Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 36
Þegar fólk sest fyrir framan sjónvarpið er það allajafna að leita að afþreyingu, en ekki bara að sjón-varps- eða kvikmyndaefni sem sannast kannski einna best á því hve margir setjast við tæki með tölvu í fanginu – snjallsíma, spjaldtölvu eða fartölvu. Sú var tíðin að sjón- varpsspámenn héldu að fólk myndi vafra um vefinn í sjón- varpinu og svo komu kenningar um að allir myndu vilja glápa á sjónvarpsefni í tölvunni. Raunveruleikinn er ein- hvers staðar þarna á milli, fólk virðist gjarna vilja geta sótt sér efni af netinu, eins og vinsældir svonefndra snjall- sjónvarpstækja sanna SmartTV, þó að það kjósi enn að vafra um vefinn og skrifa Fa- cebook-færslur á tölvu. Tæki sem kalla má snjall- sjónvarp gerir notendum kleift að tengjast efnisveitum eins og You- Tube, Netflix, Hulu og ámóta, svo framarlega sem viðkomandi sjónvarp sé nettengt á annað borð. Alla jafna notar hver fram- leiðandi sitt sérhannaða viðmót og oftar en ekki sitt stýrikerf- isafbrigði þó að þau séu líkast til Linux-ættuð. Ný sjónvarpstæki frá Philips, 8000-línan vekur athygli fyrir fyrir tæknilega útfærslu og útlit, en líka fyrir það að þar er komið fyrsta sjónvarpið sem keyrir á Android, því snjallhluti þess keyrir á Android 4.2.2 Jelly Bean. Þess má geta að í væntanlegri útgáfu af Android, Android 5.0 Lolli- pop, sem kemur út í næsta mánuði, verða sérstakar við- bætur til að hægt sé að nota það í sjónvarpstækjum. Menn hafa gert ýmsar tilraunir til að tengja Android við sjónvarpstæki og þá aðallega með svonefndum Android- stick, en það er í raun smátölvur, á stærð við minnislykil, sem geta keyrt Android-forrit, eins og leiki til að mynda. Flestar eru þær með tveggja kjarna örgjörvum, en líka dæmi um apparöt með fjögurra kjarna örgjörva. Fræðilega séð er hægt að keyra öll Android-forrit á tæk- inu, en ekki í raun, því Philips hefur búið svo um hnútana að aðeins hluti þess sem býðst í Play-forritabúðinni er til- tækur, væntanlega til að tryggja að ekki sé hægt að setja inn forrit sem ekki er hægt að nota af neinu viti með sjón- varpsfjarstýringu. Að því sögðu þá er hægt að tengja Bluetooth-stýripinna við tækið. Þegar kveikt er á því í fyrsta sinn eru uppsett á því ýmis forrit frá Google, Chrome-vafrinn, Google-leit, raddstýrð leit, Google Play- bíómyndir og tónlist, sem ekki er aðgengilegt hér á landi, og YouTube og svo er líka hægt að fara beint inn í Play-forritabúðina að leita að forritum, til að mynda að Netflix. Eins og fram kemur hér til hliðar er hægt að tengja við sjónvarpið utanáliggj- andi harðan disk og nota til að setja upp forrit, til að mynda leiki, en þann disk má náttúrlega líka nota til að taka upp sjónvarpsefni, þ.e. ef má taka það upp á annað borð. Nýjustu afruglarar sjá um slíkt núorðið og því varla hægt að taka neitt upp nema það sem næst í gegnum greiðuna gömlu. Í tækinu er myndavél í litlu spjaldi sem dregið er neðan undir miðjunni á skjánum. Hún gefur eðlilega kost á að eiga Skype-samtöl í gegnum tæk- ið, en svo er líka hægt að nota hana til að stýra tækinu, þegar maður er svo aðframkominn af leti að maður nennir ekki einu sinni að teygja sig í fjarstýringuna – ef mynda- vélin er niðri er nóg að lyfta upp hendinni og opna og loka greipinni og þá virkjar maður handstýringu án snertingar. Hljómar lúðalegt, en er fáránlega sniðugt – að minnsta kosti við fyrstu kynni. Ekki má gleyma því að það er líka hægt að stýra tækinu með röddinni (á ensku). Eitt af sérkennum Philips-sjónvarps- tækjanna er baklýsing sem fyrirtækið kallar Ambilight, ljósdíóður á baki tækisins sem lýsa með daufri birtu á vegginn aftan við tækið sem breyta um lit eftir því sem er á seyði á skjánum. Fyrir vikið virkar skjárinn stærri en hann er í raun, birtan plat- ar augað, og Ambilight hefur reyndar verið svo endurbætt, meðal annars með ljósi allan hringinn, að manni finnst eins og sjónvarpið svífi. Philips 55PFS8109 kostar 469.995 hjá Heimilistækjum. SNJALLARA SNJALLSJÓNVARP SJÓNVARP ER EKKI BARA SJÓNVARP, EKKI SÍST EFTIR AÐ SNJALLSJÓNVÖRP KOMU TIL SÖG- UNNAR ÞAR SEM HÆGT VAR AÐ SÆKJA SÉR SKEMMTIEFNI OG LEIKI Á NETIÐ. ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ AÐ SJÓNVARPSTÆKI YRÐI ANDROID-VÆTT MEÐ ÖLLUM ÞEIM GRÍÐ- ARLEGU MÖGULEIKUM SEM ÞAÐ GEFUR OG PHILIPS RÍÐUR A VAÐIÐ. * Ambilight-baklýsingu sjónvarpsins er núhægt að tengja við Hue-snjallperurnar frá Philips og láta lýsinguna í stofunni allri haga sér eftir því sem fram fer á skjánum, þ.e. svo framarlega sem í ljósunum séu Hue- perur og maður að nota Ambilight-Hue appið (Hue-perur eru ekki komnar í sölu hér, en væntanlegar að sögn umboðsins). * Þegar sótt eru forrit þarf að hafapláss til að koma þeim fyrir og í tækinu er 2 GB gagnaminni. Það hrekkur þó ekki til ef menn fara að sækja leiki sem eru á annað GB eða jafnvel þriðja GB eins og dæmi eru um (og fer fjölgandi). Það er ekkert minniskort í vélinni en hægt að tengja við hana utanáliggjandi harðan disk (allt að 64 GB). * Eins og getið er er í sjónvarpinuAndroid 4.2.2 og verður ekki hægt að uppfæra að svo stöddu að minnsta kosti, en væntanlega verður hægt að sækja uppfærslur á notendaskilin, ef þær verða þá í boði einhvern tímann. 8109 tækið sem ég skoðaði, sem er 55", er með fjögurra kjarna örgjörva og því kappnógur kraftur. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Ekki er bara að Android 5 Lollipop sé með sérstakan stuðning við sjónvarpstæki heldur hefur Go- ogle líka hampað sérstökum notendaskilum, Android TV, sem helstu sjónvarpsframleiðendur, þar á meðal Sony, Sharp og TP Vision (Philips), hyggjast nýta á þessu ári og því næsta. Google hefur líka kynnt smátæki sem streymt geta netefni í sjónvarpstæki og nú síðast Nexus- spilara sem kynntur var fyrir rétt rúmum mánuði. Hann er með 1,8 GHz fjögurra kjarna Intel Atom- örgjörva, þráðlausu neti, HDMI-tengi og fjarstýringu, en nota má röddina til að leita að efni. Líka er hægt að kaupa stýripinna eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Hægt er að nota spilarann til að streyma efni af farsíma, spjaldtölu eða fartölvu. Með fylgja uppsett forrit eins og Netflix, TuneIn-útvarpsforritið, Pandora, YouTube, Hulu, Vevo og svo má telja. Google hefur áður kynnt ámóta apparat, eða tillögu að slíku tæki, Google Chromecast, sem seld- ist afskaplega vel þrátt fyrir takmarkað notagildi. Samkeppnin á þessum markaði er býsna hörð og helsti keppinautur Google hvað þetta varðar, Roku, hefur náð góðri fótfestu vestan hafs og þar er líka fyrir á fleti Apple með sjónvarps- lausn sína, Apple TV. Svo hefur Amazon líka slegist í hópinn með Amazon Fire TV. Allt eru þetta áþekk tæki á pappírnum og væntanlega ræður efnisframboðið úrslitum. SJÓNVARPSTÆKI FYRIR SJÓNVARPSTÆKI Slegist um strauma Nýi Google Nexus-spilarinn sem hægt er að forpanta á google.com/nexus/player. Græjur og tækni *Íslandspóstur og Ölgerðin fengu í vikunni af-henta fyrstu rafsendibíla landsins. Bílarnir eru afgerðinni Renault Kangoo og eru þeir fyrstusendibílarnir á götum landsins sem eru alfariðrafknúnir. Bílarnir eru 60 hestöfl og miðað viðíslenskar veðuraðstæður draga þeir allt að 120km á rafhleðslunni. Burðargetan er 610 kg, ör-lítið meiri en dísilbíla sömu gerðar. Fyrstu rafsendibílar landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.