Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 39
26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * „Að gera mistök er mannlegt. En mannleg mis-tök er ekkert miðað við ef tölva gerir mistök.“Agatha Christie Reglugerð um sölu tækja til tengingar við sjálfvirka símkerf- ið tók gildi 15. júní 1981 og heimilaði þá öðrum en Pósti og síma að flytja inn síma. Símco sf. reið á vaðið og flutti inn takkasíma og aðra síma sem þóttu bæði fallegir en einnig tæknilega framar en þeir símar sem höfðu áður verið á boð- stólum hér. Einn þeirra síma sem Símco bauð til sölu 1982 var sími sem var tæknileg snilld því hann hafði alls konar nýjungar sem ekki höfðu sést áður. Síminn hafði nefnilega end- urval og ljósaskilti þar sem sjá mátti hvaða númer hafði verið valið. Hægt var að fletta ellefu númer til baka en þar með er bara hálf sagan sögð. Á símanum var sjálfvirkt end- urval á númeri sem var á tali, þar mátti einnig finna takka sem lokaði fyrir hljóð (e. mute) og sérstakan takka sem hringdi í neyðarnúmer. Kostaði síminn 1.300 krónur en dýrasti síminn sem Símco bauð upp á 1982 kostaði 3.500 krónur. GAMLA GRÆJAN Síminn, sem aldrei var nefndur á nafn í auglýsingunni, hafði marga kosti. Sími með endurval Það er útbreidd trú í Japan að ef viðkomandi tyggur nóg haldi hann góðri heilsu. Margir Japanir hafa óskað eftir talningarvél sem getur talið hve oft þeir tyggja á daginn. Tyggjóframleiðandinn Lotte í Tókýó hefur orð- ið við þessari bón og búið til heyrnartól sem telja hve oft notandinn tyggur. Þau eru einnig sögð mæla styrk bitsins og hraða. Heyrnartólin kallast Rhythmi-Kamu, úr enska orð- inu rhythmical og japanska orðinu kamu. Innan í heyrnartólunum er ekki aðeins hátalari heldur einnig skynjari sem á að nema kraft bitsins. Þessar upplýsingar fara svo beina leið í snjallsíma viðkomandi sem getur birt upplýsingarnar kjósi hann svo á Facebook eða öðrum samfélagsmiðli. Með tækninni er einnig hægt að kveikja á tónlistinni í síman- um, skipta um lag og hækka og lækka, allt eftir því hvernig viðkomandi tyggur. NÝJASTA NÝTT Módel sýnir hvernig Rhythmi-Kamu virkar á blaðamanna- fundi í vikunni. Skipti hún um lag með því að tyggja. AFP Skipt um lag með því að tyggja Kazuhiro Taniguchi frá Hiroshima City-háskólanum er maðurinn á bak við tæknina og kvaðst hann afar ánægður með útkomuna. Fyrir vetrarólympíuleikana í Rússlandi kom ól- ympíunefndin upp bás á Vystavochaya-lest- arstöðinni í Moskvu þar sem hægt var að borga farmiðann með því að gera 30 hnébeygjur. Básinn sló í gegn og var því ákveðið að halda honum gangandi eftir leikana. Lestarmiði kostar 30 rúblur eða rúmlega 200 krónur og sam- kvæmt Forbes-tímaritinu eru alltaf nokkrir í röð í básinn í morgunumferðinni. Tækið er einfalt í notkun, það notast við myndavél sem er forrituð þannig að hún geti tal- ið hnébeygjur viðkomandi. Þarf að gera 30 hné- beygjur á innan við tveimur mínútum og fær þá viðkomandi prentaðan lestarmiða. Takist hins vegar ekki að gera þessar 30 á gefnum tíma gef- ur tækið frá sér hljóð, rautt ljós kviknar og eng- inn lestarmiði prentast út. Engum sögum fer hins vegar af því hvort viðkomandi fær öruggt sæti í lestinni fyrir þreytta fætur. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Borgað með hnébeygjum Básinn á Vystavochaya lestarstöðinni í Moskvu vekur athygli. iPad Air 2 iPad mini 3 iMac Retina 5K Verð frá469.990.- Væntanlegur í nóvember Nýr iMac Nýir iPad-ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.