Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 15
26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ísfirðingar á höfuðborgarsvæðinu komu saman um síðustu helgi á ár- legri samkomu, Sólkveðjukaffi, þar sem geislar sólar sjást nú ekki leng- ur í bænum og bið verður á því þar til eftir áramót. Síðustu helgina í janúar verður einmitt árlegt Sólar- kaffi af því tilefni að þá skína geislar hennar aftur yfir fjallstinda. „Við erum full bjartsýnni, kveðj- um sólina með bros á vör og byrjum strax að hlakka til að sjá hana aftur,“ segir Guðmundur Friðrik Jóhanns- son, formaður Ísfirðingafélagsins. „Samkoman er aðallega hugsuð til að brottfluttir geti komið saman. Sólkveðjukaffið hefur verið haldið árlega í tæp 25 ár en Sólarkaffið í lok janúar alveg frá stofnun félagsins. Það var stofnað í apríl 1945 og Sólar- kaffi var fyrst haldið við fyrsta tæki- færi; í janúar 1945 – og fer því fram í 70. skipti núna eftir áramótin.“ Um 700 eru skráðir í Ísfirðinga- félagið að sögn formannsins, „en all- ir eru velkomnir á viðburðina hjá okkur. Við erum ánægð ef fólk vill koma og gleðjast með okkur“. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólin kvödd tímabundið Guðmundur formaður í samsætinu. Aðeins 12% innflytjenda á Ís-landi telja sig tala góða ís-lensku og ekki nema fjórð- ungur telur sig hafa starf við hæfi. Aðrir segjast ekki í starfi sem hæfir menntun sinni og reynslu. Sé það jafnvel ástæða at- vinnuleysis síns um lengri tíma. Margir segja það sömuleiðis setja sér skorður að enskukunnátta þeirra sé ekki nógu góð, fjórð- ungur finnur fyr- ir fordómum og margir telja jafn- vel erlent nafn setja sér félagsleg takmörk. Norðvestur og Breiðholt Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnunum Íslenskunám og fjölmenningarsamfélagið sem haldn- ar voru á Ísafirði og í Reykjavík í síðustu viku. Þær voru haldnar á vegum verkefnisins Menntun núna – sem nær yfir Norðvesturkjör- dæmi og Breiðholtshverfi í Reykja- vík. Verkefnið er að hluta til gert út frá Háskólanum á Bifröst í Borg- arfirði. Fjölmenni sótti ráðstefn- urnar þar sem fjölmargir lögðu orð í belg. Á ráðstefnunni í Reykjavík kom fram að skilgreina þurfi ferli og stuðning við íslenskukennslu sem sé minni nú en fyrr á árum. Sú vinna sé mikilvæg því aðeins um 20% út- lendinga telji sig vera í starfi þar sem menntun þeirra og reynsla nýt- ist. Þegar kom svo vestur á Ísafjörð beindu ráðstefnugestir, að því er segir í tilkynningu, sjónum að ís- lenskunámi og ólíkum kennsluað- ferðum sem þróaðar hafa verið og virka vel. Er í því sambandi nefnt verkefnið Íslenskuþorpið sem Guð- laug Stella Brynjólfsdóttir kynnti. Það verkefni er einskonar brú úr kennslustofunni út í samfélagið og daglegt líf. Markmiðið er meðal annars að flýta fyrir frekara námi og þátttöku á íslensku í samfélag- inu. Dr. Guðrún Theodórsdóttir er hugmyndasmiðurinn að Íslensku- þorpinu og var doktorsrannsókn hennar nýtt til að hanna nám. Eru niðurstöðurnar nú nýttar til að hanna og þróa fleiri tungumálaþorp. Lykill að samfélaginu Á Ísafirði kynnti Kristín R. Vil- hjálmsdóttir frá Borgarbóksafninu í Reykjavík ýmis fjölmenningarverk- efni þar á bæ. Inntak þeirra er að stuðla að gagnkvæmri félagslegri aðlögun, skapa vettvang fyrir menn- ingar- og tungumálamiðlun og efla tengsl milli Reykvíkinga. Er í því sambandi nefnt að bókasafns- heimsókn verði þáttur í daglegu lífi innflytjenda. Geirlaug Jóhanns- dóttir, sem stýrir verkefninu Menntun núna í Norðvest- urkjördæmi, segir ráðstefnurnar m.a. hafa varpað ljósi á hversu víða sé unnið gott starf til að auðvelda innflytjendum þátttöku í samfélag- inu. Mikilvægt sé að miðla af reynslu þeirra sem hafa þróað leiðir við kennslu. Tungumálið sé jú lykill- inn að samfélaginu. Á Íslandi séu nú töluð 100 tungumál og víða séu vinnustaðir þar sem bróðurpartur starfsfólks er af erlendum uppruna, svo sem í fiskvinnslu. NORÐVESTURKJÖRDÆMI Fæstir telja nám og reynslu nýtast VERKEFNIÐ MENNTUN NÚNA Á AÐ GREIÐA LEIÐ TIL DAGLEGS LÍFS. RANN- SÓKN SÝNIR 100 TUNGUR TALAÐAR Á ÍSLANDI Geirlaug Jóhannsdóttir Útlendingar eru stærstur hluti vinnuafls hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vest- fjörðum, þótt menntun margra ætti þó að bjóða fólkinu tækifæri til annara starfa. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dalvíkurbyggð hóf í vikunni formlega þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag í samstarfi við Landlækni. Áhersla er á hreyfingu, næringu, líðan og lífsgæði og er t.d. frítt í sund og rækt í þessari viku. Dalvík Skógarkerfill hefur ekkert landgræðslugildi og er til ama. Setja ætti bann við gróðursetningu hans og eyða ef þess þarf. Þetta segir bæjarráð Hornafjarðar sem tók undir bókun Þórhildar Ástu Magnúsdóttur, formanns ráðsins. Hornafjörður Tryggvi Þór Gunnarsson, varabæj- arfulltrúi L-listans á Akureyri, ósk- aði í vikunni eftir lausn frá því starfi „vegna trúnaðarbrests núverandi meirihluta í minn garð“, eins og hann sagði í erindi til bæjarstjórnar. Tryggvi, sem sat í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili, var í 4. sæti listans við kosningarnar í vor en L- listinn kom aðeins tveimur mönnum að. Eftir kosningar var ákveðið inn- an L-listans að Tryggvi yrði stjórn- arformaður Norðurorku en skömmu fyrir aðalfund fyrirtækisins á dög- unum var honum tilkynnt að af því gæti ekki orðið þar sem núverandi meirihluti treysti honum ekki fyrir verkefninu. Geir Kristinn Aðalsteinsson, fyrr- verandi forseti bæjarstjórnar fyrir hönd L-lista, er nýr formaður Norð- urorku. L-listi er í meirihluta- samstarfi við Samfylkingu og Fram- sóknarflokk og er hvert framboð með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Tryggi Þór Gunnarsson á fundi bæj- arstjórnar á síðasta kjörtímabili. Morgunblaðið/Skapti AKUREYRI Hættur, farinn SPORTÍS OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16 MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.