Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014
Morgunblaðið/Golli
Þótt ég komi frá heimili þarsem allt var vel nýtt, áttimömmu sem var sam-
viskusöm og nýtti og sparaði, þá
var það ekki fyrr en ég var farin
að búa sjálf og búin að búa sjálf í
nokkur ár sem ég fór að vera með-
vituð sjálf um þessa hluti,“ segir
Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi
með meiru.
Þær Rakel og Margrét Mar-
teinsdóttir hafa skrifað bók sem
fjallar um hvernig litlu hlutirnir í
okkar daglega rekstri geta haft
áhrif á okkur sjálf og umhverfið til
góðs. Bókin kallast Vakandi veröld
- ástaróður og kemur út 7. nóv-
ember næstkomandi. Salka gefur
bókina út en það er Þorbjörg
Ólafsdóttir, grafískur hönnuður,
sem setur bókina upp á mjög að-
gengilegan og skemmtilegan máta.
„Það má segja að þetta sé ástar-
óður okkar Margrétar til jarðar-
innar. Við erum báðar bara áhuga-
konur um þessi mál og höfum að
sjálfsögðu sóað mat og keypt föt
frá framleiðendum sem standast
ekki siðferðiskröfur, notað plast og
einnota vörur og þetta allt saman.
En við höfum hins vegar báðar síð-
ustu misseri verið að reyna að
breyta þessu neyslumynstri okkar
og vera meðvitaðri um neyslu og
umhverfið. Það ferðalag er kveikj-
an að þessari bók en okkur langaði
til að gefa af okkar reynslu og
vekja fólk til meðvitundar,“ segir
Rakel og bætir við að það sé tákn-
rænt að framan á bókinni er vitnað
í John Lennon þar sem hann segir:
„Allir vita að fólkið hefur valdið,
allt sem við þurfum að gera er að
vekja fólk til vitundar um það.“
Rakel hefur verið forsprakki
Vakanda, átaks gegn sóun matvæla
og því er matarnýting stór kafli í
bókinni en einnig er fjallað um
ýmsa aðra þætti, hreinsiefni og
snyrtivörur, fatnað og fleira.
„Það fyrsta sem ég lærði sjálf
var að hætta að henda mat. Ég
reyndar elda þannig skammta að
ég þarf mjög sjaldan að geyma
mat þar til daginn eftir en einnig
geri ég stundum stærri potta af
súpum og frysti þær þá. Þetta
byrjaði allt þegar ég las grein í
Morgunblaðinu fyrir nokkrum ár-
um þar sem fjallað var um hversu
mörg kíló af mat færu beint í rusl-
ið. Þetta er líka spurning um tím-
ann sem fer í þetta. Að vera sífellt
að fara út með ruslið og kaupa
eitthvað inn, mat og fatnað, eyðir
tíma og tíminn er það eina sem við
fæðumst með. Ég sjálf tími ekki að
eyða honum að óþörfu. Þá finnst
líka mörgum leiðinlegt að fara í
ræktina og það er held ég einfald-
asta ráðið til heilsusamlegs lífs að
borða ekki of mikið. Ekki það að
ég sé á móti hreyfingu, alls ekki,
en það er bara svo margt sem er
hægt að gera við tímann annað en
það sem tengist neyslumynstri
okkar. Maður á ekki að vilja eyða
tímanum heldur lifa hann. Svo er
hægt að eyða peningnum sínum í
að gera eitthvað skemmtilegt í stað
þess að henda honum beint í rusl-
ið.“
BÓKIN ER EINS KONAR LEIÐARVÍSIR
Tíminn of
dýrmætur
til að sóa
„Maður á ekki að vilja eyða tímanum heldur lifa hann. Svo er hægt að eyða peningnum sínum í að gera eitthvað
skemmtilegt í stað þess að henda honum beint í ruslið,“ segir Rakel Garðarsdóttir.
Getty Images/iStockphoto
RAKEL GARÐARSDÓTTIR HEFUR Í FÉLAGI VIÐ MARGRÉTI
MARTEINSDÓTTUR SKRIFAÐ BÓK UM MATARSÓUN, MEÐ-
VITUND UM UMHVERFIÐ OG HVERNIG HÆGT ER AÐ
NÝTA TÍMANN OG PENINGANA BETUR EN Í NEYSLU.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Bók Rakelar Garð-
arsdóttur og Margrétar
Marteinsdóttur um góða
nýtingu á matvælum og
meðvitund um umhverfið
kemur út 7. nóvember.
Fjölskyldan Nú fer hver að verða síðastur að tína falleg haustlauf en þetta erfyrirtaks fjölskylduskemmtun. Víða í almenningsgörðum og á úti-
vistarsvæðum svo sem í Elliðaárdal er að finna gnægð laufblaða sem
fjölskyldan getur dundað sér við að safna og líma á listaverk.
Haustlaufin tínd
Frystið brauðið ef
það er að renna út
og notið til að rista
næstu daga.
Klárið það
sem til er í skáp-
unum áður en
farið er í versl-
unarferð.
Vaska má hreinsa með grófu salti og
sítrónu. Bæði til að forðast að vera í
snertingu við ætandi efni og einnig til
að spara peninga. Hægt er að dreifa
grófu salti yfir vaskinn og nudda yfir-
borðið með sítrónu.
Í stað stíflueyðis má nota mat-
arsóda og edik. Blandið ½ dl
af matarsóda á móti 1
dl af ediki og látið liggja
í klósettinu í um hálf-
tíma. Hellið þá sjóðandi
vatni út í klósettið.
Spegla og rúður má
hreinsa með því að
sprauta ediki á þær og
þurrka yfir með dagblaði.
Rakel reynir að forðast snyrtivörur
og krem, sérstaklega með para-
benum, í lengstu lög. Sjálf
notar hún svitalykt-
areyði sem er blanda
af kókosolíu, mat-
arsóda og pip-
armyntudropum.
Rakel skúrar gólfin yfirleitt
með ediki þótt einstaka sinnum
noti hún brúnsápu.
Ávexti og grænmeti sem far-
ið er að láta á sjá setur Rakel í
frysti og notar síðar í súpur og
drykki.
RÁÐAHORN RAKELAR
Ýmis einföld ráð úr fórum Rakelar