Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 43
F atahönnuðurinn Oscar de la Renta á sér marga aðdá- endur enda einstakir hæfi- leikar hans notið vinsælda um áraraðir. Óscar Arístides Renta Fiallo fæddist í Santo Domingo, Dómen- íska lýðveldinu árið 1932. 19 ára hóf de la Renta myndlistarnám við Academy of San Fernando í Madrid og til þess að auka tekj- urnar hóf hann að teikna föt fyr- ir dagblöð og tískuhús. Francesca Lodge, eiginkona Johns Davis Lodge, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, bað Oscar de la Renta að hanna kjól á dóttur sína sem birtist síðan á forsíðu Life ma- gazine sama haust. De la Renta, sem hafði þá fengið gríðarlegan áhuga á tísku, hóf starfsnám hjá þekktasta fata- hönnuði Spánar á þeim tíma, Cristóbal Balenciaga. Árið 1961 fór Oscar de la Renta til Parísar þar sem hann starfaði sem að- stoðarhönnuður hjá hátískuhúsinu Lanvin. De la Renta uppgötvaði fljótt að framtíð hans var ekki að hanna hátísku heldur „ready-to- wear“ eða hefðbundnar línur tískuhúsanna. Gæði í saumaskap De la Renta starfaði meðal annars hjá Elizabeth Arden og Jane Derby í New York. Oscar de la Renta stofnaði tískuhús undir eigin nafni árið 1965 þar sem hann náði að sam- eina litríka hlið suðuramerísks uppeldis og evrópsk gæði í saumaskap, efnum og smáat- riðum, sem gerði hönnun hans einstaka. Frá árunum 1993 til 2002 var de la Renta síðan yfirhönnuður OSCAR DE LA RENTA FALLINN FRÁ Heillandi handbragð og litadýrð hátískulínu Balmain sem gerði hann fysta ameríska yfirhönnuð franska tískuhússins. Oscar de la Renta hafði gríðar- leg áhrif á tískuheiminn og klæddi ófáar valdamiklar konur og stórstjörnur í gegnum tíðina. Oscar de la Renta er meðal fremstu tískuhúsa heims. Það framleiðir fatalínu, gler- augnaumgjarðir, aukahlutalínu, brúðarkjólalínu, varning inn á heimilið, barnafatnað og snyrti- vörur. Dásamlegur brúðarkjóll frá Oscar de la Renta. Oscar de la Renta ásamt fyrirsætum á vorsýningu Oscar de la Renta 2015, sem haldin var í New York-borg í september. EIN AF STÓRSTJÖRNUM TÍSKHEIMSINS, OSCAR DE LA RENTA, LÉST Í VIKUNNI, 82 ÁRA GAMALL. OSCAR DE LA RENTA HEFUR MEÐ EINSTÖKUM HÆTTI SAMEINAÐ LITADÝRÐ OG EINSTAKT HANDBRAGÐ OG GÆÐI Í HÖNNUN SINNI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Falleg hönnun og einstök smáatriði á vorlínu Oscar De La Renta 2015. AFP Oscar de la Renta ásamt fyrirsætum á sýningu tískuhússins í New York 1997. 26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 B reytt útlit Renee Zellwe- ger er án efa ein af frétt- um vikunnar. Krúttlega leikkonan með kisuaug- un og bollukinnarnar sem heillaði heimsbyggðina sem hin brussu- lega Bridget Jones hefur nú vikið og fullkomið útlit hinnar stöðluðu fegurðar tekið við. Augnsvæðið slétt og fellt, engar hrukkur held- ur rennislétt sprautulökkuð húð. Allt þetta fix yngir leikkonuna um 15 ár. Zellweger skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk hinnar óheppnu og brussulegu Bridget Jones. Á einni nóttu tók kvenpeningurinn ást- fóstri við þessa heillandi ein- hleypu skvísu sem lenti í öllu sem engin kona vill helst lenda í. Ég held að hrakfarirnar í karlamál- unum hafi gert hana extra vin- sæla því það þekkja það allar kon- ur, sem hafa einhvern tímann gengið lausar, að í frumskógi makaleitarinnar getur nú aldeilis gengið á ýmsu. Undirrituð gæti til dæmis gefið út heilt ritsafn ef hún skrifaði niður sögurnar af „vin- konunum“ og ástarævintýrum þeirra. Þegar bókin kæmi út færi feðraveldið á hliðina (það er að segja ef mennirnir yrðu nafn- greindir …). Þótt við sjáum stundum bara glansmyndir í fjöl- miðlum er raunveruleikinn oftast miklu líkari Bridget Jones- mynd. Hver myndi ekki vilja lesa um vinkonu mína sem spilaði við út- rásarvíking aðfaranótt 6. október 2008 og hann hafði orð á því á „spiladeitinu“ að hún væri með „cheap“ tösku. Og um aðra sem svaf hjá þekktum rit- stjóra heima hjá mömmu hans og enn aðra sem braust inn til viðskiptamanns um miðja nótt því hann svaraði ekki síman- um. Svo þekki ég líka eina sem varð skyndilega einhleyp þegar „kærastinn“ fór út í sjoppu og kom ekki aftur … Það þarf kannski enga Bridget Jon- es til að láta þessi ævintýri verða ljóslif- andi. Þórdís Kjart- ansdóttir lýtalæknir staðfesti við mig í samtali fyrir helgi að Zellweger hefði gengist undir margar lýtaaðgerðir til að fram- kalla þetta nýja útlit. Hún hefði farið í húðslípun, látið laga efri og neðri augnlok, látið lyfta á sér andlitinu og látið laga á sér nefið. Þórdís hafði orð á því að þessar aðgerðir væru afskaplega vel gerðar þótt þær hefðu algerlega afmáð einkenni leikkonunnar – sem væri synd. Það er samt alveg skiljanlegt að Zellweger hafi gert þetta því ná- kvæmlega svona er stemningin í Hollywood. Þar eiga allir að vera ungir að eilífu og eru læknavís- indin notuð grimmt til þess að framkalla hið fullkomna útlit. Með aldrinum fækkar tækifærum á hvíta tjaldinu, sérstaklega hjá kvenpeningnum, enda er nóg af ungum konum sem eru til í að fylla skörð eldri og reyndari kvenna. Á dögunum lenti ég við hliðina á þekktri fyrirsætu, sem er 35 ára gömul, í flugvél. Þegar við tókum tal saman sagði hún mér að fyr- irsætubransinn væri í raun ónýt- ur og það væri algert basl að vera svona gömul í bransanum. Hún sagði að það væri ekki hægt að líkja bransanum í dag saman við bransann fyrir 15 árum. Í þá daga hefðu fyrirsætur fengið vel greitt en það væri nú önnur saga í dag því þessar ungu stelpur þráðu svo heitt að verða frægar að þær væru alveg til í að vinna frítt. Það segir sig sjálft að það keppir eng- inn við það. Það er því ekki ólíklegt að Zell- weger hafi eingöngu gert þetta til að lengja sinn farsæla feril. Ég meina, þessi 15 ár sem hún græddi með að- gerðunum koma náttúrlega ekki af sjálfu sér … martamaria@mbl.is Ung, glöð og rík … Renee Zellweger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.