Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 59
26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Það er mikið og einlægt fagn-
aðarefni að hin fræga og marg-
lofaða skáldsaga Virginiu Woolf
Út í vitann sé komin út í ís-
lenskri þýðingu. Herdís Hreið-
arsdóttir þýddi og skrifaði eft-
irmála, en þetta er fyrsta skáld-
sagan eftir Woolf sem kemur
út á íslensku. Vonandi verða
þær fleiri.
Í bókinni er skyggnst inn í líf
fjölskyldu í sumarleyfi á skosku
Suðureyjunum og þar er það
frú Ramsay sem stýrir fólkinu í
kringum sig. Sagan er sögð í
ljóðrænum og myndrænum stíl
þar sem mikið fer fyrir hug-
renningum persóna. Hér er á
ferð sannkallað meistaraverk
sem bókmenntaunnendur
hljóta að hrífast af.
Meistaraverk
Virginiu Woolf
Ný glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur,
DNA, kemur út hinn 14. nóvember næst-
komandi. Ung kona er myrt á skelfilegan hátt
á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö
ára dóttir hennar. Morðinginn lætur aftur til
skarar skríða og skömmu síðar fær radíó-
amatör sérkennileg skilaboð á öldum ljós-
vakans sem tengir hann við bæði fórnar-
lömbin. Þó þekkir hann hvoruga konuna. Þeir
sem lesið hafa segja að í þessari bók sé Yrsa í
toppformi svo að aðdáendur hennar, heima
og erlendis, ættu að eiga veislu í vændum.
Bækur Yrsu njóta eins og kunnugt er mikilla
vinsælda erlendis og stórblöð á borð við
Sunday Times hafa fyrir venju að bera lof á
bækur hennar og mæla með þeim við les-
endur sína.
Ragnar Helgi Ólafsson hannar kápuna
eins og endranær en hann á heiðurinn af öll-
um kápunum á innbundnum glæpasögum
Yrsu. Margar þeirra hafa ferðast um heiminn
með bókum hennar, meðal annars til Norð-
urlandanna, Grikklands, Ítalíu og víðar.
Kápan á nýjustu bók Yrsu er eftir Ragnar Helga
Ólafsson og lofar góðu um innihaldið.
DNA YRSU
KEMUR SENN Samkvæmt upplýsingum frá Félagi
sænskra bókaútgefenda er tap á
um 80 prósentum allra bókartitla
sem gefnir eru út þar í landi. Hagnaði
bókaútgefenda af þeim bókum sem
betur ganga er að stórum hluta varið
í metnaðarfull eða áhættusöm verk,
svo sem eins og útgáfu nýrra höfunda,
ljóðabóka, myndskreyttra barnabóka
og metnaðarfullra fræðibóka.
Metsöluhöfundurinn Henning
Mankell hefur lengi haft sterka taug
til Afríku. Til þess að hafa áhrif á nýt-
ingu hagnaðar bóka sinna stofnaði
hann Leopard-forlagið árið 2001 í
samstarfi við Dan Israel. Hjá Leopard
eru á hverju ári gefin út fjölmörg
skáldverk og fræðibækur eftir afríska
höfunda líkt og yfirlýst stefna forlags-
ins kveður á um. Þannig má segja að
velgengni skáldsagnapersónunnar Kurts Wallanders hafi opnað óvæntar dyr tækifæra á
sænskum bókamarkaði fyrir fjölmarga afríska rithöfunda.
Henning Mankell hefur auk þess stutt persónulega við bakið á ýmsum hjálparsamtökum í
Afríku. Árið 2007 gaf hann til að mynda um 300 milljónir íslenskra króna til SOS barna-
þorps í Mósambík.
MANKELL NÝTIR HAGNAÐINN
Henning Mankell nýtir gróðann af bókum sínum til góðra
verka í Afríku.
Englaryk er ný skáldsaga eftir
Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Í
sumarfríi á Spáni birtist Kristur
unglingsstúlkunmi Ölmu. Alma
ákveður að lifa samkvæmt
kenningum frelsarans, en það
vekur uppnám innan fjölskyld-
unnar og meira að segja prest-
inum er ekki rótt. Leitað er til
geðlæknis til að fá Ölmu til að
átta sig.
Hér er á ferð skemmtileg og
heillandi skáldsaga um trú,
sannleika og samskipti.
Unglings-
stúlkan Alma
hittir Krist
Englaryk,
þræll, matur
og ástir
NÝJAR BÆKUR
GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR SENDIR
FRÁ SÉR SKEMMTILEGA SKÁLDSÖGU. FRÆG
SKÁLDSAGA VIRGINIU WOOLF ER KOMIN
ÚT Á ÍSLENSKU. NÝ MATREIÐSLUBÓK LÍTUR
DAGSINS LJÓS OG METSÖLUSKÁLDSAGA
UM UNGLINGSÁSTIR ER KOMIN ÚT Í
ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU.
Eleanor og Park er skáldsaga eftir
Rainbow Rowell. Bókin, sem er ætl-
uð unglingum en höfðar til fleiri les-
enda, hefur hlotið verðlaun og við-
urkenningar og komst á metsölu-
lista New York Times.
Eleanor er nýja stelpan í skól-
anum og fellur ekki inn í hópinn.
Einn daginn sest hún við hliðina á
Park í skólabílnum. Þau verða yfir
sig ástfangin en eru bara sextán ára.
Metsölubók um
ástir unglinga
Matreiðslubækurnar Af bestu lyst hafa notið mik-
illa vinsælda, enda sneisafullar af uppskriftum að
hollum og ljúffengum réttum. Nú er Af bestu lyst 4
komin út og uppskriftirnar þar taka ekki síst mið af
börnum og barnafjölskyldum. Heiða Björg Hilm-
isdóttir næringarrekstrarfræðingur samdi upp-
skriftirnar í samráði við Hjartavernd, Krabba-
meinsfélagið og Embætti landlæknis sem standa að
útgáfu bókarinnar.
Hollir og ljúffengir réttir
* Ég kæri mig ekki um raunsæi … Égskal segja þér hvað ég vil. Töfra!Tennessee Williams BÓKSALA 15.-21. OKTÓBER
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Í innsta hringViveca Sten
2 Handan minningaSally Magnusson
3 Leitin að Blóðey - Ótrúlegævintýri afa
Guðni Líndal Benediktsson
4 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason
5 Í krafti sannfæringarJón Steinar Gunnlaugsson
6 NáðarstundHannah Kent
7 KataSteinar Bragi
8 Maðurinn sem stal sjálfum sér -Hans Jónatan
Gísli Pálsson
9 ArfleifðVeronica Roth
10 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
Kiljur
1 Í innsta hringViveca Sten
2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
3 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen
4 Amma biður að heilsaFredrik Backman
5 BréfabókMikhaíl Shishkin
6 Lífið að leysaAlice Munro
7 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson
8 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir
9 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón
10 SnjókarlinnJo Nesbo
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Ekki verður feigum forðað
né ófeigum í hel komið.