kilju. Mér finnst mikilvægt að vanda vel til verka, enda eru myndasögur, að sögn Frakka, níunda listformið.“ Síðast en ekki síst má nefna að Froskur gefur út fræðibókina Myndasöguna eftir Úlfhildi Dagsdóttur þar sem fjallað er um ólíkar gerðir myndasagna og sögu þeirra ásamt því sem sérstök áhersla verður á íslenskar myndasögur. silja@mbl.is ÁSTRÍKUR OG FÉLAGAR LOKS FÁANLEGIR AFTUR Á ÍSLENSKU Níunda listformið FROSKUR ÚTGÁFA SENDIR FRÁ SÉR FIMM MYNDASÖGUR FYRIR JÓLIN ÁSAMT NÝRRI FRÆÐIBÓK EFTIR ÚLFHILDI DAGSDÓTTUR. Jean Antoine Posocco með hluta þeirra bóka sem út koma frá Froski útgáfu á næstunni. „Ég hef mikinn áhuga á öfgum í hreyfigetu og hráleika. Ég er líka mjög upptekinn af tímanum. Mér finnst forvitnilegt að skoða hversu lengi dansari getur endurtekið til- tekna hreyfingu,“ segir Ole Martin Meland. Morgunblaðið/Þórður Sem dansari hef ég notað skapandi hlið- ar mínar við útfærslu á sporum annarra. Það eru sterk tengsl milli danssköpunar og þess að dansa og því á ég erfitt með að aðgreina þarna á milli. Mér finnst dásamlegt að dansa verk annarra og myndi á núverandi stigi ekki vilja hætta því til þess að einbeita mér að eigin dans- höfundarferli. Mér finnst svo frábært að geta sameinað dansarann og danshöfundinn í mér. Mig langar að geta eflt mig sem danshöfundur, en samtímis finn ég að mig langar til að dansa á sviði. Ég er því alls ekki tilbúinn að hætta að dansa á sviði enn sem komið er.“ Áttu þér einhverjar fyrirmyndir þegar kemur að dansi? „Ég get ekki sagt að ég horfi til ákveð- inna fyrirmynda á sviði danslistar. Ég á mér engin goð eða ídól. Mér líkar ekki hugmyndin um að setja fólk á stall og til- biðja það. Auðvitað hafa allir þeir sem ég hef unnið með í gegnum tíðina haft áhrif á mig og skipt mig miklu máli sem lista- mann. Ég sæki mér fyrst og fremst inn- blástur í tónlist og aðra listmiðla á borð við innsetningar, gjörninga og málverk.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.