Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 58
BÓK VIKUNNAR Dröfn og hörgult er fimmtánda og síðasta
ljóðabók Baldurs Óskarssonar, en hann lést árið 2013. Í bók-
inni leikur Baldur sér að orðum og vísar í framandi heima.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Á dögunum spurði mig kona hvaðabók hún ætti að gefa tíu ára drengí afmælisgjöf. Ég ruddi út úr mér
nöfnum á nýlegum barnabókum, þar á
meðal flottri bók sem lýsir lífi víkinga og
nýlegri íslenskri verðlaunabók. Svo bætti
ég við: „Svo var Gunnar Helgason að
senda frá sér nýja bók.“ Konan sagði:
„Ónei, hún kemur ekki til greina. Hann
fær nefnilega bók eftir Gunnar í jólagjöf
á hverju ári og það má ekki spilla þeirri
hefð með því að gefa þær í afmælisgjöf.“
Þetta fannst mér fallegt. Ég þekki það
úr barnæsku minni hversu gaman var að
fá um hver jól bók eftir Enid Blyton í
jólagjöf. Ég vissi vitanlega að bók eftir
hana væri í jólapakka en samt fylgdi því
furðumikill spenningur að opna pakkann
og sjá titilinn.
Bækur Enid Bly-
ton voru jólabækur
og það hefðu verið
stórsvik ef gleymst
hefði einhver jólin
að setja eina þeirra
í jólapakka. Allt frá
þessum tíma hef ég
staðið með Enid
Blyton og bókum
hennar og furðað
mig á hinum nei-
kvæðu röddum
sem gera lítið úr
bókum hennar og telja í þeim leynast alls
kyns ósóma. Ég man svo vel hvað mér
fannst gaman að lesa þær og þar fengu
börnin líka alltaf svo gott að borða, eins
og flesk og glóaldinmauk – sem ég vissi
reyndar ekki alveg hvað var en hljómaði
dásamlega.
Það er gott að enn skuli það vera svo að
börn fái bók eftir uppáhaldshöfund sinn
um hver jól, en það gerir líka þær kröfur
til höfundarins að hann standi vaktina og
bregðist ekki lesendum sínum. Við eigum
sem betur fer nokkra svona barnabóka-
höfunda. Einn þeirra er Gunnar Helga-
son, en nýjasta bókin hans er ofarlega á
metsölulista þessa vikuna.
Bækur Gunnars rata ekki bara á met-
sölulista heldur eiga greiða leið að hjört-
um barnanna. Nýja bókin heitir Gula
spjaldið í Gautaborg, en þar eru Jón
Jónsson og félagar á leiðinni á stærsta
ungmennafótboltamót í heimi. Frekar
löng bók, 340 síður. Ég fagna því vegna
þess að ég vil að börn sitji sem lengst við
lestur. Vonandi munu svo flestir full-
orðnir muna eftir því að setja bók í jóla-
pakka barnanna, hvort sem hún er eftir
Gunnar eða aðra höfunda.
Orðanna hljóðan
JÓLABÆKUR
BARNANNA
Gunnar Helgason metsöluhöfundur.
Barnabók á
metsölulista.
M
íkhaíl Shíshkín er einn
áhrifamesti rithöfundur
Rússlands í dag. Bækur
hans hafa verið þýddar á
30 tungumál og hann hefur
unnið til allra þrennra helstu bókmennta-
verðlauna í heimalandi sínu, en engum öðr-
um rússneskum rithöfundi hefur tekist það.
Bréfabók, sem nýlega kom út í íslenskri
þýðingu, er ein af verðlaunabókum hans.
Shíshkín býr í Sviss en hann er harður and-
stæðingur Pútíns og stjórnarstefnu hans.
Í Bréfabók er sögð ástarsaga Vladimirs og
Alexöndru sem skiptast á bréfum og í ljós
kemur að þau eru aðskilin bæði í tíma og
rúmi. Shíshkín er fyrst spurður af hverju
hann fari þá leið að slá saman tveimur tím-
um. „Bréfabók er skáldsaga um hinn raun-
verulega tíma,“ segir hann. „Við lifum í
fölskum tíma sem ég kalla tíma blaða-
mennskunnar þar sem allt sem talið er mik-
ilvægt þann daginn ratar í dagblað sem dag-
inn eftir er orðið blað gærdagsins.
Rithöfundar hafa þau forréttindi að geta tek-
ið það sem mikilvægt er og aðskilið það frá
þessum falska tíma og skapað annan heim
þar sem enginn dauði fyrirfinnst og persónur
geta átt samskipti þrátt fyrir að vera að-
skildar af tíma og rúmi.“
Þú skrifar um stóru efnin, ástina, örlögin,
stríð, grimmd. Af hverju?
„Hvað annað ætti ég að skrifa um? Fjár-
málakreppuna? Fjármálakreppur koma og
fara. Foreldrar mínir voru þrælar í gríðar-
stóru landi þar sem ríkti ánauð, en það kom
ekki í veg fyrir að þau yrðu ástfangin og
stofnuðu fjölskyldu. Jafnvel þrælar geta
fundið hamingjuna vegna þess að þeir átta
sig á því að það eru til mikilvægari hlutir en
fjármálakreppur og peningaskortur.“
Þrælar, segirðu?
„Já, 30 ár af ævi minni bjó ég í Sovétríkj-
unum og við vorum alin upp sem þrælar. Við
tilheyrðum ekki okkur sjálfum heldur ríkinu.
Sextán ára gamall átti ég tvo háleita
drauma; ég vildi ferðast um heiminn og mig
langaði til að verða rithöfundur. Hvorugt
virtist mögulegt, það var ekki hægt að kom-
ast burt og ég sá ekki fram á að þær bækur
sem ég vildi skrifa fengjust útgefnar.
Ástandið skánaði um tíma en nú er tími Pút-
íns og áróðursmaskína hans segir við Rússa:
„Ameríka hefur það eina markmið að eyða
Rússlandi. Evrópubúar eru þrælar Banda-
ríkjamanna. Við erum besta land í heimi og
verðum að verja okkur.“ Þetta er hreinn fas-
ismi. Ég vildi svo gjarnan vera stoltur af
landi mínu en ég skammast mín fyrir land
mitt. Sem rithöfundur skil ég hvernig þýsku
rithöfundunum leið í lok fjórða áratugarins.
Engin bók getur stöðvað lýðinn í því að
fylgja foringjanum út í hörmungarnar. Engin
bók hefur stöðvað styrjaldir, ekki einu sinni
Biblían. Ég sé fólk sem er blindað af áróðri
fylgja Pútín og það er engin leið að koma í
veg fyrir það. Það eina sem ég get gert er
að þegja ekki, vegna þess að þögn er sama
og samþykki.“
Hefurðu orðið fyrir áhrifum af klassískum
rússneskum rithöfundum, eins og Tolstoj og
Dostójevskí?
„Ég vil líkja ást minni á klassískum rúss-
neskum bókmenntum við ást á konu. Það er
ekki hægt að segja: Ég elska hægra auga
hennar en ekki það vinstra, maður elskar
alla manneskjuna. Á sama hátt ann ég öllum
rússnesku klassísku höfundunum.“
Þú hefur fengið öll helstu bókmenntaverð-
laun í Rússlandi. Skiptir það máli fyrir þig?
„Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá
öll þessi verðlaun því það var einungis eftir
að hafa fengið þau sem ég áttaði mig á því
að verðlaun skipta engu máli. Verðlaun gera
bók ekki betri. Það eru tvenn verðlaun sem
eru þau mikilvægustu í heimi og engin dóm-
nefnd er þess umkomin að veita þau. Fyrri
verðlaunin fær maður þegar maður byrjar að
skrifa skáldsögu og þau seinni þegar manni
tekst að ljúka við hana.“
RITHÖFUNDURINN SKAMMAST SÍN FYRIR RÚSSLAND PÚTÍNS
Bók um raunverulegan tíma
„Það eina sem ég get gert er að þegja ekki, vegna þess að þögn er sama og samþykki,“ segir Míkhaíl
Shíshkín. Verðlaunabók hans, Bréfabók, er komin út í íslenskri þýðingu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MÍKHAÍL SHÍSHKÍN ER EINN FRÆG-
ASTI RITHÖFUNDUR RÚSSA OG
MARGVERÐLAUNAÐUR. SKÁLD-
SAGA HANS, BRÉFABÓK, ER NÝ-
KOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU.
SHÍSHKÍN RÆÐIR UM BÓKMENNTIR
OG ÁRÓÐURSMASKÍNU PÚTÍNS.
Þegar ég var stelpa las ég mjög mikið af
drengjabókum, sennilega af því ég á eldri bræð-
ur, og þar voru hinir dönsku Flemming og
Kvikk í mestu uppáhaldi. Tinni var líka minn
maður og þeir Ástríkur og Lukku-Láki.
Ég les alltaf einn Laxness á ári og nú er
Brekkukotsannáll í mestu
uppáhaldi og hefur tekið við
af Sölku Völku og Sjálf-
stæðu fólki. Frábær bók og
svo sem ekkert meira um það
að segja. Auður Ava Ólafs-
dóttir er höfundur sem hríf-
ur mig, Afleggjarinn er ákaf-
lega fín bók og með þeim betri sem ég hef lesið
undanfarið. Ég er líka alltaf ánægð með bækurnar
hennar Auðar Jónsdóttur. Svo langar mig að nefna Blóðhófni
Gerðar Kristnýjar sem er mikil snilld og ekki annað hægt en að
heillast við hvern lestur. Annars er ég, eins og hálf þjóðin, nýbúin með
smell sumarsins en það er auðvitað Afdalabarnið hennar Guðrúnar
frá Lundi. Sagan af Hannesi litla í Hólakoti var nokkuð skemmtileg en
ég efast samt um að ég leggist í fleiri bækur Guðrúnar.
Hundrað ára einsemd eftir Gabriel
Garcia Marquez, blessuð sé minning
hans, hefur lengi verið ein af mínum uppá-
haldsbókum og ég hef lesið hana nokkuð
oft. Ég burðaðist með íslensku þýðinguna
alla leið til Cartagena í Kólumbíu þar sem ég
var svo heppin að fá að dvelja um hríð fyrir
fáeinum árum. Var auðvitað að vonast til að
sjá karlinn á vappi, svo hann gæti áritað
hana, en heimamenn sögðu mér að hann
væri löngu hættur að sjást á götum úti. Það
var hins vegar ótrúlega gaman að lesa bók-
ina aftur í Kólumbíu.
Ég les líka mikið af ævisögum. Ein eftir-
minnileg er sjálfsævisaga Katharine Graham, eiganda og útgefanda
Washington Post, sem ég las snemma á blaðamannsferlinum. Graham
var hörð í horn að taka og um leið var líf hennar mjög dramatískt.
Mögnuð bók sem hafði mikil áhrif á mig. Þessa bók vantar þó í bóka-
skápinn því ég man ekki hverjum ég lánaði hana.
Að lokum verð ég að nefna Samheitaorðabókina sem nýtist vel
við ráðningu á krossgátu Sunnudagsmoggans. Frábær bók sem á svör
við ansi mörgu.
Í UPPÁHALDI
ARNDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR
Auður Ava
Ólafsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Hundrað ára einsemd
er ein af uppáhalds-
bókum Arndísar.
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014