Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 20
Flökkukindin Sigþrúður við tignarlega bogabyggingu. E inn gallinn við að vera hvatvís og hrifnæm flökkukind er sá að slíkar kindur sitja garnan uppi með heimþrá til staða sem þær hafa aldrei búið á,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs- ins. Olían er auðsuppspretta Hópur Íslendinga fór á dögunum til Írans undir leiðsögn Jó- hönnu Kristjónsdóttur. Hún stóð jafnframt fyrir ferðinni og skipulagði. Flogið var til Teheran og þaðan var farið til borg- anna Kerman, Shiraz, Yasd og Esfahan. Þó urðu margir staðir útundan í þessu stóra landi, þar sem 77 milljónir manna búa og er 17. fjölmennasta ríki heims. Stjórnarfar landsins er blanda af lýðræði og klerkastjórn þar sem æðsti klerkur hefur mikil pólitísk áhrif. Olían er auðsuppsprettan í landinu, enda skilar hún um það bil helmingnum af því klinki sem Írakar fá kassann. Íran var um aldir, og löngu fyrir Krists burð, menningarlegt stórveldi og hélt þeirri stöðu um aldir. Síðan þá hafa margar skákir verið teknar í valdatafli í landinu og riddurum, hrókum og peðum leikið fram og aftur og fórnað sitt á hvað. Eftir persnesku stjórnarskrárbyltinguna 1906 var fyrsta þing Írans stofnað og þingbundin konungsstjórn tók við. Í kjölfar stjórn- arbyltingar sem Bretar og Bandaríkjamenn studdu árið 1953 varð stjórn landsins í vaxandi mæli alræðisstjórn. Óánægja með stjórnina og erlend áhrif leiddi til írönsku byltingarinnar og stofnunar íslamsks lýðveldis árið 1979. Heyra glaðlegar kveðjur „Heimkomin frá Íran óttast ég að hér eftir sé ég dæmd til heimþrár til borgarinnar Esfahan, sem mér finnst hér um bil fallegasti staður í heimi,“ segir Sigþrúður. „Af og til muni mér finnast ég endilega þurfa að skjótast þangað til að líta á torgið og turnana, garðana, brýrnar og basarinn. Öðru fremur þó til að hitta fallegasta fólk í heimi, heyra glaðlega kveðju, hlassa mér á teppi hjá glaðhlakkalegum fjölskyldum, þiggja hnetur og heimaræktuð epli og njóta gestrisni og velvildar sem krefst einskis á móti.“ ÍSLENDINGAHÓPUR FÓR TIL ÍRANS NÚ Í HAUST Dæmd til heimþrár ÍRAN ER FRAMANDI LAND ÞAR SEM MENNINGIN BYGGIST Á ÁRÞÚSUNDAGÖMLUM HEFÐUM. KLERKAVELDIÐ RÆÐUR ÞAR LÖGUM OG LOFUM, EN FÓLKIÐ ER GOTT OG GLAÐVÆRT. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Teiknarinn sat við dauft ljós og dró upp allskonar skissur. Konur þurfa að hylja höfuð sitt og eiga sumar ekkert sældarlíf. Kátir krakkar og einn galvaskur með amerískan kúrekahatt. Turn þagnarinnar heitir þetta sérstæða mannvirki, en mörg slík eru í landinu þar sem sagan nær margar árþúsundir aftur í tímann. Ljósmynd/Sigþrúður Guðmundsdóttir. Ferðalög og flakk Getty Images/iStockphoto *Gott er að kynna sér vandlega reglur flug-félaga um farangur áður en haldið er af stað íreisu. Misjafnt getur verið hve mörg kíló eruleyfð af farangri og hversu strangar reglurgilda um handfarangur. Gamla góða baðvogingetur komið sér vel þegar meta á hvortferðataskan er orðin of bólgin. Það getur margborgað sig að vigta farangurinn áður en lagt er af stað út á flugvöll. Farangurinn vigtaður Þegar leiðin liggur úr suðurhluta Þýskalands er farið um svo- nefnt Brennerskarð Alpanna í gegnum Tírólahéruð Austur- ríkis. Þaðan suður til Ítalíu. Á þessari leið, Austurríkismegin, skammt áður en komið er að ítölsku landamærunum, er farið yfir Evrópubrúna. Hún er eitt af þekktari mannvirkjum álf- unnar. Var byggð á árunum 1959 og 1963, í aðdraganda vetr- arólympíuleikanna í austurrísku borginni Innsbruck árið 1964. Á sinn hátt er Evrópubrúin táknmynd um sameinaða álfu. Leiðin er greið. Tvær akreinar í hvora áttina eru á brúnni, sem er alls 777 metrar á lengd og alls 200 metrar eru niður á jörð, þar sem hæst er. Sigurður Bogi Sævarsson Högni Einarsson ferðafélagi höfundar er hér staddur við hina himinháu brú. Umferðin um svæðið er mikil. Þar sem leiðin er greið Brúin góða varð 50 ára í fyrra. PÓSTKORT F RÁ EVRÓPUB RÚ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.