Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 2
Hvernig er að vera komin aftur á skjáinn?
Það er bara mjög skemmtilegt. Skemmtilegast finnst mér þó vinnuum-
hverfið, það er góð stemning í Efstaleitinu og frábært samstarfsfólk.
Hvernig er að vinna með Jóni Ólafssyni?
Jón er auðvitað algjör viskubrunnur um íslenska tónlist þannig að ég hef
þurft að hafa mig alla við og lesa tónlistarbækur dag hvern til að reyna að
halda í við hann. Hann er frábær samstarfsmaður, sífellt kátur og mátulega
kærulaus.
Átt þú eitthvert sérstakt óskalag?
Ójá, heldur betur, en þar sem við ætlum með hjálp þjóðarinnar að finna
óskalag þjóðarinnar verð ég að vera þögul sem gröfin þangað til.
Er einhver íslenskur tónlistarmaður í uppáhaldi hjá þér?
Ég held upp á mjög marga íslenska tónlistarmenn og það er virkilega
gaman að fylgjast með uppganginum í tónlistinni hér heima og þá sér-
staklega meðal kvenna. Sífellt fleiri ungar stúlkur eru byrjaðar að gera
sína eigin tónlist og stofna stúlknasveitir. Þessi þróun eykur ekki einungis
tónlistarflóruna heldur fáum við líka fullt af kvenkyns fyrirmyndum sem er
þakklátt.
Nú hefur þú unnið að gerð ófárra sjónvarpsþátta, er
eitthvað sem þér finnst sérstaklega gaman að gera?
Mér finnst alltaf ferlega skemmtilegt að vinna í stórum útsendingum þar
sem pressan er mikil og nóg um að hugsa. Ísþjóðin er líka eitt af þeim verk-
efnum sem mér þykir afskaplega vænt um og skemmtilegt að gera. Þar
vinnum við oftast bara tvö, ég og Eiríkur Ingi Böðvarsson, þannig að þátta-
gerðin verður mikil samvinna. Mér finnst líka æ skemmtilegra að framleiða,
klippa, taka upp og stjórna bak við tjöldin. Þar lærir maður mest þótt mað-
ur læri auðvitað alltaf mikið af því að vera á skjánum. Kannski er þetta
stjórnsemisgenið í mér eða eitthvað álíka en það er svo gaman að gera eitt-
hvað frá grunni og taka þátt í öllu ferlinu. Ég er svo heppin að fá að gera
hvort tveggja hjá RÚV.
Er Ísþjóðin komin á ís eða verður framhald?
Fjórða sería af Ísþjóðinni hefst eftir áramót. Við erum nú þegar byrjuð í
upptökum og ég held að mér sé óhætt að lofa frábærum þáttum. Við eigum
svo mikið af ungu og hæfileikaríku fólki að ég hef átt í mesta basli við að velja
bara átta einstaklinga.
Hvað er síðan í vændum hjá þér?
Við Skarphéðinn dagskrárstjóri erum að fara að setjast yfir jólaþátt sem ég bjó
til í fæðingarorlofinu mínu. Það má því segja að ég sé að komast í jólastuð og
piparkökubakstur sé á næsta leiti!
RAGNHILDUR STEINUNN
JÓNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014
Svar: Ég er ekki mikill aðdáandi. Ég
óttast að þetta leiði af sér að fleiri
byssur verði í undirheimunum.
Snorri Sigurðarson, 23 ára.
Svar: Mér finnst þetta svolítill
óþarfi því það tekur sérsveitina ekk-
ert langan tíma að mæta á vettvang.
Marsibil Ósk Helgadóttir, 17 ára
Svar: Eru þetta ekki góð vopn? Þarf ekki okk-
ar fólk að hafa vopn til taks þó það sé ekki í
bílunum? Við erum líka með sérsveitina.
Friðrik Helgi Ragnarsson, 73 ára.
Svar: Ég óttast að undirheimar
vopnist þá á móti. Að með
vopnum komi vopn.
Steinunn Ólína Hafliðadóttir, 18 ára.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM NORSKU VOPNIN?
Feneyjar eru
draumastaður elsk-
enda, enda fátt jafn
rómantískt og að líða
um á gondóla í örmum
þess sem maður elskar.
Það er þó langt því frá
ókeypis að ferðast um
hina víðfrægu fenja-
borg. Ferðalög 22
Í BLAÐINU
Forsíðumyndina tók
Kristinn Ingvarsson
Elísabet Karlsdóttir
fatahönnuður hefur
flottan fatastíl. Elísabet
velur vönduð efni og
klæðileg og góð snið
en efst á óskalistanum
fyrir veturinn eru of
stórar kápur og hlýjar
peysur. Tíska 40
Næstu þrjár bækur í tíu bóka
seríunni um fígúruna MiMi
eru komnar út. Bækurnar eru
byggðar á táknum með tali
sem er notað til að þjálfa
börn með tal- og málþrosk-
araskanir. Hanna Krist-
ín og Hjalti vilja ná til
foreldra, enda bækurnar afar
gott hjálpartæki.
Fjölskyldan 19
Inga Björk Guð-
mundsdóttir byrjaði
að halda matarboð
fyrir vinkonur sínar
þegar hún var sex ára
gömul og eldaði þrí-
réttað fyrir þær og
gerir auðvitað enn.
Matur 32
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stýrir sjónvarpsþættinum Óskalög þjóðarinnar
sem sýndur er á RÚV á laugardagskvöldum. Ragnhildur ritstýrir einnig nýjum
þætti fyrir ungt fólk sem heitir ,„Hæpið“ og er einnig sýndur á RÚV.
Morgunblaðið/Kristinn
Fullt af
kvenkyns
fyrirmyndum
Í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem birtist um síð-
ustu helgi var ranghermt að Neytendasamtökunum bærust um
34 erindi frá almenningi að meðaltali á viku. Hið rétta er að 34
erindi berast samtökunum á dag.
LEIÐRÉTT