Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 19
26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Hanna Kristín stundar nám á meist- arastigi í hagfræði og hún stefnir á að stunda doktorsnám í fræðum tengd- um heilsuhagfræði. Einnig hefur hún verið að kenna ballett og pilates. Hún hefur nú tekið við GAVA hjálparsam- tökunum á Íslandi en samtökin eru alþjóðleg og ganga út á það að hjálpa snauðum fjölskyldum í Kampala í Úg- anda við að verða sjálfbær. „Silja Thor Björnsdóttir stofnaði samtökin í Úganda og fékk mig, ásamt góðum hópi fólks, til liðs við sig til að sjá um starfsem- ina hér heima,“ segir Hanna Kristín. „Þetta er afskaplega gef- andi starf og gott að geta aðstoðað við sjálf- bærni íbúa Kam- pala, því það gefur góða raun.“ GAVA HJÁLPARSAMTÖK Fylgin sér Hanna Kristín … að við faðmlag losar líkaminn efnið oxytocin, sem sendir vellíðunartilfinningu út í kroppinn. Spörum ekki faðmlögin, því það er hollt og gott að faðmast og sýna hvert öðru kærleik. Vissir þú …* „Fullt af fólki hefur fangað auga mitt ígegnum tíðina, en enginn hefur fangaðhjarta mitt, eins og þú.“ Snoopy Það er líf og fjör á heimili Þórhalls Sæv- arssonar auglýsinga- leikstjóra. Hann á tvo syni, Óðin Þór og Sævar Styrkár, með eiginkonu sinni, Berglindi Óskars- dóttur fatahönnuði, en í byrjun nýs árs er von á fimmta fjöl- skyldumeðlimnum, lítilli stúlku. Það eru því spennandi tímar framundan hjá fjölskyld- unni. Þátturinn sem allir geta horft á? X-Factor UK er klárlega „guilty pleas- ure“ fjölskyldunnar, einn af fáum þáttum sem virka fyrir alla aldurshópa. Það getur oft verið erf- itt að samhæfa sjónvarpsgláp með tvö lítil börn á heimilinu, þannig að Svampur Sveinsson hefur oft vinn- inginn, okkur foreldrunum til ómældrar ánægju. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Það mun vera hinn svokallaði dindill, sem er hægeldað svínakjöt, „pulled pork“, með heimalöguðu hrá- salati og fersku kóríander, vafið inn í heimagerðar tortilla-kökur. Nafnið kemur frá sonum mínum, sem fannst upprúlluð tortillakakan minna sig á dindilinn á svíni, ekki beint lystaukandi en nokkuð lýsandi fyrir réttinn og skemmtilegt. Skemmtilegast að gera saman? Listinn er ansi langur þar sem við reynum að vera dugleg að gera sem mest saman, en helst mætti telja samverustundir í sumarbústað fjölskyld- unnar, að elda saman eða tíðar ferðir í keiluhöllina þar sem eldri sonurinn er ósigraður keilumeistari. Borðið þið morgunmat saman? Já, við gerum það, þó að það sé oftast mjög skipulögð óreiða á þeim stundum eins og vill verða þegar verið er að reyna að koma börnum í föt, troða í þau hafragraut eða seríósi og foreldrarnir að ná koff- ínskammtinum í kerfið áður en hlaupið er út í daginn. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Þar sem á nútímaheimili eru samverustundirnar oft af skornum skammti reynum við helst að hafa ekki mikla dag- skrá heldur nýta tímann einfaldlega í að vera saman og njóta. Hvað er á dagskrá í vetur hjá fjölskyldunni? Það bliknar flest í samanburði við komandi stækkun fjölskyldunnar, en við eigum von á lítilli stúlku í lok janúar. Þannig að dag- skráin verður nokkuð þétt af bleiuskiptum, svefnleysi, bleikum barnafötum og almennu stuði. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Þórhallur Sævarsson Minnti á dindilinn á svíni H anna Kristín Skaftadóttir og Hjalti Kr. Melsted hafa nú gefið út næstu þrjár bækur í sögusafninu um MiMi. Bækurnar eru tæki fyrir börn með tal- og málþroskaraskanir sem hjálpar þeim og foreldrum þeirra að eiga tjáskipti á annan máta en með orðum en ýtir um leið undir málörvun barnsins. Nú þegar eru komnar sjö bækur af tíu. Viðtökurnar við fyrstu fjórum bókunum um fígúruna MiMi hafa verið einstaklega góðar hjá leik- skólum, sérfræðingum og talmeinafræð- ingum. „Við erum afar þakklát fyrir góð viðbrögð. Nú erum við búin að dreifa bók- unum á stóran hluta leikskóla landsins og eru þær einnig komnar í allar helstu bókaverslanir,“ segir Hanna Kristín. Í vor stefnir hún á að kynna bækurnar og TMT um allt land. „Vonandi ýtir það undir áhuga leikskólanna á að nota bæk- urnar og hjálpar til við málörvun barna.“ Þegar bækurnar tíu eru komnar út hér heima munu Hanna og Hjalti halda út fyr- ir landsteina með þær. „Við höfum verið í samningaviðræðum við bókaútgefendur í Frakklandi og Hollandi og erum að ljúka við samninga við bókaútgefendur í Dan- mörku. Svo nú í liðinni viku færðum við GAVA samtökunum í Úganda rafræna út- gáfu af MiMi-bókunum á ensku. Það var mikil gleði á meðal barnanna þegar þau skoðuðu bækurnar.“ Aukin vitundarvakning Eins og staðan er í dag er ekki hlaupið að því að fá talþjálfun fyrir börn með tal- og málþroskaraskanir. „Það á sér þó stað ákveðin vitundarvakning um þetta á leik- skólum og hjá sérfræðikennurum um snemmtæka íhlutun og hversu miklu máli hún skiptir. Tákn með tali hjálpaði syni mínum mikið og nú er hann altalandi. Hann fór í fjögurra ára skoðun um daginn og gekk glimrandi vel. En vegna þess hversu seint börn með tal- og málþroska- raskanir greinast eru talfærin eftir á. Þau bera orðin vitlaust fram og eru mörg hver ansi óskýr. Hins vegar getur orðaforðinn verið alveg upp á tíu og jafnvel betri en hjá þeim sem hafa ekki þurft að glíma við neinar hamlanir.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnaði ný- verið fyrirtækið Trappa þar sem boðið verður upp á þjónustu talmeinafræðinga rafrænt. Hanna Kristín segir verkefnið spennandi og mælir eindregið með þjónust- unni sem mun auðvelda aðgengi að þjón- ustu talmeinafræðinga og létta álagið á for- eldrum. „Leiðir okkar Þorbjargar hafa oft legið saman á sviði menntamála, og í leik og starfi, og hún var mikill stuðningur við for- eldra barna með tal- og málhamlanir þegar hún var í borgarstjórn. Svo vindur hún sér í þetta frábæra framtak sem ég veit að henni mun fara vel úr hendi. Mæli eindregið með að foreldrar skoði starfsemi trappa.is.“ MiMi-samstæðupúsl „Það verður auðvelt að búa til sögur í kringum MiMi.“ Einnig er það á döfinni að útbúa ýmis hliðarverkefni með bókunum og til að mynda er grafískur hönnuður að vinna að drögum að samstæðupúsli þar sem börnin þurfa að tengja saman t.d. táknið fyrir skó við mynd af skó. „Þetta er snið- ugt hjálpartæki fyrir þroskaþjálfa og tal- meinafræðinga, sem og foreldra, til að vinna með.“ Hanna og Hjalti eru fráskilin en það hefur, að hennar sögn, engin áhrif á samstarfið. „Samstarfið gengur vel. Þetta sameinar líka fjölskylduna, sem er ynd- islegt,“ segir hún að lokum. BÆKURNAR UM MIMI ERU FRÁBÆR HJÁLPARTÆKI FYRIR BÖRN OG FORELDRA Vilja ná til foreldra Eins og sjá má útskýrir fígúran MiMi með táknum hvað henni liggur á hjarta. NÆSTU ÞRJÁR BÆKUR Í TÍU BÓKA SERÍU UM TEIKNIMYNDAFÍGÚRUNA MIMI ERU NÚ KOMNAR ÚT. EFNIÐ ER SNIÐIÐ SÉRSTAKLEGA AÐ BÖRNUM MEÐ TAL- OG MÁLÞROSKARASKANIR OG ERU BÆKURNAR GOTT HJÁLPARTÆKI FYRIR FORELDRA. HANNA OG HJALTI, HÖFUNDAR BÓKANNA, VILJA NÁ TIL FORELDRA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is nbforlag.com Núi & Nía er glæsileg barnabók, úr hugarfylgsnum listakonunnar Línu Rutar, um samnefndar ævintýraverur. Lína Rut Wilberg - Höfundur og myndskreyting Þorgrímur Þráinsson - Höfundur texta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.